Aðalfundur BSSL 2013

105. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands
Haldinn 17. apríl.2013 að Hótel Kötlu, Höfðabrekku.

1. Fundarsetning, Guðbjörg Jónsdóttir formaður.
Guðbjörg Jónsdóttir setti fundinn og bauð fulltrúa, starfsmenn og gesti velkomna. Hún gerði það að tillögu að Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum stýrði fundi og Helga Sigurðardóttir og Grétar Már Þorkelsson starfsmenn Búnaðarsambandsins rituðu fundargerð.

2. Skipan kjörbréfanefndar, Sveinn Sigurmundsson.
Sveinn Sigurmundsson bar upp tillögu um skipan kjörbréfanefndar; Þórarinn Bjarnason, Þykkvabæ 1, Páll Eggertson, Kirkjulæk og Einar Gestsson, Hæli. Tillagan samþykkt.

3. Skýrsla stjórnar, Guðbjörg Jónsdóttir formaður.
Á starfsárinu 2012 voru haldnir sjö stjórnarfundir. Stjórnin fundaði auk þess þrisvar með öllum sunnlensku búnaðarþingsfulltrúunum fyrir auka Búnaðarþing sem haldið var í lok október. Þar sem niðurstöður stýrihóps um endurskoðun leiðbeiningarþjónustunnar á landsvísu voru kynntar og ræddar. Vegna stöðunnar í aðildaviðræðunum við ESB var fundurinn haldinn í samstarfi við fulltrúa Bændasamtaka Íslands (BÍ) í samninganefndinni um landbúnaðarmál. Einnig var samráðsfundur haldinn þegar mál lágu fyrir Búnaðarþing 2013. Fundað var með búnaðarþingsfulltrúum Búnaðarsambandsins vegna vinnslu mála fyrir Búnaðarþing í janúar sl. Formannafundur Búnaðarsambandsins var haldinn að Stóra-Ármóti 26. nóvember sl. þar sem niðurstöður stýrihóps um endurskoðun leiðbeiningarþjónustunnar á landsvísu kynntar. Framsögu í málinu höfðu formaður BÍ Haraldur Benediktsson og framkvæmdastjóri Eiríkur Blöndal.
Síðasta ár hefur að langmestu leyti snúist um yfirfærslu á verkefnum yfir til nýs fyrirtækis Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og hvernig staðið skuli að þeim verkefnaflutningi. Eitt helst verkefni í því máli er að standa vörð um að þau verkefni sem eftir eru hjá Búnaðarsambandinu og það hafi fjármagn, svo sem af búnaðarlagasamningi.
Vegna þessarra miklu breytinga á tilgangi og verksviði Búnaðarsambandsins, skipaði stjórnin laganefnd, sem rammaði starf Búnaðarsambandsins í 4. gr. lagana. Lagabreytingin verður borin upp á fundinum. Nýafstaðið Búnaðarþing samþykkti að einfalda félagskefið og gera það ódýrara og skilvirkara í hagsmunagæslu fyrir bændur og tryggi virkni þeirra í framtíðinni með því að höfða til þeirra. Í þessari mótunarvinnu er starfshópur að vinna að framtíðarverkefnum búnaðarsambanda og BÍ. Hlutverkin verði skýr og búnaðarfélögin verði virkari svo vilji bænda komist betur á framfæri.
Á árinu voru gildandi búvörusamningar framlengdir um tvö ár og tryggir það starfsumhverfi og svigrúm. Nýr búnaðarlagasamningur var líka undirritaður á árinu og voru gerðar áherslubreytingar á honum með eflingu jarðræktar og endurreisnar Framleiðisjóðs Landbúnaðarins.
Það er ljóst að eignir Búnaðarsambands Suðurlands eru traustur bakhjarl sem við viljum nýta okkur til framdráttar í því starfi sem eigendur okkar óska hverju sinni. Sunnlenskir bændur eiga að halda ótrauðir áfram að þróa okkar vel reknu fyrirtæki og takast á við framtíðina með sókn í huga.

Að lokum vil ég þakka stjórn og starfsfólki Búnaðarsambandsins gott samstarf á árinu sem og bændum. Ekki síst Sveini Sigurmundssyni fyrir hans ötula starf í þágu sunnlenskra bænda.

