Aðalfundur BSSL 2012

104. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands
Haldinn 18. apríl.2012 að Heimalandi.

1. Fundarsetning, Guðbjörg Jónsdóttir formaður.
Guðbjörg Jónsdóttir setti fundinn og bauð fulltrúa, starfsmenn og gesti velkomna. Hún gerði það að tillögu að Ragnar Lárusson, Stóra-Dal stýrði fundi og Helga Sigurðardóttir starfsmaður Búnaðarsambandsins ritaði fundargerð.

2. Skipan kjörbréfanefndar, Guðbjörg Jónsdóttir formaður.
Guðbjörg Jónsdóttir bar upp tillögu um skipan kjörbréfanefndar; Baldur I. Sveinsson, Litla-Ármóti. Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti og Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum. Tillagan samþykkt.

3. Skýrsla stjórnar, Guðbjörg Jónsdóttir formaður.
Á starfsárinu voru haldnir voru sjö stjórnarfundir. Á síðasta aðalfundi sem haldinn var á Selfossi urður engar breytingar á stjórninni.
Þegar eldgosið í Grímsvötnum hófst síðast liðið vor, var ekki allri vinnu við úttektir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli lokið. Fyrri reynsla og fumlausari vinnubrögð viðbragðsaðila og ráðgjafa var dýrmætt veganesti að þessu sinni, þó að ekkert eldgos sé eins og óvissan ætíð sú sama. Þessi auka vinna hefur skapa mikið álag á starfsfólk Búnaðarsambandsins og skal það þakkað hér sérstaklega. Þetta álag hefur einnig valdið röskun á öðrum verkefnum og hafa bændur sýnt því skilning sem ber að þakka.
Verkefnin á árinu voru auk hefðbundinna starfa að setja aukinn þrótt í starfsemina á Stóra-Ármóti og vinna við að móta framtíð leiðbeiningarþjónustunnar.
Tekist hefur að endurreisa tilraunanefnd á Stóra-Ármóti og hefur LBHÍ nú mótað stefnu til framtíðar varðandi tilraunastarfið sem verður kynnt hér á fundinum.
Leiðbeiningarþjónustan er nú kostuð af búnaðarlagasamningi, búnaðargjaldi og seldri þjónustu. Það liggur fyrir að búnaðarlagasamningurinn sem er samningur við ríkisvaldið um ákveðin verkefni rennur út í árslok 2012. Gerð hefur verið krafa af ríkisins hálfu að gerð verði breyting á núverandi fyrirkomulagi til hagræðingar og að ekki verði gerður samningur á sömu nótum og áður. Lagt hefur verið mat á lögmæti innheimtu búnaðargjaldsins og það liggur fyrir að ekki er unnt að nýta það nema að takmörkuðu leiti í þá starfsemi sem að gjaldið rennur til í dag.
Á síðasta Búnaðarþingi var svo mótuð sú stefna að sameina alla leiðbeiningarþjónustu á landsvísu. Framundan eru því óvissu tími fyrir starfsfólk og þau fyrirtæki sem standa að þessari þjónustu nú, en allt kapp er lagt á að línurnar skýrist sem fyrst og óvissu verði eitt. Það er líka framundan tími óvissu í starfsumhverfi landbúnaðarins, skammur tími er eftir af þeim búvörusamningum sem í gildi eru og tollvernd okkar framleiðsluvara er ógnað.
Þetta eru líka spennandi tímar til að móta þjónustuna frá grunni og taka undir stefnumótun búgreinafélaganna um sérhæfðari þjónustu, en um leið að skapa spennandi starfsumhverfi fyrir okkar ráðgjafa.
Að lokum vil ég þakka stjórn, starfsfólki og bændum gott samstarf á árinu og þá sérstaklega Sveini Sigurmundssyni framkvæmdarstjóra.

