Aðalfundur BSSL 2007

99. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands
Haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum, föstudaginn 20. apríl 2007

1. Fundarsetning, Þorfinnur Þórarinsson, formaður
Þorfinnur Þórarinsson setti fund og bauð fulltrúa, starfsmenn og gesti velkomna á fundinn. Þorfinnur byrjaði á því að minnast látins félaga, Sveins Skúlasonar í Bræðratungu. Því næst kynnti hann tillögu um skipan starfsmanna á fundinum: Ragnar Lárusson, Stóra-Dal, sem fundarstjóra, Þóreyju Bjarnadóttur og Guðmund Jóhannesson sem fundarritara. Tillagan samþykkt.

2. Skipan kjörbréfanefndar
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að kjörbréfanefnd; Kjartan Magnússon, Fagurhlíð, Daníel Magnússon, Akbraut og Helga Eggertsson, Kjarri. Tillagan samþykkt.

3. Skýrsla stjórnar, Þorfinnur Þórarinsson, formaður
Þorfinnur fór yfir síðastliðið starfsár og gerði grein fyrir störfum stjórnar. Haldnir voru 7 stjórnarfundir á árinu. Formannafundur var haldin að Árhúsum á Hellu þann 8. desember 2006. Samstarfið við Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu mun halda áfram í svipaðri mynd. Þorfinnur benti á að afgreiðslu og afdrif tillagna frá síðasta aðalfundi væri hægt að nálgast á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands.
Samband garðyrkjubænda gekk úr Búnaðarsambandinu á liðnu ári, þ.a.l snýst leiðbeiningastarfið að mestu um nautgripi, sauðfé og hross. Hrossaræktin er vaxandi búgrein og aukin vinna hjá Búnaðarsambandinu varðandi þá grein. Auka þyrfti fjármálaráðgjöf.
Búnaðarsambandið hefur tekið að sér að aðstoða bændur vegna riðuniðurskurðar og er það á könnu Runólfs Sigursveinssonar. Mikið álag er á haustin í sauðfjárræktinni og er það leyst með því að ráða aukafólk. Aukinn áhugi er hjá bændum á Suðurlandi fyrir jarðræktartilraunum.
Reksturinn gengur vel á Stóra-Ármóti, stöðugleiki er í starfsmannahaldi og vel staðið að málum. Fundarsalur kemur vel út. Heyjað var í fyrra í útistæðu í fyrsta sinn og tókst ágætlega. Viðhald á útihúsum nauðsynlegt. Í athugun er að láta land undir tilraunahesthús. Kynbótastöð, rekstrarniðurstaða góð. Kúm fjölgaði og eru tekjur verðtryggðar í hverjum mánuði. Aksturskostnaður er 23 kr/km hjá Kynbótastöðinni, rekstur í góðum horfi meðal annars vegna góðs reksturs bíla. Keyptur klaufskurðarbás sem kemur á vordögum.
Sauðfjársæðingastöðin stundar þjónustu á landsvísu. Riðan í Árnessýslu ógnar staðsetningu stöðvarinnar.
Gerðar eru miklu meiri kröfur nú en áður til þjónustu Búnaðarsambandsins vegna aukinnar menntunar bænda. Meðbyr er með landbúnaði hjá þjóðinni. Þorfinnur taldi nauðsynlegt að halda þeim meðbyr.
Umhverfismál og ásýnd sveitanna verða mikilvæg í framtíðinni. Þorfinnur taldi að taka þyrfti upp verkefnið “Fegurri sveitir”. Mikilvægt að sveitirnar haldi góðri ásýnd og að það fari gott orðspor af þeim. Náttúruvernd líka mikilvæg, ekki ofbjóða landinu. Hlutverk Búnaðarsambandsins verður mikilvægt í þessum málum.

4. Reikningar Bssl og skýrsla framkvæmdastjóra, Sveinn Sigurmundsson
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstrarniðurstöður síðastliðins árs hjá Bssl og dótturfélögum. Ráðunautar Bssl vinna aðallega í faglegu starfi fyrir nautgripi, sauðfé og hross. Sinna öðrum búgreinum minna. Hluti tekjustofna eru verðtryggðir, kom sér vel í lok ársins.
Reikningar Bssl.    Seld þjónusta var 25 milljónir kr. á móti 18,8 milljónum kr. árið 2005. Aukning í veltu upp á 3-4 milljónir kr. Samdráttur var í starfsmannahaldi. Hagnaður upp á 1,4 milljónir. Hagnaður fyrir skatta 6,7 milljónir kr. Samdráttur var í rekstarráðgjöf en auknar tekjur vegna útseldrar vinnu í sauðfjárdómum í sýslunum fjórum og kynbótasýninga í hrossaræktinni. Framlag vegna búnaðargjalds að minnka en tekjur vegna útseldrar þjónustu að aukast.