4. Reikningar BSSL og skýrsla framkvæmdastjóra, Sveins Sigurmundssonar.
Sveinn fór yfir reikninga Búnaðarsambandsins fyrir árið 2012 sem verður minnst sem árs mikilla breytinga. Á svona tímamótum er mikilvægt að horfa fram á við en ekki bara í baksýnisspegilinn. Búnaðarsambandið er öflugt félag með yfir 1500 félagsmenn í 38 aðildarfélögum.
Velta síðasta árs var 136.6 milljónir, en tap fyrir utan fjármagnsliði var upp á 14 milljónir. Að teknu tilliti til þeirra, dótturfélags og skatta er tapið 1 milljón. Ýmsar skýringar eru á því en búnaðargjaldið lækkaði milli ára, eins og framlög frá ríki. Leigutekjur minnkuðu líka milli ára. Seld þjónusta jókst þó og er það aðallega aukning í kynbótasýningum.
Tekjuskipting milli fyrirtækja Búnaðarsambandsins eru að 43% eru frá BSSL, 29% frá Kynbótastöð, 16% frá Stóra-Ármóti 7% frá Bændabókhaldi og 5% frá Sauðfjársæðingastöð.
Sauðfjársæðingastöðin er að velta 13.6 milljónum og hagnaður þar upp á 1.400 þúsund. Sæddar ær voru tæplega 16.000 og fanghlutfall 69%. Við erum stolt af gæðaeftirlitinu og árangur frá stöðinni er góður. Í dag erum við með aðstöðu fyrir 40 hrúta og ekki fráleitt að hugsa um sameiginlegann rekstur á landsvísu. Fyrir fjárbændur er betra að hafa tvær stöðvar, ásóknin í ferska sæðið er það mikil í 10 daga.
Kynbótastöð er með tap upp á 1,3 milljónir en síðustu ár hefur fjarlægðarjöfnun með fjármunum úr búnaðarlagasamningi gert það að verkum að tekjur hafa minnkað. Tillaga er hér að að taka inn gjald fyrir sæðingar á kelfdum kvígum, en það hefur ekki verið hingað til. Bifreiðakostnaður hjá Kynbótastöð er með því lægsta sem gerist, en þar eru teknar inn afskriftir en ekki fjármagnskostnaður. Klaufskurður hefur aukist en en var rekinn með tapi. Skipulagsbreyting var á fríakerfi frjótækna nú um áramót og er almenn ánægja með það meðal þeirra. Sveinn var í nefnd um sameiningu sæðingastarfsemi á landsvísu og fannst hann vera á bremsunni. Það kom þó skýrt fram á aðalfundi LK þegar viðhorfskönnun var kynnt að bændur vilja óbreytt kerfi. Eðlilegt er að aðstoða þau Búnaðarsambönd sem vilja losna undan rekstri sæðinga. Á fundinum er erindi frá Búnaðarsambandi Austur-Skaftfellinga að Kynbótastöðin taki yfir sæðingastarfsemina þar og lýsti Sveinn skoðun sinni á því að við eigum að verða við því. Skipuleggjendur sæðingastarfseminnar mega ekki gleyma að líta sér nær og reyna að ná hagræðingu, en Sveinn hefur þó fulla samúð með þeim sem greiða há sæðingagjöld vegna mikillar fjarlægðar milli búa.
Hagnaður á Stóra-Ármóti er tæpar 6 milljónir og búreksturinn gengur vel. Fáar tilraunir voru á síðasta árin en Grétar Hrafn Harðarson var í ársleyfi. Nýr samningur milli Landbúnaðarháskóla Íslands og Stóra-Ármóts um samvinnu í tilraunastarfi er í bígerð. Rannsókn á átgetu íslensku mjólkurkýrinnar stendur nú yfir. Athuganir á ísáningu með niðurfellingarbúnaði, ísáning með illgresisherfi, jarðræktartilraunir, grastegstilraunir athuganir á áhrifum Stavac bóluefnis á júgurheilbrigði og orsakir dauðfæddra kálfa meðal verkefna sem unið hefur verið að.
Í Bændabókhaldinu eru þær breytingar að Ólafur Þór Þórarinsson er yfir því, ásamt 50% starfshlutfalli hjá RML í þjónustu við DK-búbót, en Skafti Bjarnason fór í 70% starfshlutfall um áramótin. Virðisaukaskattsskýrslur voru gerðar fyrir 111 aðila og framtöl fyrir 182 bú en mun fleiri einstaklinga. Í Bændabókhaldinu eru mörg sóknarfæri sem nýta þarf.
Þá fór Sveinn yfir aðalreikning sambandsins en þar er 515 þús í tap að teknu tilliti til fjármagnsliða og dótturfélags. Helstu lykiltölur úr rekstrarreikningi sýna tekjur upp á 238 milljónir sem er lækkun frá fyrra ári eða úr 250 milljónum. Rekstrargjöld eru rúmar 254 milljónir og rekstrartap upp á 15,5 milljónir. Samkvæmt efnahagsreikningi eru heildareignir 248,1 milljónir en eigið fé í árslok var 218,5 milljónir. Veltufjármunir eru 135,4 milljónir í árslok. Sjóðstreymi sýnir að reksturinn tók 8 milljónir, en gaf 11 milljónir árið á undan. Þess má geta að stofnsjóður Stóra Ármóts ehf. í Auðhumlu er 34 milljónir og er með því hæsta sem gerist. Viðskiptakröfur hækkuðu mikið milli ára vegna þess hversu seint reikningar voru sendir út.
Staðan í dag er sú að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fær rúmar 95 milljónir af tekjum af Suðurlandi. Eitthvað kemur þó til baka með leigu á bílum og húsnæði, en yfirfærsla og endurskipulagning þarf tíma. Í vor verða skráningar kynbótahrossa ekki hér á skrifstofunni en rafrænar skránignar verða tekna upp. Við þurfum þó ekki að örvænta, því eftir stendur rekstur upp á 200 milljónir. Við erum með sterkt fyrirtæki og mörg sóknarfæri. Verkefnin í dag eru rekstur og starfsemi fyrirtækja, félagsleg starfsemi, lögbundin verkefni, úttektir og umsjón jarða- og húsabóta, túnkortagerð, úttekt og eftirlit fyrir Framleiðnisjóð og Bjargráðasjóð.
Framtíðarverkefni er að efla grasrótarstarf sunnlenskra bænda og sóknarfæri gætu falist í fræðsluferðum til kynningar á sunnlenskum landbúnaði. Samstarf við sveitarfélög, fyrirtæki (afurðastöðvar, söluaðila) og stofnanir (RML, LBHÍ og MAST). Kannski afleysingaþjónusta? Útttektir í jarðabóta í öðrum landshlutum.
Vonandi ganga markmið með endurskipulagningu ráðgjafarstarseminnar eftir. Það er eðlilegt að þetta taki tíma, en hef fulla trú að að samvinna og samstarf Búnaðarsambands Suðurlands og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins verði gott í framtíðinni. Bændur fái sérhæfðari og betri ráðgjöf. Búnaðarsamböndin stuðli að samvinnu sín á milli. Að bændum gangi vel og árið verði gott.