4. Reikningar BSSL og skýrsla framkvæmdastjóra, Sveins Sigurmundssonar.
Sveinn fór yfir rekstrarreikning og efnahagsreikning fyrir Búnaðarsambandið í heild og síðan fór hann yfir hvert fyrirtæki fyrir sig. Helstu lykiltölur úr rekstrarreikningi sýna tekjur upp á 251 milljónir sem er veruleg aukning frá fyrra ári eða úr 223 milljónum. Rekstrargjöld eru tæpar 246 milljónir og rekstrarhagnaður 5,3 milljónir. Að teknu tilliti til fjármagnsliða og dótturfélags er hagnaðurinn 9,5 milljónir. Samkvæmt efnahagsreikningi eru heildareignir 248,8 milljónir en eigið fé í árslok var 218.8 milljónir. Veltufjármunir eru 138 milljónir í árslok. Veltufé frá rekstri var 11,7 milljónir á móti 1,7 milljóna tapi fyrra ár. Búnaðarsambandið er með veltuaukningu um 24 milljónir og hagnað fyrir utan fjármagnsliði upp á 11,4 milljónir. Lokaniðurstaðan er svo hagnaður um 13,3 milljónir þegar fjármagnsliðir, dótturfélag og tekjuskattur hefur verið tekinn inn. Hagnaðurinn skýrist einkum af tvennu. Framlög vegna mikils kostnaðar út af gosinu í Eyjafjallajökli árið á undan og leiðrétting á búnaðargjaldi í lok árs. Eignir Búnaðarsambandsins eru miklar sérstaklega þegar Stóra-Ármót er tekið með þá eru eignirnar stórlega vanmetnar, þó erfitt sé að meta það til fulls. Spurning hvernig tryggingarmálum er háttað hjá svona stóru fyrirtæki sem á þetta miklar eignir. Til að átta sig á stöðu Búnaðarsambandsins verður að skoða hvert fyrirtæki fyrir sig.
Staða Sauðfjársæðingastöðvarinnar er vel ásættanleg. Velta er rúmar 13 milljónir og tap upp á 280 þúsund. Viðhald og endurbætur á girðingum sem var gjaldfært upp á 1,6 milljónir.
Markmiðið þar er hversu lág geta sæðingagjöldin verið svo þátttakan verði næg. Aukning var í útflutningi á sæði, ekki er þó víst að áframhald verði á því vegna mikils rannsóknarkostnaðar og árangur er ekki nógu góður. Geitasæðingar voru aðeins á okkar könnu. Einnig var gert kynningarmyndband af stöðinni sem kom vel út.
Kynbótastöðin kemur lakast út af fyrirtækjunum. Heildargjöld tæpar 81 milljónir og tap 4,4 milljónir. Húsnæðið í Þorleifskoti var allt málað að utan og bílaplön löguð. Kostnaður við það nam 2,4 milljónum og var gjaldfærður. Klaufskurðurinn var niðurgreiddur um milljón og svo hækkaði bifreiðakostnaður um 2,5 milljónir Hækkun er því fyrirsjáanleg á sæðingagjöldum til að hægt sé að reka fyrirtækið á núlli. Tillalaga hér á fundi um hækkun á sæðingagjöldum og klaufskurði svo hægt verði að ná meira upp í kostnað, en í dag erum við með lægstu gjaldskrána á landinu.
Á Stóra-Ármóti var hagnaður ársins um 3 milljónir. Matarholur eru þar t.d. vegna heita-vatnsins. Endurvakin tilraunanefnd og stefna á að hún eflist með þátttöku bænda. Það hefur ekki verið mikill kraftur í tilraunastarfinu upp á síðkastið en Jóhannes Sveinbjörnsson mun kynna tilraunaáætlun næstu ára á fundinum. Mjög góður árangur er varðandi fóðrun kúa á Stóra-Ármóti, en tilraunir þar hafa sýnt fram á að mögulegt er að nýta meira innlent bygg til fóðurs en talið var.
Bændabókhaldið veltir rúmum 20 milljónum. Nú var hagnaður upp á 900 þúsund á móti 900 þúsund króna tapi árið á undan. Gjaldskráin var óbreytt og þvi verður þessi breyting ekki skýrð öðruvísi en að afköst hafi aukist.
Grímsvatnagosið síðastliðið vor fór inn í þá vinnu sem var unnin í kjölfar gosins í Eyjafjallajökli. Afleysingaþjónusta fyrir bændur á svæðinu er enn og er styrkt af MS. Bjargráðasjóður er búinn að greiða tæpar 24 milljónir, þó er ekki allt búið. Enn er mikil aska yfir svæðinu og margt sem á eftir að skoða þar.
Framundan eru svo kynbótasýningarnar sem verða með breyttu sniði og fróðlegt að sjá hvernig það kemur út að hafa sýningarröðina Hafnarfjörður, Selfoss, Hella og enga sýningu í Víðidal. Einnig er vinna við endurútgáfu á Sunnlenskum byggðum og DVD disknum Í dagsins önn, með ensku tali.
Breyting á ráðgjafaþjónustu Búnaðarsambandsins yfir til BÍ er í farvatninu. Ágúst Þorbjörnsson er hér á fundinum, en hann var ráðinn til að leiða þessar breytingar. Ráðgjöfin fer til BÍ og þjónusta hjá Búnaðarsambandinu. Samlegðaráhrif minnka milli fyrirtækja og hrossabændur t.d. munu finna fyrir breytingu varðandi sýningargjöld. Sum Búnaðarsambönd munu kannski segja af hverju erum við að skilja eitthvað eftir en setja ekki allt til BÍ en það er mikill mismunur á eignum sambandana. Vonast er til að þetta gangi vel og þessi breyting leiði til betri þjónustu og að ráðunautar muni geta einbeitt sér að ráðgjöf en séu ekki á kafi í þjónustuhlutverki.
Spurningin er hvernig vilja bændur sjá Búnaðarsambandið í farmtíðinni, framundan eru miklar breytingar og vonandi komum við vel þar út.

5. Umræður um skýrslur og reikninga.
Fundarstjóri gaf því næst orðið laust og hvatti fundarmenn til að taka til máls.

Bjarni Þorkelsson, Þóroddsstöðum spurði hvað Sveinn ætti við með þetta innskot varðandi tryggingar.

Þórir Jónsson, Selalæk vill spyrja að því af hverju eru ekki fleiri í nefnd sem er að móta tillögur um breytingu á ráðgjafaþjónustunni.

Ólafur Þ.Gunnarsson, Giljum vildi spyrja hvernig Búnaðarsambandið fylgist með sínum peningum í bankanum, þ.e. þeir peningar sem eru í sjóðum. Hversu oft er staðan skoðuð einu sinni ár ári eða oftar.
Sveinn svaraði fyrst vegna trygginga, en tryggingapakki Búnaðarsambandsins er um 2 milljónir, sem betur fer er lítið um tjón og því sáralítið sem kemur til baka í formi tjónabóta. Fyrirtæki sem hafa sterka eiginfjárstöðu ættu að hugsa sinn gang gagnvart smærri tryggingum.

Sveinn svaraði varðandi bankana, en Sauðfjársæðingastöðin og Kynbótastöðin eru hjá Arionbanka, en Búnaðarsambandið er hjá Landsbankanum. Sjóðirnir fóru ekki vel í hruninu LÍ tapaði um 30% en Arion um 10% Fundur með Landsbankanum í sumar leiddi í ljós að þeir tóku ekki rétta stefnu í fjárfestingasjóðum sínum.

Guðbjörg svaraði Þóri varðandi nefndaskipan. Hún sat í milliþinganefnd sem vann að tillögu varðandi breytingu á leiðbeiningaþjónustunni, í nefndinni var mikið til sama fólkið og situr nú í stýrihópnum, en það er auk hennar þau Guðný Helga Björnsdóttir, Sigurður Eyþórsson og Haraldur Benediktsson.