Sauðfjársæðingastöðin. Veltuaukning í starfsemi sauðfjársæðingarstöðvarinnar. Veltufé frá rekstri var tæpar 1,2 milljónir kr. Hagnaður upp á 900 þús. kr. Aðstaða var bætt í hrútahúsinu og keypt nýtt ómtæki. Útflutningur á sæði aðallega til Bandaríkjanna. Vantar ESB leyfi til að selja fryst sæði til Noregs, en það er næstum í höfn. Útflutningur á sæði heldur áfram næsta haust. Verulegar tekjur sem útflutta sæðið er að gefa. Vilji er til þess að gefa út hrútabók á 40 ára afmæli Sauðfjársæðingastöðvarinnar.

Kynbótastöðin. Heildarhagnaður upp á 6,3 milljónir. Tillaga liggur fyrir um að lækka sæðingagjöldin niður í 500 kr/kú. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir tapi á næsta ári. Keyptur hefur verið klaufskurðarbás. Senda á menn út til Danmerkur til að læra á básinn. Gera má ráð fyrir töfum á klaufskurðarbásnum, en hann er væntanlegur í lok maí.

Stóra-Ármót ehf. Rekstur gengur vel. Fá framlag frá ríki og framlag frá Landbúnaðarháskóla Íslands vegna tilraunaaðstöðu, auk þess eru allnokkur hlunnindi. Miklar afskriftir m.a vegna afskrifta á kvóta. Stóra-Ármót styrkt frá móðurfélagi upp á 3,6 milljónir. Betri framlegð á búrekstrinum. Rætt hefur verið um að flytja inn pylsuvél frá Jötunnvélum til heyverkunar. Aðaltilraunir á Stóra-Ármóti eru fóðrunartilraunir, fóðrun til hámarksafurða.

Bændabókhaldið. Mikil endunýjun á mannskap, framtalsgerð dróst á síðasta ári og þ.a.l fékk hluti bænda áætlun á sig sem er hlutur sem vonandi kemur ekki fyrir aftur. Tap á rekstrinum upp á 2 milljónir kr. Ákveðin þjónusta er gjaldfrjáls. Tekin voru 2 herbergi í húsnæði Búnaðarsambandins á Selfossi og þeim breytt í opið rými fyrir 4 starfsmenn sem vinna við bændabókhaldið. Góður stuðningur við Búnaðarsambandið að það hafi gott bændabókhald.

Framkvæmdastjóri sagði frá afmælissjóði Búnaðarsambands Suðurlands og Landsbanka Íslands. Úr þessum sjóði voru keypt hlutabréf í Orf-líftækni.

Framundan eru breytingar í starfsliði Bssl. Valdimar Bjarnason lætur af störfum um miðjan júní. Margrét Ingjaldsdóttir kemur tímabundið í stöðu hans í lok maí. Fanney Ólöf kemur aftur til starfa í sumar að loknu fæðingarorlofi.
Kynbótasýningar hrossa verða í lok maí og júní. Kúaskoðanir í byrjun sumars. Áhugi er á að auka samstarf við Búnaðarsamband Austurlands og Búvest. Gríðarlega miklar breytingar í sveitum landsins. Margir að kaupa 30-40 ha landskika, byggja þar íbúðarhús og færa sitt lögheimili.
Staða Búnaðarsambandsins er mjög sterk eignalega en væntanlega verða breytingar á starfseminni á næstu árum þar sem meira verður lagt í selda þjónustu.