5. Umræður um skýrslur og reikninga.
Jökull Helgason Ósabakka, tjáði sig um sæðingar og fannst gott að þar væri jafnræði milli landshluta. Lýsti skoðun sinni á yfirfærslunni yfir í RML sem hann er alfarið á móti. Hann spurði um skipulagið á breytingum (yfir til RML), hverjir fóru fram á þetta og hvers vegna? Er sýnilegur árangur á þessum breytingum?

Elvar Eyvindsson, Skíðbakka velti upp framtíðarhorfum í félagskerfi bænda. Ef Búnaðarsambandið á að starfa áfram þá þarf grasrótarstarfið að vera virkara. Félögin eru meira sem rekstraraðilar um vélar og tæki. Það þarf að efla félagsstarf innan búnaðarfélagana. Bændur þurfa að ræða þetta sín á milli og vera sammála um að gera eitthvað í sínum málum.

Guðbjörg svaraði Jökli að bændur sjálfir hefðu farið fram á þessar breytingar og kom tillaga um það fram á tveimur búnaðarþingum. Hún svaraði einnig Elvari og sagði að búnaðarfélögin eru mis-kraftmikil, en þau þurfa að höndla félaga- og fulltrúalýðræði.

Einar Gestsson Hæli, var sammála fyrri ræðumönnum. Hann fór á formannafund á Stóra-Ármóti og þar kom fram að flestir þar voru frekar á móti þessum breytingum. Þeir búnaðarþingsfulltrúar sem hann talaði við voru á því að þessar breytingar yrðu að ganga eftir. Aðal umræðan hjá bændum í hans félagi var hvaða tæki ætti að kaupa og lækkun búnaðargjalds. Bændur kaupa þá þjónustu sem þeir þurfa sagði hann að lokum.

Erlendur Skarði var kosinn inn í stjórn á síðasta ári og vill bara horfa fram á veg. Varð hissa á að heyra í Jökli varðandi kúasæðingar. Erlendur vildi að við héldum áfram að vera með okkar sæðingarstarfsemi, sem er vel rekin og við viljum ekki taka við skuldum annara. Við kusum fulltrúana á Búnaðarþing og þar með samþykkt þessar breytingar. Hann sagði ennfremur að tillögur fyrir búnaðarþing, ættu að fara fyrir formenn búnaðarfélagana til umræðu og til stuðnings við búnaðarþingsfulltrúana.

Guðbjörg svaraði Erlendi um kúasæðingar og ráðgjöf. Ekki er hægt að setja það undir sama hatt og við verðum að hugsa það að bændur vilja fá betri þjónustu. Bændur á Suðurlandi eru með stór og góð bú og gera kröfu um góða þjónustu. Óbreytt kerfi var ekki í boði. Kúasæðingar eru allt annað mál þar erum við í sókn og hissa á Jökli að vilja þetta á landsvísu.

Matarhlé fundi frestað.

6. Kjörbréfanefnd skilar áliti.
Einar Gestsson, Hæli formaður nefndarinnar tók til máls. Rétt til setu eiga 32 búnaðarfélög, þar af 2 með 2 fulltrúa. Búgreinafélögin 6 eiga rétt á 18 fulltrúum. Kjörbréf eru lesin upp og í ljós kemur að eftirfarandi fulltrúar eru mættir:

Búnaðarfélag Gaulverjabæjarhrepps
Engin fulltrúi

Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps
Sigurfinnur Bjarkarson, Tóftum

Búnaðarfélag Sandvíkurhrepps
Ólafur Kristjánsson, Geirakoti.

Búnaðarfélag Hraungerðishrepps
Baldur Indriði Sveinsson, Litla-Ármóti

Búnaðarfélag Villingaholtshrepps
Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki

Búnaðarfélag Skeiðahrepps
Engin fulltrúi

Búnaðarfélag Gnúpverjahrepps
Einar Gestsson, Hæli

Búnaðarfélag Hrunamannahrepps
Aðalsteinn Þorgeirsson, Hrafnkelsstöðum.
Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum.

Búnaðarfélag Bláskógabyggðar
Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti.
Theódór Vilmundarson, Efstadal.

Búnaðarfélag Þingvallahrepps
Gunnar Þórisson, Fellsenda.

Búnaðarfélag Grímsneshrepps
Björn Snorrason, Björk II.

Búnaðarfélag Grafningshrepps
Enginn fulltrúi

Búnaðarfélag Ölfushrepps
Pétur Guðmundsson, Hvammi.

Búnaðarfélag Eyrabakka
Enginn fulltrúi.

Búnaðarfélag A-Eyjafjallahrepps
Enginn fulltrúi.

Búnaðarfélag V-Eyjafjallahrepps
Ragnar Lárusson, Stóra-Dal.

Búnaðarfélag A- Landeyjarhrepps
Elvar Eyvindsson, Skíðbakka

Búnaðarfélag V-Landeyjarhrepps
Enginn fulltrúi.