6. Ávörp gesta,
Fyrstur til máls tók Eiríkur Blöndal sem bar fundinum kveðju stjórnar BÍ. Hann byrjaði á að segja frá Búnaðarþingi sem starfaði nú undir merkjunum „Áfram íslenskur landbúnaður.“ Markmiðið er að merkja mál sem varða bændur og leiðir til að vinna að hag þeirra. BÍ er ekki að leggja árar í bát heldur horfir til framtíðar og vill efla það sem innlent er. Landbúnaður hefur einn atvinnugreina fjölgað störfum, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. BÍ er fyrirtæki í þjónustu landbúnaðarins og vill að bændur standi saman að uppbyggingu landbúnaðarklasa, sem samanstendur af þjónustufyrirtækjum sem sinna bændum, svo sem vélasalar, fóðursalar, afurðasalar, bankar, ofl. Stefnumörkun Búnaðarþings um nýja sýn á landbúnað kallar á breytingar. Ályktun um félagskerfið og framtíð búnaðargjalds. Það er búið að endurskoða umhverfi búnaðargjalds og á Alþingi átti að leggja fram tillögu nú á vorþingi um breytingu á búnaðargjaldinu, en það frestast fram á haust. Sigurður Líndal lagaprófessor fór yfir lögmæti búnaðargjalds og það er ekki ólöglegt. Að minnsta kosti ekki sá hluti sem fer til leiðbeiningaþjónustu, hagþjónustu og Bjargráðasjóðs.
Ríkið vill fara að gera nýjan búnaðarlagasamning, en áður en það verður gæti þurft að breyta lögum. Við gerð nýs samnings er farið yfir reynslu á þessum samningi og ef kafað er dýpra eins og á heimasíðu matvælaöryggisstofnunar, þá er matvælavísitalan búin að vera ansi há lengi. Íslenskur landbúnaður á að líta á það sem sóknarfæri og fara að framleiða meira. Að lokum óskaði Eiríkur mönnum áframhaldandi velgengni í störfum í þágu íslensks landbúnaðar.
Stefán Geirsson, frá samtökum ungra bænda þakkaði fyrir gott boð og byrjaði á að vitna í Íslandsljóð eftir Einar Benendiktsson skáld. Félag ungra bænda á Suðurlandi var stofnað 2010, enda er sagt að ekki megi koma saman þrír bændur án þess að úr því verði stofnað félag. Félagsmálin þurfa stundum að fá forgang frá plægingum og öðrum verkum til að efla samstöðu meðal stéttarinnar. Félagið ætlar í sumar að taka þátt í Sunnlenska sveitadeginum og efla sýnileika ungra bænda. Félagskapur sem þessi er góður vettvangur til að fræðast og stilla saman strengi ungliða í landbúnaði. Ungbændamál eru málefni allra bænda því allir bændur eru einhvern tíman ungir. Stefán endaði á orðum úr Íslandsljóði Einars Benediktssonar skálds „Trúðu á sjálf þíns hönd en undur eigi.“

Matarhlé fundi frestað.

7. Kjörbréfanefnd skilar áliti.
Baldur Indriði Sveinsson, Litla-Ármóti, formaður nefndarinnar tók til máls. Rétt til setu eiga 32 búnaðarfélög, þar af 2 með 2 fulltrúa. Búgreinafélögin 6 eiga rétt á 18 fulltrúum. Kjörbréf eru lesin upp og í ljós kemur að eftirfarandi fulltrúar eru mættir:

Búnaðarfélag Gaulverjabæjarhrepps
Þorsteinn Ágústsson, Syðra-Velli
Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps
Enginn fulltrúi
Búnaðarfélag Sandvíkurhrepps
Ólafur Kristjánsson, Geirakoti.
Búnaðarfélag Hraungerðishrepps
Baldur Indriði Sveinsson, Litla-Ármóti
Búnaðarfélag Villingaholtshrepps
Bjarni Pálsson, Syðri-Gróf
Búnaðarfélag Skeiðahrepps
Jón Vilmundarson, Skeiðháholti.
Búnaðarfélag Gnúpverjahrepps
Enginn fulltrúi
Búnaðarfélag Hrunamannahrepps
Aðalsteinn Þorgeirsson, Hrafnkelsstöðum.
Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum.
Búnaðarfélag Bláskógabyggðar
Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti.
Theódór Vilmundarson, Efstadal.
Búnaðarfélag Þingvallahrepps
Gunnar Þórisson, Fellsenda.
Búnaðarfélag Grímsneshrepps
Björn Snorrason, Björk II.
Búnaðarfélag Grafningshrepps
Enginn fulltrúi
Búnaðarfélag Ölfushrepps
Pétur Guðmundsson, Hvammi.
Búnaðarfélag Eyrabakka
Enginn fulltrúi.
Búnaðarfélag A-Eyjafjallahrepps
Enginn fulltrúi.
Búnaðarfélag V-Eyjafjallahrepps
Ragnar Lárusson, Stóra-Dal.
Búnaðarfélag A- Landeyjarhrepps
Karel Geir Sverrisson, Seli
Búnaðarfélag V-Landeyjarhrepps
Ágúst Rúnarsson, Vestra-Fíflholti.
Búnaðarfélag Fljótshlíðarhrepps
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti
Búnaðarfélag Hvolhrepps
Enginn fulltrúi.
Búnaðarfélag Rangárvallahrepps
Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir, Lambhaga
Búnaðarfélag Landmannahrepps
Sigurður Sæmundsson, Skeiðvöllum
Búnaðarfélag Holtahrepps
Daníel Magnússon, Akbraut.
Búnaðarfélag Djúpárhrepps
Enginn fulltrúi.
Búnaðarfélag Ásahrepps
Egill Sigurðsson, Berustöðum.
Búnaðarfélag Hörgslandshrepps
Jón Jónsson, Prestsbakka.
Búnaðarfélag Kirkjubæjarhrepps
Eyþór Valdimarsson, Ásgarði
Búnaðarfélag Álftavers
Margrét Harðardóttir, Mýrum
Búnaðarfélag Leiðvallahrepps
Enginn fulltrúi
Búnaðarfélag Skaftártungu
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Ljótarstöðum
Búnaðarfélag Hvammshrepps
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Giljum
Búnaðarfélag Dyrhólahrepps
Sigurjón Eyjólfsson, Eystri- Pétursey.
Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu
Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti.
Sævar Bjarnhéðinsson, Arnarholti
Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Erlendur Ingvarsson, Skarði
Oddný Steina Valsdóttir, Butru
Baldur Björnsson, Fitjamýri.
Félag sauðfjárbænda í V-Skaftafellssýslu
Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri
Loðdýraræktarfélag Suðurlands
Steinn Logi Guðmundsson, Neðri-Dal
Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Sveinn Steinarsson, Litlalandi
Helgi Eggertsson, Kjarri.
Bjarni Þorkelsson, Þóroddsstöðum
Sigríkur Jónsson, Syðri-Úlfsstöðum
Þuríður Einarsdóttir, Oddgeirshólum
Félag kúabænda á Suðurlandi
Þórir Jónsson, Selalæk.
Elín B. Sveinsdóttir, Egilsstaðakoti.
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ.
Samúel U. Eyjólfsson, Bryðjuholti
Ólafur Helgason, Hraunkoti.

Mættir eru 43 fulltrúar.

Álit kjörbréfanefndar er samþykkt samhljóða.