5. Umræður um skýrslur og reikninga
Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherrra, óskaði eftir að flytja ávarp sitt undir þessum lið þar sem hann gat ekki verið viðstaddur eftir hádegið þegar ávörp gesta voru á dagskrá.
Guðni óskaði Bssl til hamingju með góða starfsemi.
Hann ræddi aukna sérhæfingu í bændastéttinni og þróunin væri mjög hröð, eins í menntuninni. Fór yfir breytingu á skólamálum, tveir háskólar núna, allt annað en var. Þjóðin stendur vel að að baki bændum. Ræddi samninga við búgreinarnar. Verður að gera langtímasamninga sem styðja við landbúnaðinn. Samningur um styrk til loðdýraræktar framlengdur um 3 ár auk þess munu meiri fjármunir fara til holdanautabænda.
Guðni sagði að framtíðin í landbúnaðinum væri björt. Ísland er mjög gott landbúnaðarland og er í sérstöðu hvað varðar þá góðu framleiðslu sem hér á sér stað. Matvælaframleiðsla á eftir að vaxa. Hann nefndi verkefnið Fegurri sveitir, taka það upp aftur til að fegra sveitirnar. Hefur mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn að huga að ásýnd sveitanna.
Í kjölfarið tók Bjarni Harðarsson frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi til máls. Fór yfir uppvöxt sinn í sveit hvernig tímarnir eru breyttir síðan þá. Bjart yfir sveitunum. Sumar sveitir í vanda vegna strjálbýlis. Lýsti yfir áhyggjum vegna opnunar íslensks markaðar fyrir erlendum afurðum.

Ágúst Rúnarsson. Spurning til Guðna með stuðning til nautakjötsframleiðslu. Hluti af nautakjötsframleiðendum fá ekki gripagreiðslur, þeir sem kaupa kálfa og ala upp.

Sigurður Hannesson. Hefur áhyggjur af gífurlega háu jarðarverði, ljóst að það verði ekki stundaður hefðbundinn landbúnaður á þessum jörðum í framtíðinni.

Elvar Eyvindsson. Fannst fundurinn of seint að vorinu, gott ef hægt væri að koma honum af fyrr. Þakkaði fyrir góða skýrslu og góða afkomu Bssl. Bændur eiga miklar eignir í Búnaðarsambandinu og verða að nýta þær. Þykir miður að eyða tíma í pólitík á þessum fundi, sbr. ræða Bjarna. Þykir einnig miður hvað Suðurland, sem besta landbúnarsvæði landsins, fer á mis við búnaðarnámið og starfsemi sem er tengd ríkinu. Allt fer á Hvanneyri eða Hóla. Grunnbúnaðarnám færi vel í samvinnu Fjölbrautaskóla Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands.
Verðum að hugsa um hvað við viljum gera við gott land til ræktunar. Ef slíta á allar jarðir niður í búta þ.a.l verður erfiðara í framtíðinni að ná því saman til ræktunar. Beina frekar sumarbústaðabyggð á landsvæði sem eru ekki góð til ræktunar.

Guðni Ágústsson. Svarar Ágústi Rúnarssyni. Verkefni sem huga þarf að áfram og á eftir að útfæra hluta af stuðningnum til mjólkuframleiðslu sem gildir til 2013. Þarf líka að huga að skipulagningu landnota.