Búnaðarfélag Fljótshlíðarhrepps
Páll Eggertsson, Kirkjulæk

Búnaðarfélag Hvolhrepps
Enginn fulltrúi.

Búnaðarfélag Rangárvallahrepps
Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir, Lambhaga

Búnaðarfélag Landmannahrepps
Kristín Ragnheiður Alfreðsdóttir, Austvaðsholti

Búnaðarfélag Holtahrepps
Daníel Magnússon, Akbraut.

Búnaðarfélag Djúpárhrepps
Enginn fulltrúi.

Búnaðarfélag Ásahrepps
Enginn fulltrúi.

Búnaðarfélag Hörgslandshrepps
Björn H. Snorrason, Kálfafelli

Búnaðarfélag Kirkjubæjarhrepps
Þórarinn Bjarnason, Þykkvabæ 1

Búnaðarfélag Álftavers
Gottsveinn Eggertsson, Holti

Búnaðarfélag Leiðvallahrepps
Einar Jónsson, Efri – Steinsmýri

Búnaðarfélag Skaftártungu
Sigurður Ómar Gíslason, Hemru

Búnaðarfélag Hvammshrepps
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Giljum

Búnaðarfélag Dyrhólahrepps
Sigurjón Eyjólfsson, Eystri- Pétursey.

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu
Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti.
Jökull Helgason, Ósabakka 1

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Erlendur Ingvarsson, Skarði
Oddný Steina Valsdóttir, Butru
Baldur Björnsson, Fitjamýri.

Félag sauðfjárbænda í V-Skaftafellssýslu
Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri

Loðdýraræktarfélag Suðurlands
Stefán Guðmundsson, Ásaskóla

Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Helgi Eggertsson, Kjarri.
Bjarni Þorkelsson, Þóroddsstöðum
Sigríkur Jónsson, Syðri-Úlfsstöðum
Þuríður Einarsdóttir, Oddgeirshólum.
Ólafur Þórisson, Miðkoti

Félag kúabænda á Suðurlandi
Elín B. Sveinsdóttir, Egilsstaðakoti.
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ.
Samúel U. Eyjólfsson, Bryðjuholti
Ólafur Helgason, Hraunkoti.
Guðbjörg Jónsdóttir, Læk

Mættir eru 42 fulltrúar.

Álit kjörbréfanefndar er samþykkt samhljóða.

7. Ávörp gesta,
Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands tók til máls. Sigurgeir fór yfir starfsemi BÍ og kynnti stjórnarmenn. Sigurgeir fór yfir málefni nýafstaðins Búnaðarþings, þar voru málefni er varðar vinnuvernd og heilsuvernd meðal bænda ofarlega á baugi. Þá var einnig farið yfir endurskoðun á félagskerfi bænda einkum í ljósi mikilla breytinga á ráðgjafastarfseminni.
Sigurgeir sagði einnig frá málefnum er varða innflutning á hráu kjöti og bráðabirgðaniðurstöðu EFTA varðandi það. Sigurgeir sagði að þetta væri aðeins bráðabirgðaniðurstaða og að sérfræðingar halda því fram föstum fetum að talsverð hætta sé á smiti í dýr og menn með innflutningi á hráu kjöti. Sigurgeir sýndi fundarmönnum glæru er sýnir að notkun sýklalyfja sé langminnst á Íslandi. Sigurgeir fór einnig yfir tollamál þ.e. tolla á innflutt matvæli en samtök verslunar og þjónustu hafa talað mjög fyrir afnámi þeirra. Samtökin hafa virt að vettugi athugasemdir við rangfærslur þess málstaðar. Sigurgeir sagði að verndartollar væru víða í heiminum til verndar landbúnaði við mismunandi aðstæður, t.d. er varðar fæðuöryggi. Sigurgeir sagði frá landbúnaði í Danmörku og í Noregi en í Danmörku eru engir tollar og landbúnaðurinn býr við mikið frelsi en í Noregi eru tollar á innflutt matvæli. Niðurstaðan er sú að rekstur búa í Noregi er talsvert betri en í Danmörku.

Næstur tók til máls Karvel Lindberg framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Hann fór yfir það hvernig fyrirtækið fór af stað og með hvaða hætti. Upphafið var samþykkt á Búnaðarþingi þar sem ákveðið var að stofna sameiginlega ráðgjafaþjónustu í kjölfar þess að lækka skyldi búnaðargjaldið. Markið með stofnun RML er það að allir bændur landsins hafi jafnan aðgang að ráðgjöf og leiðbeiningum hvar sem þeir væru staðsettir. Karvel sagði frá staðsetningu ráðgjafanna og kynnti stjórn RML. Karvel sagði frá uppbyggingu RML og hvernig fjármögnun starfseminnar væri háttað. Þá kynnti hann þau verkefni sem framundan væru hjá RML og sagði bændum að þeir ættu að verða sem minnst varir við breytingar nema þá hellst til batnaðar.

8. Tillaga laganefndar, Guðmundur Stefánsson
Guðmundur kynnti laganefndina, en auk hans starfa í nefndinni þeir Þorfinnur Þórarinsson og Bjarni Jónsson, en nefndin var skipuð í janúar af stjórn Búnaðarsambandsins. Hlutverk nefndarinnar var að endurskoða lög Búnaðarsambandsins til samræmis við breytta starfshætti. Semja nýjan lagatexta þar sem felld voru út ákvæði um ráðunautaþjónustu og skerpt á öðrum hlutverkum.