8. Sameining ráðgjafaþjónustunnar, Guðbjörg Jónsdóttir formaður.
Umræður um endurskoðun á ráðgjafaþjónustunni hafa verið í umræðunni árum saman bæði á Búnaðarþingi og formannafundum búnaðarsambandana. Nú er meiri þungi í málinu eftir samþykkt Búnaðarþings, sérstaklega vegna óvissu um tekjustofna. Í stefnumörkun Landsambands sauðfjárbænda og Landsambans kúabænda er gerð krafa um meiri sérfræðiþjónustu við bændur, en meira er um að erlendir rágjafar komi til landsins til að sinna ráðgjöf í sérhæfðari verkefnum.
Miklar breytingar eru búnar að vera á þessum rúmum 100 árum sem ráðgjafaþjónusta hefur starfað. Ályktun frá Búnaðarþingi 1931, skilgreindi héraðsráðunauta og landsráðunauta. Árið 1948 eru 10 héraðsráðunautar og búnaðarmálasjóðsgjald sett á. Árið 1965 er búnaðarmálasjóðsgjaldið 0.5% og ríkið greiðir 65% af launum ráðunauta og fjöldi frjáls. Eftir 1980 er stöðugt dregið úr framlögum og árið 1982 setti ríkið þak á ferðakostnað. Árið 1998 eru sett ný búnaðarlög og nýr búnaðarlagasamningur með ákvæðum um a.m.k. þrjá ráðunauta á hverri leiðbeiningarstöð. Árið 2010 skerðing til Framleiðnisjóðs skert um 90% en alltaf reynt að vernda störfin. Á Búnaðarþingi 2011 er milliþinganefnd sett á laggirnar til að vinna að endurskoðun á ráðgjafaþjónustunni og vinna að ályktun sem sett er fram á Búnaðarþingi 2012. Markmið ályktunarinnar er að efla þurfi faglegan styrk og auka hagkvæmni leiðbeiningarþjónustunnar í landbúnaði. Sameina ráðgjafaþjónustu búnaðarsambandana og Bændasamtaka Íslands í eina rekstrareiningu. Að bændum standi til boða sama þjónusta og að sömu gæðum óháð búsetu og búgrein. Aðlaga þjónustuna að þörfum bænda og nýta fjármuni sem best. Auka faglegt samstarf ráðunauta og nýtingu mannafla og gera ráðgjafastörfin eftirsóknaverð. Eftirlaunaskuldbindingar eru mjög íþyngjandi og nema þær um 85 milljónum króna. Stefnan er að þær skuldbindingar sem tengjast ráðgjafaþjónustunni verði fjármagnaðar sameiginlega eða samið um að þær fari til hins opinbera við endurnýjun samnings.
Verkefnisstjórn á þessu nýja verkefni er í höndum Framsækni ehf. Ágúst Þorbjörnsson er nýr verkefnastjóri og er hans undibúningsvinna þegar hafin. Fyrstu skref er hringferð um landið og samtal við starfsfólk, stjórnendur og bændur á viðkomandi svæðum. Markmið að Ágúst hitti sem flesta sem tengjast búnaðarsamböndunum. Annar hluti í þessu aðlögunarferli er að skilgreina form og umfang rekstrar, fara yfir tækjabúnað og aðstöðumál, upplýsingatækni og samvinnu við séttarfélag en stefnan er að vinna þennan hluta í verkefnahópum.
Þetta er mikilvægt tækifæri til að efla ráðgjafaþjónustu í landinu og við getum tekið þátt í því. Við eigum að hafa áhrif á ferlið frekar en að láta skipa okkur fyrir, vera á vettvangi og vekja athygli á hvaða árangri er hægt að ná með samstarfi, bænda, ráðunauta og afurðastöðva. Grundvallaratriði að við ætlum ekki að þjappa starfinu sama í Reykjavík. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er tilbúinn í viðræður um nýjan samning og meginútlínur að honum gætu verið tilbúnar í haust. Þá er hægt að ráða í skipulagningu og ráðningu ráðunauta, ekki áætlað að fækka ráðunautum. Búnaðarsamböndin eru búin að ráða sína nefnd og í henni sitja Haraldur Benediktsson, Sveinn Ingvarsson og Eiríkur Blöndal,
Verkefnið er rétt að hefjast en fyrir liggur stefna Búnaðarþings sem er skýr og miklir möguleikar framundan.

Orðið laust

9. Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri gaf orðið laust.
Erlendur Ingvarsson, Skarði bar fram spurninguna, af hverju erum við að fara þessa leið? Það hlýtur að vera að hagræða og spara og í hverju liggur sparnaðurinn. Við þekkjum af mörgum sameiningum að ekki hefur alltaf verið mikill hagur fyrir bændur. Hann beindi líka spurningu til Eiríks Blöndal, BÍ og vildi vita af hverju BÍ hefði ekki sent fulltrúa á ráðstefnu á Bifröst um stöðu landbúnaðarins, sem Neytendasamtökin og Háskólinn á Bifröst stóðu fyrir, en BÍ hunsaði þessa ráðstefnu en Landsamtök Kúabænda og Landsamtök Sauðfjárbænda komu vel út úr þessum fundi.

Þórir Jónsson, Selalæk. Margt bendir til að við náum mikilli hagræðingu með að hafa aðgang að þjónustu á landsvísu. Við slökum ekki á þjónustu sem við viljum fá af ráuðunautum. Í nýju félagi minnkar hlutur af opinberu fé og seld þjónusta eykst. Í nýju fyrirtæki ætti að vera fullt starf fyrir þrjá ráðunauta í fóðurleiðbeiningum á landsvísu. Hægt að byggja upp sameiginlegan vettvang á einu símkerfi. Hlyntur því að við fara í þetta verkefni en þjónustan á ekki að minnka, við mótum línuna en verðum ekki sporgöngumenn.

Einar Þorsteinsson, Sólheimahjáleigu. Gaman að heyra að BSSL gengur vel og var starfsmaður þess í 42 ár. Hef verið á aðalfundum í tæpa hálfa öld, þetta er stærsta mál sem hefur verið fjallað um á þessum vetvangi. Framfarir hafa verið mikla í kynbótum á þessum árum og vert að fara varlega í þessar breytingar. Getur verið gott fyrir dreifðari byggðir, en spyr bara á ekki að fara með þetta mál til grasrótarinnar. Þakkaði Búnaðarsambandnu fyrir allan þann tíma sem hann hefur fengið að vera starfsmaður og félagsmaður. Á þessu tímabili hafa verið tveir leiðtogar hjá Búnaðarsambandinu fyrst Hjalti Gestsson og síðan Sveinn Sigurmundsson. Hann ítrekaði að við eigum að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Leiðbeiningarþjónustarn fer í hringi og spurning hvort það sé alltaf hagur í næsta skrefi.

