1. fundur 10. febrúar

Stjórnarfundur BSSL haldinn 10. febrúar 2020.

 

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Björn Snorrason og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.

  1. Tillaga endurskoðanda um að formaður og framkvæmdastjóri verði skráðir sem “raunverulegir” eigendur að Búnaðarsambandinu og fyrirtækjum þess.

Stjórnin var því samþykk og formanni og framkvæmdastjóra var falið að ganga frá málinu.

  1. Breytingar á  húsnæði Búnaðarsambandsins

Sveinn kynnti hugmyndir um stækkun kaffistofunnar og að breyta opna rýminu fyrir framan afgreiðsluna í 2 lokaðar skrifstofur. Lausleg kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir rúmum 3 milljónum sem ekki verða teknar nema úr sjóði Búnaðarsambandsins. Stjórnin var samþykk því að fara í áðurnefndar framkvæmdir

  1. Kynning á nýjum samningi við ANR um úttektir og söfnun haustskýrsla sem ekki hafa borist.

ANR áður Búnaðarstofa hefur leitað eftir því við búnaðarsamböndin að þau komi að því að safna þeim haustskýrslum saman sem ekki var skilað á tilsettum tíma síðasta haust. Samningurinn formgerist ekki fyrr en að gjaldskrá fyrir verkið verður samþykkt.

  1. Leigusamningur um húsnæði við RML

Á síðasta hausti sagði RML upp þjónustu- og leigusamningi við Búnaðarsambandið en hann hefur verið óbreyttur frá ársbyrjun 2013. RML óskaði jafnframt eftir því að fá ákveðna fermetra til leigu og greiða leigu per m2. Búnaðarsambandið bauð RML sömu leigukjör og við aðra leigjendur í húsinu en það hefur verið við lýði frá því að flutt var í húsið.  Leiguverð er 2686,- kr/m2 með allri þjónustu og ræstingu. RML bauð 2000 kr/m2 sem miðað við 500 kr/m2 í ræstingu og kostnað við húsnæðið þýðir 1500 kr/m2 fyrir utan þjónustu. RML greiðir kr 1800,- á m2 bæði á Akureyri og Hvanneyri fyrir utan þjónustu þannig að RML vill fá húsnæðið fyrir lægra verð hér.  Til fundarins mætti Karvel framkvæmdastjóri RML en stjórnin lagði fram lækkun á verði niður í  kr 2500,- á m2. Karvel vildi ekki undirrita samninginn og ljúka málinu og hvarf við svo búið af fundinum.

  1. Staða fyrirtækjanna. Stutt yfirlit.

Rekstur Búnaðarsambandsins og fyrirtækjanna var í jafnvægi á síðasta ári en uppgjör ársreikninga liggur fljótlega fyrir.

  1. Fréttir frá Nautís

Í janúarlok kom norskur dýralæknir Tjerand Lunde til Nautís og aðstoðaði við skolun á kvígunum sem fæddar voru haustið 2018. Alls náðust 46 nothæfir fósturvísar og voru 7 af þeim settir ferskir upp í kýr á Stóra Ármóti. Hinir fósturvísarnir verða auglýstir til sölu fljótlega. Kálfarnir sem eru í einangrun vaxa vel og sá sem þyngstur er Haukur 0013 vel yfir 1800 gr á dag.

  1. Aðalfundur fyrirhugaður 8. apríl.

Nú er komið að því að fundurinn sé í Árnessýslu og nefndi framkvæmdarstjóri Félagslund sem hugmynd. Stjórn fól Sveini að finna fundarstað en gerði ekki athugasemdir við tillögu hans.

  1. Önnur mál.

Erlendur Ingvarsson vakti athygli á óheppilegum myndum af kindum í hrútaskránni.Ómarkað og illa hirt fé. Haft verður samband við þá auglýsendur sem málið varðar.

Fleira ekki og fundi slitið.

Sveinn Sigurmundsson

 

 


back to top