9. Samningur um ráðstöfun búnaðargjalds, Guðbjörg Jónsdóttir
Guðbjörg kynnti greinargerð þá sem send fjallar um ráðstöfun búnaðargjalds, þessa greinargerð eru menn búnir að fara vel yfir og hvetur menn til að samþykkja tillöguna.

10. Tillögur frá stjórn BSSL
Guðbjörg kynnti næst tillögur um hækkun árgjalds til Búnaðarsambandssins og beiðni Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga um yfirtöku á kúasæðingum. Hún hvatti fundarmenn til að samþykkja þessar tillögur einnig.

11. Nefndarskipan
Sveinn Sigurmundsson lagði til að nefndirnar yrðu 3 sem hér segir; Allsherja- og framtíðarnefnd formaður Pétur Valdimar Guðjónsson, laganefnd formaður Ragnar M. Lárusson og fjárhagsnefnd formaður Elín Bjarnveig Sveinsdóttir.

12. Nefndir hefja störf.

Kaffihlé

13. Kosningar í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands
Kjósa skal um tvo stjórnarmenn og tvo í varastjórn úr Vestur-Skaftafellssýslu. Kosningar aðal- og varamanna eru aðskildar.

Niðurstöður kosninga – aðalmenn Vestur-Skaftfellinga
Jón Jónsson var kjörinn með 40 atkvæðum, auðir seðlar voru 1

Niðurstöður kosninga – varamenn Vestur-Skaftfellinga
Tillaga kom um að Sigurjón Eyjólfsson yrði áfram til vara.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

14. Tillögur lagðar fram frá nefndum – umræður og afgreiðsla.

Tillaga nr. 1 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17. apríl 2013, veitir stjórn BSSL fulla heimild til að ganga frá samkomulagi um skiptingu búnaðargjalds í samræmi við bréf frá Bændasamtökum Íslands dagsettu 19. febrúar 2013 og ályktun nr. 34 frá Búnaðarþingi 2013 um sama mál.

Greinargerð:
Búnaðargjald búnaðarsambanda og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf.
Nú stendur yfir endurskipulagning leiðbeiningaþjónustu í landinu í þeim tilgangi að mæta breyttum aðstæðum, efla og bæta þjónustuna og hagræða í rekstri. Endurskipulagningin byggist á stefnumótun búnaðarþinga 2011 og 2012 sem og aukabúnaðarþings árið 2012. Leiðbeiningaþjónusta í landbúnaði hefur verið sameinuð á landsvísu með stofnun einkahlutafélagsins Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. (RML), sem er að fullu í eigu Bændasamtaka Íslands. Þessar breytingar á leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði eru grundvallaðar á breytingum á búnaðarlögum. Meginmarkmið breytinganna eru að allir bændur landsins eigi kost á sambærilegri ráðgjöf án tillits til búsetu eða búgreinar. Með breytingunum er einnig stefnt að því að tryggja hagkvæma nýtingu opinberra fjármuna. Skipting búnaðargjalds milli Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda og búgreinafélaga hefur m.a. verið grundvölluð á verkefnum sem viðkomandi aðilar sinna. Með þeirri grundvallarbreytingu sem hefur átt sér stað við yfirfærslu leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins frá búnaðarsamböndunum og Bændasamtökum Íslands verður óhjákvæmilega breyting á skiptingu búnaðargjalds. Tekjur af búnaðargjaldi hafa að stórum hluta runnið til verkefna sem eru beinlínis leiðbeiningaþjónusta eða nátengd slíkri þjónustu við bændur. Stór hluti verkefna bæði Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambandanna hafa því verið flutt yfir í hið nýja félag. Hins vegar er ljóst að Bændasamtök Íslands og búnaðarsamböndin munu áfram sinna tilteknum lögboðnum verkefnum og því réttlætanlegt að ákveðinn hluti búnaðargjaldsins verði eftir hjá þeim. Samkvæmt framansögðu eru forsendur skiptingar búnaðargjalds breyttar og þarf ný tillaga að skiptingu bæði að miðast við nýtt skipulag leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði en auk þess þarf hún að samræmast niðurstöðum Lagastofnunar Háskóla Íslands.

Um hlutfallslega skiptingu búnaðargjalds milli Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda, búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs er fjallað í viðauka við lög nr. 84/1997, um búnaðargjald. Viðaukinn er svohljóðandi, sbr. lög nr. 120/2005, um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997:


Afurðir

Bændasamtök
Íslands

Búnaðar-
sambönd

Búgreina-
samtök

Bjargráða-
sjóður


Alls

Nautgripaafurðir

0,35

0,50

0,30

0,05

1,20

Sauðfjárafurðir

0,40

0,50

0,15

0,15

1,20

Hrossaafurðir

0,40

0,40

0,35

0,05

1,20

Svínaafurðir

0,15

0,10

0,65

0,30

1,20

Alifuglakjöt

0,15

0,10

0,20

0,75

1,20

Egg

0,15

0,10

0,75

0,20

1,20

Kartöflur, rófur

0,35

0,10

0,60

0,15

1,20

Grænmeti, blóm

0,35

0,10

0,75

0,00

1,20

Grávara

0,40

0,10

0,70

0,00

1,20

Æðardúnn

0,40

0,10

0,55

0,15

1,20

Skógarafurðir

0,35

0,10

0,75

0,00

1,20

Lagt er til að búnaðarsamböndin haldi eftir 7,5 punktum (0,075) af hverri búgrein en það sem umfram er renni til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. og verði þar ráðstafað til þess að reka leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og skyld verkefni. Lagt er til að fyrirkomulag við ráðstöfun búnaðargjalds verði þannig að Bændasamtök Íslands, sem verður áfram viðtakandi búnaðargjalds frá Fjársýslu ríkisins, og hvert og eitt búnaðarsamband geri samning um framsal búnaðargjalds sem fer umfram áður nefnda 7,5 punkta. Bændasamtökin munu þá halda eftir því sem umfram er og ráðstafa þeim fjármunum til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. en ráðstafa áður nefndum 7,5 punktum til búnaðarsambandanna. Þá er lagt til að Bændasamtökin leggi RML til 10 punkta af þeim búgreinum sem taka þátt í skýrsluhaldi innan skýrsluhaldsgrunna BÍ, þ.e. nautgriparækt, sauðfjárrækt og hrossarækt. Af öðrum greinum leggi Bændasamtökin til RML 15 punkta (0,15). Þó haldi BÍ aldrei minna en 5 punktum (0,05) búnaðargjalds fyrir hverja búgrein. Stuðst verður við framangreint fyrirkomulag við hlutfallslega skiptingu tekna af búnaðargjaldi strax árið 2013. Um framangreinda ráðstöfun búnaðargjalds þurfa Bændasamtök Íslands og búnaðarsamböndin að gera samning, formsins vegna, en eins og áður hefur komið fram verður stuðst við fyrirkomulagið nú á árinu 2013. Það er ljóst að ákvæði laga um búnaðargjald hefðu þurft endurskoðunar við, samhliða breytingum á búnaðarlögum sem alþingi hefur þegar samþykkt. Samkvæmt lögum er búið að leggja niður tvískiptingu á leiðbeiningaþjónustu, á landsvísu og héraðsþjónustu. Mikilvægt er að uppfylla ákvæði og skyldur búnaðarlaga og verður því að hafa þennan hátt á. Leiðbeiningaþjónustuskyldunni er nú létt af búnaðarsamböndum og því ekki um að ræða að búnaðargjaldi verði ráðstafað til hennar. Áhersla er enn lögð á að þetta fyrirkomulag á skiptingu fjármuna verði til endurskoðunar, í síðasta lagi eftir fyrsta starfsár, en þá verður að skoða alla þætti í samhengi, svo sem leigu fyrir aðstöðu RML, á móti skiptingu tekna og annara liða. Sala á þjónustu mun hins vegar ráða mestu um framtíðarskiptingu á fjármunum. Breyting á lögum um búnaðargjald mun því verða markvissari er líður á árið.

Tillagan samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 2 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17.apríl 2013 leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar Kynbótastöðvar Suðurlands fyrir árið 2013 verði sæðingagjöld kr. 2.000,- á kú og kelfda kvígu.

Orðið gefið laust um tillöguna. Spurt var um það hvort gjaldið ætti kelfda kvígu eftir heimanaut eða sæðingar. Upplýsingar úr forðagæsluskýrslum notaðar
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 3 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17.apríl 2013 samþykkir að árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands verði, alls kr. 1.500,- á félagsmann.

Orðið gefið laust um tillöguna. Engin hvað sér hljóðs.
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 4 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17.apríl 2013 samþykkir að þóknun aðalfundarfulltrúa miðist við sem svarar tvöföldum dagpeningum ríkisstarfsmanna. Það er kr. 19.840,-

Orðið gefið laust um tillöguna. Engin hvað sér hljóðs.
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 5 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17.apríl 2013 samþykkir að laun stjórnarmanna verði kr. 17.010,- (sem er kr. 10.000 framreiknað með launavísitölu frá apríl 2005) fyrir hvern stjórnarfund auk dagpeninga og aksturs samkvæmt ríkistaxta. Formaður fái tvöföld laun og dagpeninga á við aðra stjórnarmenn auk aksturs. Formaður fái að auki eingreiðslu sem nemur kr. 283.235,- (sem er kr. 150.000 framreiknað með launavísitölu frá árinu 2003).

Orðið gefið laust um tillöguna. Engin hvað sér hljóðs.
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 6 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17.apríl 2013 samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2013
Orðið gefið laust um tillöguna. Engin hvað sér hljóðs.
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 7 frá allsherjarnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu, Höfðabrekku 17.apríl 2013 samþykkir að Búnaðarsambandið leggi aukna áherslu á að sambandið sé samnefnari búgreinana og svæðisins útávið. Með breyttri starfsemi þarf að leggja meiri áherslu á jákvæða ímynd og gildi landbúnaðarins útávið. Efla þarf félagslega innviði betur á næstu árum og gera kröfu um að öll félög haldi aðalfund á hverju ári. Hugsanlega setja lágmark á félagafjölda.
Orðið gefið laust um tillöguna.
Guðbjörg Jónsdóttir lýsti ánægju sinni með fram komna tillögu.
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 8 frá allsherjarnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu, Höfðabrekku 17.apríl 2013 lýsir yfir stuðningi sínum við átak í öryggis og vinnuvernd sem BÍ hefur kynnt. Telur fundurinn nauðsynlegt að styðja við þessa viðleitni í slysavörnum.
Orðið gefið laust um tillöguna. Engin hvað sér hljóðs.
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 9 frá allsherjarnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17. apríl 2013, samþykkir að Kynbótastöð Suðurlands taki yfir kúasæðingar í Austur-Skaftafellssýslu frá og með áramótum 2013-2014