Ólafur Gunnarsson, Giljum. Markmiðið með þessum tillögum er að ná frumkvæði í samningum við ríkisvaldið. Við hjá Búnaðarsambandinu búum við góða þjónustu hjá okkar ráðunautum, þegar þetta verður eitt fyrirtæki þá vilja allir búa við sömu þjónustu og við hér.

Egill Sigurðsson, Berustöðum. Í þessu gríðarlega stóra máli sem við erum að fara í er markmiðið að ná fram hagræðingu og sparnaði. Við spyrjum af hverju geta hlutirnir ekki verið eins og þeir eru, við sáum tekjuskiptinguna hér áðan. Hvernig lenda menn þessu máli varðandi rekstur á leiðbeiningarþjónustunni og líka hvernig á að reka félagskerfið. Ég tek undir að tímaramminn er mjög þröngur. Menn verða að spyrja gagnrýnna spurninga og hvernig við sjáum þetta kerfi í framtíðinni. Búnaðarþing samþykkti þetta, ég var einn af þeim og ég skynjaði ótta hjá minni svæðum, sem óttuðust að Sunnlendingar ætluðu að taka þetta yfir og skipuleggðu á sínum forsendum. Búnaðarlagasamning verður að lenda vel til að búvörusamningur náist sem bændur geti sætt sig við. Við erum lang öflugasta sambandið innan BÍ og við eigum að taka frumkvæði í þessu máli. Erfitt að fara inn í næsta starfsár ef við höfum engan samning og ekkert búnaðargjald. Einar Þorsteinsson minntist á að við förum í hringi og vel má vera að það sé svo. Félagsaðild mun minnka ef skylduaðild verður ekki lengur og margt sem þarf að skoða í þessu og spyrja okkur gagnrýnna spurninga. Það verður vonandi upplýsandi fundur í sumar um frumniðurstöður frá Ágústi um málefni tengd leiðbeiningarþjónustunni. Breytingar eru alltaf erfiðar og best að þær taki sem styðstan tíma.

Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti. Gríðarlega stórt mál og okkur bændum er alltaf illa við breytingar. Ríkið hefur ekki verið tilbúið að fjalla um nýja samninga. Í minni héruðum er ráðunauturinn ekki alltaf að sinna bændum á öllum sviðum. Við eigum ekki að missa þjónustu, í dag eru 11 landsráðunautar og 6 af þeim úti á landi. Gamalt kerfi og tækninni hefur mikið fleygt fram og við verðum að fylgja þróuninni, ef við viljum fá nýjan búnaðarlagasamning. Förum af stað og reynum að fá betri samning og förum áfram.

Sigurður Sæmundsson, Skeiðvöllum. Þegar formaðurinn tilkynnti þetta eins og útför, kistulagning hefur farið fram og jarðarförin auglýst síðar. Í svona rekstri er þörf að draga saman og með minni pening er yfirleitt ekki fleiri tækifæri. Hvatningarorð til þeirra sem eiga að semja um þessi ósköp. Til samningamanna: Þið þurfið að standa vel á verði.

Óttar Bragi Þráinsson. Við eigum að fara á reka byggðastefnu og það bitnar á okkur á þessu svæði, kemur við budduna okkar. Frjálsir peningar inn í þessa búgrein koma ekki.

Elín B. Sveinsdóttir. Egilsstaðakoti. Það er ekkert sem segir að við megum ekki setja búnaðargjaldið í ráðunautaþjónustu en félagskerfið er í skoðun. Ekki sunnlendingar sem biðja um þessa breytingu, en við viljum nýta það starfsfólk sem tengist ráðgjöf á landsvísu. Frekar stefnan að flytja fólkið út á land en að færa fólk til Reykjavíkur. Í okkar valdi að semja við ríkið og fyrst og fremst krafa frá okkur um að leggja búnaðargjaldið niður og þá hvernig á að gera það.

Guðbjörg Jónsdóttir, svaraði Erlendi, við erum að selja þessa hugmynd. Lykillinn að þessu er aukin tækni, ráðunautar geta verið staddir hvar sem er. Staðsetningin skiptir ekki máli og byggðastefna er það sem skiptir okkur máli. Við viljum halda byggð í landinu. Höfuðatriði að þjónusta bændur sem best. Framtíðin hvernig ætlum við að mæta henni.

Eiríkur Blöndal, sagði að markmiðið sé hagræðing og sparnaður sem á að leiða til betri þjónustu við bændur. Ráðunautar hér á landi eru að gera góða hluti og má til marks um það upplýsa að danskir bændur eru mun skuldsettari en íslenskir. Það eru margir ánægðir með það sem við höfum en aðrir telja að við getum gert betur. Ef við förum í ríkiskassann og biðjum um peninga þá þurfum við að vera með nákvæma lýsingu á því sem við ætlum að gera við peninginn. Það má leysa úr læðingi mjög mikinn kraft og spennandi að sjá hver stefnan verður eftir hringferð Ágústar um landið. Ráðunautar fáir og ekki skylda að flytja ráðunauta á annan stað, ekki sama stefna og í Noregi, þar sem starf er auglýst á viðkomandi stað og ráðunauturinn verður að setjast þar að.
Eiríkur svaraði Erlendi varðandi ráðstefnu á Bifröst um framtíð landbúnaðar. Við fáum ógrynni af fyrirspurnum um þátttöku BÍ í ýmsum ráðstefnum. Þið verðið að treysta okkur fyrir því hverjum við tökum þátt í og hverju við sleppum. Nálgunin þarna var slík að það var eins og BÍ færi að halda ráðstefnu um verslun og þjónustu, en ekki framtíð landbúnaðarins. Það var meginástæða fyrir að BÍ tók ekki þátt í þessari ráðstefnu.

10. Samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands og BSSL um tilraunastarf á Stóra-Ármóti, Jóhannes Sveinbjörnsson LbhÍ.
Tilraunastarf LbhÍ er á nokkrum stöðum á landinu. Jóhannes lagði áherslu á að Stóra-Ármót yrði framtíðar tilraunarstaður í nautgriparækt, enda eini staðurinn þar sem hægt er að gera ítarlegar fóðurtilraunir. Samstarf við Búnaðarsambandið er gott á því sviði og möguleikarnir miklir. Þeir tilraunastaðir sem nú eru í notkun eru, Korpa á jarðræktarsviði, á Möðruvöllum er líka jarðrækt en þar var áður líka nautgriparækt. Á Hvanneyri er jarðrækt og fjós sem notað er aðallega til kennslu en lítið til rannsókna. Hestur hefur svo verið burðarás í sauðfjárrækt í áratugi.
Jóhannes fór yfir verkefni síðustu ára. Má þar fyrst nefna verkefnið hraustar kýr en þar á að kanna aukna sjálfbærni í fóðrun mjólkurkúa, aðal ávinningurinn af því verkefni er að fá betri og markvissari nýtingu á heimaöfluðu byggi. Það kom fram að það hefur ekki neikvæð áhrif á kýrnar þó þær séu fóðraðar með svona miklu byggi.
Næsta verkefni er júgurhreysti og í því verkefni kannað áhrif Startvac® bóluefnisins á júgurheilbrigði. Í því verkefni verður fylgst með tíðni júgurbólgu, frumutölu einstaklinga og tíðni sýktra spena í upphafi og lok rannsóknar. Þar koma fram að bólusetning gegn júgurbólgu er ekki eins góður valkostur og væntingar stóðu til.
Verkefnið kvígur 24 miðar að rannsókn á áhrifum mismunandi fóðursamsetningar á vöxt og þroska kálfa og kvígna. Þar er markmið að finna heppilegustu samsetningu til fullnýtingar á vaxtagetu gripanna á hverjum tíma, svo að þær séu nógu þroskaðar til að bera 24 mánaða gamlar. Í dag eru margir bændur að láta kvígurnar bera um 28 mánaða gamlar og má ætla að með því að stytta tímann geti íslenskir kúabændur grætt umtalsveðar fjárhæðir. Í verkefninu kvígur 24 er líka könnuð áhrif þess að kálfar hafi frjálsan aðgang að sýrðri mjólk.
Að lokum fór Jóhannes yfir hugmyndir um framtíðaráform. Í NorFor er unnið mikið starf til að meta átgetu kúnna en það er mikilvægt að hún sé sem réttast metin. Þá er mikilvægt að bera saman mismunandi próteingjafa, því þar er mikið framboð í gangi. Tilraunastarfinu stendur fyrir þrifum að þar vantar mannskap til að vinna þetta starf. Það vantar nýtt fólk til að sinna rannsóknum, í dag eru bara tveir sem eru með fóðurrannsóknir. Mastersnemar ættu að geta komið þar inn í og hjálpað til, bæði í fóður- og jarðræktarrannsóknum. Erum að auka menntun og mikilvægt að tengja leiðbeiningamiðstöðvarnar við rannsóknir og hjálpast að við að kynna niðurstöður. Í dag eru niðurstöður birtar í ýmsum ritum sem má nálgast á greinasafni landbúnaðarins á netinu. Opinn dagur á Stóra-Ármóti er líka góð leið til að kynna niðurstöðurnar. Það er nauðsynlegt að efla samstarf milli rannsóknamanna og ráðunauta og samvinna þar á milli er nauðsynleg ekki síst til að efla kynningu á niðurstöðum. Markmið með tilraunavinnu sem þessari er að gera ráðgjöf til bænda skilvirkari og markvissari.

11. Umræður og fyrirspurnir
Þórir Jónsson, Selalæk telur ekki hörgul á peningum en mannahallæri. Fagnar að LbhÍ skuli ætla að gera betur í tilraunastarfinu.

Ólafur Helgason, Hraunkoti. Þakkar erindið en kom á óvart hversu margar tilraunir hafa verið gerðar og spurði hvort ekki vantað að kynna niðurstöðurnar betur.

Elín B. Sveinsdóttir, Egilsstaðakoti spurði hvort einhverjar tilraunir væru komnar á lokastig?

Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti bað um leiðbeiningar hvernig hægt væri að nálgast tilraunaniðurstöður á netinu.

Jóhannes Sveinbjörnsson ræddi um að það vantaði fólk, mikið er um að þegar fólk kemur úr námi skilar það sér ekki í rannsóknastörfin. Það mætti kynna tilraunirnar betur og hægt er að fara inn á lbhi.is eins og hann sýndi fundargestum.

12. Kosningar, til búnaðarþings.
Egill Sigurðsson, Berustöðum, kynnti lög um kosningu. Enginn listi og eru því allir í kjöri. 7 nöfn má setja á listann. Fyrst er kosið um aðalmenn, síðan varamenn í annari umferð.
Egill Sigurðsson gefur kost á sér til setu á Búnaðarþingi.
Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum kynnti sig og bauð sig fram til setu og gerði grein fyrir sér. Hann býr sauðfjárbúi ásamt konu sinni Birnu. Þau eru nýbyrjuð með ferðaþjónustu.
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ gefur kost á sér til setu á Búnaðarþingi. Hefur setið í félgasráði FKS og er kúabóndi. Hefur ekki setið á Búnaðarþingi, hefur þó verið í ýmsum félagsmálum. Andstæðingur inngöngu í ESB og þar vantar að skýra hvers vegna við erum á móti.
Þórir Jónsson Selalæk, gefur kost á sér til setu á Búnaðarþingi. Býr félagsbúi með Bjarna bróður sínum frá 1976
Guðbjörg Jónsdóttir, Læk, býður sig fram til setu á Búnaðarþing, er í varstjórn BÍ. Bóndi að Læk í Flóa. Hún skilaði líka kveðju frá Elvari Eyvindssyni, Skíðbakka sem gefur líka kost á sér til setu á Búnaðarþingi.
Stefán Geirsson Gerðum í Flóahreppi, býður sig fram til setu á Búnaðarþingi. Býr félagsbúi með foreldrum sínum frá 2008. Vill standa vörð um hagsmuni sunnlenskra bænda.
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti. Hefur verið á Búnaðarþingi sl. 3 kjörtímabil. Býður sig fram til endurkjörs á Búnaðarþingi.
Ágúst Rúnarsson V-Fíflholti. Hefur verið á Búnaðarþingi sl. ár og vill gefa kost á sér áfram.
Helgi Eggertsson, Kjarri. Gefur ekki kost á sér til setu á Búnaðarþingi og bað þess sama fyrir Hrafnkel Karlsson, Hrauni.
Gunnar Eiríksson, Túnsbergi býður sig fram til setu á Búnaðarþingi.
Oddný Steina Valsdóttir, Butru. Býr sauðfjárbúi og er með nautaeldi ásamt manni sínum Ágústi Jenssyni og vill bjóða sig fram til setu á Búnaðarþingi.

Nefndir hefja störf.

