Útboð holdagripa hjá Nautís 2025

Þann 9. júlí sl fór fram útboð á 15 holdagripum hjá Nautís. Þar af 8 naut og 7 kvígur. Tilboð komu frá 15 rekstraraðilum. Kvígurnar seldust á 860 þús. að jafnaði en nautin á 1587 þús sem eru svipuð verð og í fyrra. Áður hafði 2 nautum verið fargað, annar var eineistungur og hinn með laka fótstöðu. Kvigurnar voru hjá nauti og eru vonandi fengnar. Nautís óskar nýjum eigendum til hamingju með gripina og vonar að þeir gagnist vel. Myndin er af Mola 24402 en hann er nú á Nautastöðinni Hesti þar sem sæði úr honum verður kyngreint nú í ágúst.


back to top