Greinargerð: Búnaðarsambandi Suðurlands hefur borist erindi frá aðalfundi Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga þar sem óskað var eftir því að Kynbótastöð Suðurlands tæki yfir kúasæðingar á svæðinu frá og með næstu áramótum. Um er að ræða 13 framleiðendur með alls um 500 kýr. Starfssvæðið kemur til með að ná frá Hnappavöllum í vestri til Grænahrauns í austri. U.þ.b. 100 km vegalengd. Langflestar kýrnar eru í Nesjum og á Mýrum.
Orðið gefið laust um tillöguna. Engin hvað sér hljóðs.
Tillagan var borin upp til samþykktar og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 10 frá laganefnd
Tillaga um breytingar á lögum Búnaðarsambands Suðurlands 2013

1.gr.
Búnaðarsamband Suðurlands er samband búnaðar- og búgreinafélaga sem starfa að einhverju eða öllu leyti í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu. Það er aðili að Bændasamtökum Íslands. Heimili og varnarþing þess er á Selfossi.
Nái starfssvæði aðildarfélags inn á starfssvæði annars búnaðarsambands skal leitað eftir samstarfssamningi við það.

2.gr.
Aðild að Búnaðarsambandinu geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar, sem þess óska og stunda búrekstur í atvinnuskyni, enda séu þeir félagar í búnaðar- eða búgreinafélagi, sbr.1. gr
Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda búrekstur í eigin nafni eða annarra. Undir búrekstur fellur hverskonar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi fari hún fram á lögbýlum:
Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda, framleiðsla, úrvinnsla og þjónusta.
Einstaklingar sem félagar eru í fleiri en einu aðildarfélagi skulu tilnefna eitt þeirra sem sitt aðalfélag, sem þar með ber ábyrgð á aðild þeirra. Samkvæmt því skal Búnaðarsambandið halda skrá yfir aðildarfélög sín og samræmda félagaskrá yfir alla félagsmenn þeirra. Sú félagaskrá er jafnframt félagaskrá Búnaðarsambandsins.

3. gr.
Tilgangur Búnaðarsambandsins er að vera heildarsamtök sunnlenskra bænda og vera í forsvari fyrir sunnlenskan landbúnað.
Efla hvers konar framfarir í landbúnaði, gæta hagsmuna og auka hagsæld þeirra sem landbúnað stunda.
Að framfylgja á hverjum tíma gildandi löggjöf um íslenskan landbúnað í samstarfi við þá aðila sem annast framkvæmd slíkra laga.

4. gr.
Búnaðarsambandið hyggst ná tilgangi sínum með því að:
a) Vera í forsvari fyrir sunnlenskan landbúnað, koma fram fyrir hans hönd og annast kynningu á honum og standa vörð um hagsmuni sunnlenskra bænda.
b) Reka ýmis konar þjónustu fyrir bændur, eftir því sem þörf er fyrir á hverjum tíma.
c) Styðja hvers konar félagslega starfsemi í héraðinu sem stuðlar að framförum í landbúnaði.
d) Annast miðlun fróðleiks og kynningarefnis eftir því sem henta þykir á hverjum tíma.
e) Vera tengiliður aðildarfélaganna og félagsmanna við Bændasamtök Íslands. Sjá um kosningu til Búnaðarþings og önnur þau hlutverk sem kveðið er á um í samþykktum Bændasamtaka Íslands.
f) Annast ýmis konar umsóknir, eftirlit, umsjón, úttektir og vottun eftir því sem lög og reglur kveða á um.
g) Sjá um rekstur þeirra fyrirtækja sem eru í eigu Búnaðarsambandsins og annast eignir þær, sem eru innan vébanda þess.

5.gr.
Heimilt er Búnaðarsambandinu að innheimta árgjald af félögum. Skal þá hvert aðildarfélag standa skil á greiðslu þess í samræmi við fyrirliggjandi félagaskrá samkv. 2.gr. Árgjald Búnaðarsambandsins er ákveðið á aðalfundi sambandsins hverju sinni fyrir næsta ár. Gjöldum þessum skal skilað fyrir 1. desember ár hvert ásamt félagatali.
Reikningssár Búnaðarsambandsins er almanaksárið.

6. gr.
Stjórn Búnaðarsambandsins skal skipuð fimm mönnum. Formaður, varaformaður, ritari og tveir meðstjórnendur. Kosnir skulu jafnmargir til vara. Stjórn og varastjórn skal þannig skipuð: Úr Vestur-Skaftafellssýslu einn stjórnarmaður, úr Rangárvallasýslu tveir og úr Árnessýslu tveir. Stjórnarmenn og varamenn þeirra skulu kosnir til þriggja ára, þannig að Árnesingar skulu kosnir eitt árið, Rangæingar annað árið og Vestur-Skaftfellingar hið þriðja.
Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kosnir til tveggja ára í senn og tveir til vara. Skoðunarmaður reikninga skal eigi starfa lengur en sex ár í senn.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Hún ræður framkvæmdastjóra, er sér um daglegan rekstur sambandsins, reikningshald og ráðningu starfsfólks í samráði við stjórn sambandsins.