Kaffihlé

13. Nefndarskipan.
Sveinn Sigurmundsson, kynnti tillögur lagði fram þá tillögu sem kom fram á fundinum og hvatti menn til að koma með tillögur. Nefndirnar verða 5, allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd, sauðfjárnefnd, nautgripanefnd og hrossaræktarnefnd. Hann lagði til að Elín B. Sveinsdóttir yrði formaður fjárhagsnefndar og Egill Sigurðsson formaður allsherjarnefndar. Hann hvatti menn til að fara í þær nefndir sem þeir hefðu áhuga á, en menn yrðu ekki skipaðir í nefndir.

14. Niðurstöður Búnaðarþingskosninga
Aðalmenn
Guðbjörg Jónsdóttir, Læk 33 atkvæði
Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum 32 atkvæði
Oddný Steina Valsdóttir, Butu 31 atkvæði
Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi 28 atkvæði
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti 27 atkvæði
Þórir Jónsson, Selalæk 25 atkvæði
Stefán Geirsson, Gerðum 24 atkvæði

Varamenn
Egill Sigurðsson, Berustöðum 28 atkvæði
Ágúst Rúnarsson, Vestra-Fíflholti 32 atkvæði
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ 32 atkvæði
Elvar Eyvindsson, Skíðbakka 29 atkvæði
Sigurður Sæmundsson, Skeiðvöllum 6 atkvæði
Erlendur Ingvarsson, Skarði 7 atkvæði
Ragnar M. Lárusson, Stóra-Dal 5 atkvæði

15. Kosningar í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands
Kjósa skal um tvo stjórnarmenn og tvo í varastjórn úr Rangárvallasýlsu. Kosningar aðal- og varamanna eru aðskildar.
Egill Sigurðson, Berustöðum kom í pontu, hann fékk ekki brautargengi til setu á Búnaðarþingi og lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til setu í stjórn Búnaðarsambandsins.
Fundarstjóri, Ragnar M. Lárusson, biður um fundarhlé þegar Egill hafði gert grein fyrir ákvörðun sinni. Rangæingar ráða ráðum sínum í fundarherbergi.
Hléi lýkur. Egill Sigurðsson gerir grein fyrir tillögu Rangæinga, sem er að Ragnar M. Lárusson verði áfram aðalmaður Rangæinga í stjórn og Erlendur Ingvarsson bætist við. Þessi tillaga lögð fyrir fundinn en fundarmenn eru algerlega óbundnir í leynilegri kosningu.

Niðurstöður kosninga – aðalmenn Rangæinga
Ragnar M. Lárusson, Stóra-Dal: 36 atkvæði
Erlendur Ingvarsson, Skarði: 33 atkvæði
Oddný Steina Valsdóttir, Butru: 4 atkvæði
Þórir Jónsson, Selalæk: 3 atkvæði
Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti: 2 atkvæði
Sigurður Sæmundsson, Skeiðvöllum: 1 atkvæði

Niðurstöður kosninga – varamenn Rangæinga
Erlendur Ingvarsson, Skarði kemur í pontu og þakkar það traust sem honum er sýnt og gerir að tillögu sinni að Sigurður Sæmundsson, Skeiðvöllum, og Karel Geir Sverrisson, Seli, verði kjörnir varamenn. Kosning fór þó þannig:
Oddný Steina Valsdóttir: 27 atkvæði
Sigurður Sæmundsson: 17 atkvæði
Kosning um skoðunarmenn reikninga
Ólafur Kristjánsson, Geirakoti hefur lokið 6 ára kjörtímabili. Baldur I. Sveinsson, Litla-Ármóti stingur upp á Theódóri Vilmundarsyni, Efsta-Dal og Hrafnkatli Karlssyni, Hrauni. Skoðunarmenn samþykktir með lófaklappi af fundinum. Tillaga um varamenn samþykkt með lófaklappi: Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ og Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Egilsstaðakoti.
Guðbjörg Jónsdóttir, Læk stingur upp á aðal endurskoðanda, Halldóri Arasyni Deloitte, sem samþykktur var með lófaklappi.

16. Tillögur lagðar fram frá nefndum – umræður og afgreiðsla.
Formaður fjárhagsnefndar Elín B. Sveinsdóttir, Egilsstaðakoti bar upp tillögur nefndarinnar:

Tillaga nr. 1 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2012
Tillagan samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 2 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar Kynbótastöðvar Suðurlands fyrir árið 2012 verði sæðingagjöld kr. 1.600,- á kú.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 3 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir óbreytt árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands, alls kr. 1.000,- á félagsmann.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 4 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir að þóknun aðalfundarfulltrúa miðist við sem svarar tvöföldum dagpeningum ríkisstarfsmanna. Það er kr. 19.400,-
Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillaga nr. 5 frá fjárhagsnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir að laun stjórnarmanna verði kr. 10.000,- (kr. 16.166) fyrir hvern stjórnarfund auk dagpeninga og aksturs samkvæmt ríkistaxta og framreiknað með vísitölubreytingum samkvæmt grunni í launavísitölu í apríl 2005. Formaður fái tvöföld laun og dagpeninga á við aðra stjórnarmenn auk aksturs. Formaður fái að auki eingreiðslu sem nemur kr. 150.000,- (kr. 269.181) miðað við árið 2003 sem framreiknast með launavísitölu.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Tillögur allsherjarnefndar voru næst lagðar fram. Egill Sigurðsson, Berustöðum, bar
upp tillögur frá allsherjarnefnd.
Egill fylgdi tillögu 6 úr hlaði með nokkrum orðum og umræðu um framgang málsins á komandi misserum og þá vinnu sem þegar hefur farið fram.

Tillaga nr. 6 frá allsherjarnefnd.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 telur tímabært að endurskoða fyrirkomulag leiðbeiningaþjónustunnar, en telur æskilegt að málið fái lengri tíma til undirbúnings og meiri kynningu meðal bænda.
Fundurinn beinir því til Búnaðarsambandsins að taka forystu í þessu máli með þarfir sunnlenskra bænda að leiðarljósi.
Tillagan samþykkt samhljóða

Samúel í Bryðjuholti taldi að ekki mætti geyma málið of lengi heldur og vinna bæri það hratt.
Baldur I. Sveinsson, benti á forystuhlutverk Búnaðarsambandsins í krafti stærðar sinnar og Stóra-Ármóts. Húsnæði til staðar o.fl. o.fl. Skoraði á Guðbjörgu að standa fast og þétt að þessu máli.
Egill Sigurðsson sagði ljóst að hinn almenni bóndi yrði að geta haft áhrif á feril og þróun málsins. Góð leið til að hleypa grasrótinni að þróun málsins.

