Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn að Smáratúni í Fljótshlíð 16. apríl. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa  flutti nýráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Sigurður Eyþórsson erindi. Lögum samtakanna var breytt og ákvæði um kosningar til Búnaðarþings fellt inn í þau en þar kemur fram að formaður Búnaðarsambandsins er sjálfkjörinn en á aðalfundi skal kosið til Búnaðarþings til tveggja ára. Fyrst var kosið í stjórn BSSL og voru þeir Erlendur Ingvarsson og Ragnar Lárusson kjörnir til næstu þriggja ára. Gert var fundarhlé meðan stjórnin skipti með sér verkum. Formaður var kjörinn Ragnar Lárusson. Þá var kosið til Búnaðarþings en samkvæmt samþykktum BÍ eru 7 fulltrúar kosnir af svæði BSSL.

 

 


back to top