7.gr.
Aðalfundur Búnaðarsambandsins skal haldinn árlega, eigi síðar en í júní-mánuði. Skal boða til hans með minnst hálfsmánaðar fyrirvara.
Á aðalfundi eiga sæti kjörnir fulltrúar félaga sem aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands hefur samþykkt sem aðildarfélög.
Hvert aðildarfélag á rétt á fulltrúum sem hér segir:
Þar sem félagatal er allt að 60, einn fulltrúa.
Þar sem félagatala er 61-120, tvo fulltrúa.
Þar sem félagatala er 121-180, þrjá fulltrúa.
Þar sem félagatala er 181-240, fjóra fulltrúa, o.s.frv.

Auk kjörinna fulltrúa eiga stjórn sambandsins og framkvæmdastjóri þess málfrelsi og tillögurétt, svo og allir félagsmenn aðildarfélaga. Atkvæðisrétt hafa aðeins kjörnir fulltrúar. Þó skal enginn fara með nema eitt atkvæði.
Aðalfundur er lögmætur ef helmingur kjörinna fulltrúa er mættur ásamt meirihluta stjórnar sambandsins. Afl atkvæða ræður úrslitum. Þó þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða á lögmætum aðalfundi til þess að lagabreytingar hljóti löglega afgreiðslu, enda hafi tillaga að lagabreytingu verið send út með fundarboði.
Auka fulltrúafund skal halda ef meirihluti stjórnar eða einn þriðji hluti kjörinna fulltrúa krefst þess.
8. gr.
Á aðalfundi skal stjórnin leggja fram til umræðu og afgreiðslu:
1. Reikninga sambandsins fyrir undanfarið ár, áritaða af skoðunarmönnum, ásamt félagaskrá skv. 2. gr.
2. Skýrslu um starfsemi sambandsins undanfarið ár.
3. Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi reikningsár.
4. Kjósa trúnaðarmenn samkvæmt 6. grein.

9. gr.
Stjórn Búnaðarsambandsins er heimilt að kjósa heiðursfélaga. Hvorki aðalfundur né aðrir opnir fundir eru ályktunarfærir um kjör heiðursfélaga. Fjölda heiðursfélaga skal stilla mjög í hóf. Við kjör heiðursfélaga skal afhenda heiðursskjal undirritað af stjórnarmönnum sambandsins. Heiðursfélögum skal boðið að taka þátt í öllum hátíðarfundum sambandsins. Þeir skulu einnig boðaðir á aðalfund sambandsins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

10. gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar þau hafa verið samþykkt af aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands, undirrituð af stjórn og staðfest af Bændasamtökum Íslands.
Orðið var gefið laust um tillögur laganefndar. Engin hvað sér hljóðs um lögin.
Tillögurnar bornar upp til samþykktar.
Meðferð fundarins. Tillagan samþykkt samhljóða.

15. Reikningar bornir undir atkvæði.
Reikningur BSSL fyrir 2013 samþykktir samhljóða með handauppréttingu.

16. Önnur mál
Helga Sigurðardóttir starfsmaður búnaðarsambandsins kom upp og kynnti fyrir fundarmönnum nýja heimasíðu sambandsins og hvernig breytingar yrðu gerðar á henni. Hún biðlaði einnig til bænda að koma með ábendingar varðandi efni og eða efnistök fyrir síðuna, eins ef eitthvað þarf að bæta og eða laga. Erindi Helgu fagnað með lófaklappi.

Bjarni Þorkelsson, Þóroddsstöðum kom upp og sló á létta strengi varðandi erindi Sveins Sigurmundssonar. Fór hann með vísu sem varð til vegna orðalags og stafsetninga
Hagur bænda brattur rís
Bráðum fer úr klaki
Sunnlendingar sá nú ís
-sorgir eru að baki
(sorgir eru búksorgir/búsorgir)

Jón Jónsson, Prestsbakka kom upp og þakkaði stuðning en ræddi um að tengsl vantaði milli grasrótar og aðalfundar Búnaðarsambandsins og kallaði eftir því að formannafundir yrðu haldnir með þetta í huga.

Daníel Jónsson, Akbraut kom upp og saknaði þess að sjá ekki á heimasíðum tölur úr nautgriparæktarfélögum eftir deildum. Þá sagði hann að bændur væru velkomnir heim til sín til skoðunar á nýju fjósi.

Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum tók undir með Daníel að heimsóknir til bænda væru af hinu góða og það myndi þjappa þeim saman.

Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti, kom upp og tók undir orð Erlendar og Jóns um að auka þyrfti starfsemi búnaðarfélagana.

Guðmundur Stefánsson, Hraungerði kom með innlegg í fræmarkað og að gras- og grænfóðurblöndur hafa ekki viðurkenndar tegundir. Hvernig er hægt að þrýsta á birgjana að koma með blöndur með viðurkenndum tegundum. Hann vildi líka fá samskiptahlekk inn á heimasíðuna svipaðan og „kýrhausinn“ á naut.is.

Helga Sigurðardóttir svaraði þeim fyrirspurnum sem komu varðandi heimasíðuna og munu allar hugmyndir verða skoðaðar gaumgæfilega.

17. Fundarslit.
Fundarstjóri, dró saman og þakkaði góðan fund og gaf Guðbjörgu Jónsdóttur formanni orðið. Hún ítrekaði að formannafundur væri vettvangur til að nýta betur og skyldi skoðað fyrir næsta búnaðarþing. Guðbjörg þakkaði laganefnd, fundarstjóra, fundarmönnum og starfsmönnum og sleit fundi.

Fundið slitið kl: 17.03
Helga Sigurðardóttir.

back to top