Tillaga nr. 7 frá allsherjarnefnd.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012
skorar á Vegagerðina að sinna betur endurnýjun gamalla girðinga, reiðvega og ristahliða meðfram og við stofnbrautir.

Bjarni Þorkelsson kemur með tillögu um að reiðvegum verði bætt inn í tillöguna. Það gert.
Tillagan samþykkt samhljóða með áorðinni breytingu Bjarna.

Frá hrossaræktarnefnd
Sveinn Steinarsson kom í pontu og ræddi sýningagjöld hrossa, möguleg lækkun ef skráning verður meira sjálfvirk inn á sýninguna. Aðrar umræður í hrossaræktarnefnd snúast um kostnað við sjálfa yfirlitssýninguna samanborið við heildarsýningu, lagði þá spurningu fyrir Svein.
Sveinn Sigurmundsson taldi ljóst að vera þyrfti á varðbergi gagnvart kostnaðarþáttum sem kostur er. Kostnaður er einfaldlega mikill enda langir vinnudagar og sérhæft starfsfólk. Sveinn ræddi kostnaðarniðurstöðu síðasta árs þar sem fram kom að 3.000,- kr vantaði upp á hvert hross til að allt sýningahaldið í heild gæti staðið undir sér.

Frá sauðfjárræktarnefnd
Fanney Ólöf Lárusdóttir kom í pontu. Fimmtán manns voru í nefndinni. Engin tillaga lá fyrirfram fyrir nefndinni. Rætt var um skýrsluhald, almenn ánægja er með störf nýs landsráðunautar (sem ráðinn var tímabundið) og yfirferð hans í skýrsluhaldsmálum. Hauststörfin voru rædd i þaula. Rætt um ástæður minnkandi þátttöku í sæðingum, einkum í Vestur-Skaftafellssýslu. Rætt var um hrútaval og fl. Almenn sátt var um störf Búnaðarsambandsins en engar tillögur komu fram.

Frá nautgriparæktarnefnd
Þórir Jónsson, gerði grein fyrir umræðum í nefndinni. Rætt var um tilraunastarfið á Stóra-Ármóti og fram komu jákvæðar hugmyndir um eflingu þess. Margir nefndarmenn munu hafa verið áhugasamir um innblöndun nýs erfðaefnis í stofninn. Þórir lýsti ánægju nefndarmanna með námskeiðahald síðastliðinn vetur s.s. námskeið um fjósbyggingar.
Stefán Geirsson kom í pontu og bætti við frá umræðu nefndarinnar um blautvigt og þurrvigt skrokka. Samkvæmt umræðum rýra sláturhúsin vigt bænda að ósekju, samkvæmt áliti kjötiðnaðarmanns. Enn fremur taldi Stefán að nefndarmenn hefðu alls ekki verið á eitt sáttir um innflutning nýs erfðaefnis.

17. Reikningar bornir undir atkvæði.
Reikningur BSSL fyrir 2011 samþykktir samhljóða með handauppréttingu.

18. Önnur mál
Fundarstjóri opnar fyrir önnur mál. Tekur orðið sjálfur og þakkar Agli Sigurðssyni
fyrir farsælt samstarf á vettvangi Búnaðarsambandsins. Bauð Erlend Ingvarsson velkominn til starfa.

Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum, bað um orðið. Þakkaði auðsýnt traust til sín, kjörinn á búnaðarþing. Óskaði öðrum kjörnum fulltrúum til lukku og þakkaði Agli og fleirum fyrir vel unnin störf. Lýsti áhyggjum sínum af saufjársæðingum í V-Skaftafellssýslu. Þátttaka í sæðingum hefur þar verið í frjálsu falli. Nefndi deyfð meðal bænda, óánægja með þá hrúta sem í boði eru. Taldi að í þessum efnum væru menn þó að skjóta sig í fótinn með því að taka ekki þátt í þessu starfi. Gerði það að tillögu sinni að þetta mál yrði sérstaklega kannað. Sagðist sjálfur hafa notað sæðingarnar mikið. Lýsti ýmsum tilraunum á sínu búi í tengslum við sæðingar.

Sveinn Sigurmundsson bað um orðið. Ræddi þátttöku í sæðingum í V-Skaftafellsýslu. Taldi árangurinn að sæðingunum þó ótvíræðan. Þakkaði Agli Sigurðssyni kærlega fyrir vel og vasklega unnin störf. Nefndi nokkra eldri stjórnarmenn. Breytingar framundan eru í farvatninu hjá Búnaðarsambandinu. Við þurfum að vinna sem best úr þessari stöðu. Miklar breytingar á fulltrúum bænda til Búnaðarþings en 5 af 7 fulltrúum eru nýjir á Búnaðarþingi. Jákvætt að sjá auðsýndan áhuga fólks á því að starfa að hagsmunamálum bænda.

Guðbjörg Jónsdóttir bauð nýjan stjórnarmann velkominn til starfa. Sagði stórt skarð að fylla enda Egill geysiöflugur og traustur félagi. Bauð alla nýkjörna fulltrúa velkomna til starfa. Þakkaði Sveini Ingvarssyni sérstaklega vel unnin störf.

Egill Sigurðsson, taldi ákvörðun sína rökrétta og skynsamlega, að ganga úr stjórn eftir 12 ára starf. Óskaði nýju fólki velfarnaðar og alls góðs í framtíðinni. Þakkaði meðstjórnarfólki og starfsmönnum öllum á liðnum árum. Mikilvægt að halda vel utan um starfsfólkið. Þó Búnaðarsambandið standi sterkt fjárhagslega þá er mannauðurinn mikilvægastur þegar upp verður staðið.

Stefán Geirsson þakkaði auðsýnt traust með kjöri til Búnaðarþings. Bar upp tillögu sem var að fæðast.
„Aðalfundur BSSL, haldinn að Heimalandi 18. apríl 2012, samþykkir að beina því til Landssambands Kúabænda að gerð verði athugun á rýrnun nautakjöts við geymslu. Sláturhús meta rýrnun milli blautvigtar og þurrvigtar 2,5%“.
Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri, dró saman og þakkaði góðan fund. Gaf Guðbjörgu formanni orðið.
Guðbjörg þakkaði góðan fund og sleit fundi.

19. Fundarslit.

Fundið slitið kl: 18.19
Helga Sigurðardóttir.

back to top