– Matarhlé –

6. Kjörbréfanefnd skilar áliti – Helgi Eggertsson fyrir hönd nefndarinnar.
Eftirtaldir fulltrúar eru mættir:
Búnaðarfélag Gaulverjabæjarhrepps
Bragi Ásgeirsson, Selparti
Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps
Hörður Jóelsson, Brautartungu
Búnaðarfélag Sandvíkurhrepps
Guðmundur Lárusson, Stekkum
Búnaðarfélag Hraungerðishrepps
Ketill Ágústsson, Brúnastöðum
Búnaðarfélag Villingaholtshrepps
Ólafur Einarsson, Hurðabaki
Búnaðarfélag Skeiðahrepps
Jón Vilmundarson, Skeiðháholti
Búnaðarfélag Gnúpverjahrepps
Björgvin Þór Harðarsson, Laxárdal.
Búnaðarfélag Hrunamannahrepps
Aðalsteinn Þorgeirsson, Hrafnkelsstöðum
Gunnlaugur Magnússon, Miðfelli
Búnaðarfélag Biskupstungnahrepps
Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti
Búnaðarfélag Þingvallahrepps
Kjörbréf bárust ekki
Búnaðarfélag Laugardalshrepps
Jón Þormar Pálsson, Böðmóðsstöðum
Búnaðarfélag Grímsneshrepps
Ágúst Gunnarsson, Stærri-Bæ
Búnaðarfélag Grafningshrepps
Sigurður Hannesson, Villingavatni
Búnaðarfélag Ölfushrepps
Þórarinn Snorrason, Vogsósum
Búnaðarfélag Eyrarbakka
Enginn mættur.
Búnaðarfélag A- Eyjafjallahrepps
Enginn mættur
Búnaðarfélag V-Eyjafjallahrepps
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Nýjabæ
Búnaðarfélag A- Landeyjarhrepps
Elvar Eyvindsson, Skíðbakka
Búnaðarfélag V-Landeyjarhrepps
Ágúst Rúnarsson, Vestra-Fíflholti
Búnaðarfélag Fljótshlíðarhrepps
Ágúst Jensson, Butru
Búnaðarfélag Hvolhrepps
Enginn mættur.
Búnaðarfélag Rangárvallahrepps
Sjöfn Guðmundsdóttir, Lambhaga
Búnaðarfélag Landmannahrepps
Hannes Dagbjartsson, Þúfu
Búnaðarfélag Holtahrepps
Daníel Magnússon, Akbraut
Búnaðarfélag Djúpárhrepps
Ágúst  Sæmundsson, Bjólu
Búnaðarfélag Ásahrepps
Enginn mættur
Búnaðarfélag Hörgslandshrepps
Jón Jónsson, Prestsbakka
Búnaðarfélag Kirkjubæjarhrepps
Kjartan Magnússon, Fagurhlíð
Búnaðarfélag Álftavers
Sigurður Sverrisson, Þykkvabæjarklaustri
Búnaðarfélag Leiðvallahrepps
Sigursveinn Guðjónsson, Lyngum
Búnaðarfélag Skaftártungu
Enginn mættur
Búnaðarfélag Hvammshrepps
Jónas Erlendsson, Fagradal
Búnaðarfélag Dyrhólahrepps
Sigurjón Eyjólfsson, Eystri- Pétursey
Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti
Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Ragnar Lárusson, Stóra-Dal
Baldur Björnsson, Fitjamýri
Félag sauðfjárbænda í V-Skaftafellssýslu
Enginn mættur
Loðdýraræktarfélag Suðurlands
Stefán Guðmundsson, Ásaskóla
Félag skógarbænda á Suðurlandi
Margrét Þórðardóttir, Þverlæk
Hrossaræktarsamtök Suðurlands
Bertha Kvaran
Helgi Eggertsson
Hrafnkell Karlsson
Þuríður Einarsdóttir
Félag kúabænda á Suðurlandi
Sigurður Loftsson, Steinsholti
Katrín Birna Viðarsdóttir, Ásólfsskála
Guðbjörg Jónsdóttir, Læk
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ
Ágúst Dalkvist, Eystra-Hrauni

43 fulltrúar mættir

7. Viðurkenning fyrir besta nautið í árgangi nauta fæddum árið 2000,  Jón Viðar Jónmundsson
Náttfari 00035 frá Vorsabæ í A-Landeyjum fékk viðurkenningu sem besta nautið. Náttfari er undan Smell 92028 og Góðunótt 165. Jón Viðar sagði Náttfara einstakan ræktunargrip og afurðargrip. Afkvæmi Góðunætur með fádæma mikla yfirburði. Dætur Náttfara eru með allra glæsilegustu kúm sem fram hafa komið í ræktunarstarfinu. Björgvin og Kristjana bændur í Vorsabæ tóku við viðurkenningunni úr hendi Jóns Viðars.

8. Viðurkenningar fyrir árangur í nautgriparækt 2006 á Suðurlandi,  Guðmundur Jóhannesson 

1. Eggert, Jóna og Páll á Kirkjulæk í Fljótshlíð með 7.556 kg mjólkur og 561 kg verðefna eftir árskú.
2. Daníel Magnússon í Akbraut í Holtum með 7.601 kg mjólkur og 556 kg verðefna eftir árskú.
3. Jón og Þorgeir Vigfússynir á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum með 7.174 kg mjólkur og 537 kg verðefna eftir árskú.
4. Rúnar Bjarnason og Birna Þorsteinsdóttir á Reykjum á Skeiðum 6.747 kg mjólkur og 517 kg verðefna eftir árskú.
5. Sigmar Guðbjörnsson og Theodóra Sveinbjörnsdóttir í Arakoti á Skeiðum 6.674 kg mjólkur og 496 kg verðefna eftir árskú.
6. Guðmunda Tyrfingsdóttir í Lækjartúni í Ásahreppi 6.535 kg mjólkur og 496 kg verðefna eftir árskú.

Búnaðarsambandið veitir einnig þremur afurðarhæstu kúnum 2006 viðurkenningu.
Afurðarhæsta kýrin er kýr nr. 197 í Stóru-Mörk.
Í öðru sæti er Flís 266 frá Þúfu í V-Landeyjum.
Í þriðja sæti er Rós 040 á Reykjum á Skeiðum.

Sjá nánar í kaflanum um nautgriparæktina í ársriti Bssl.

Eggert á Kirkjulæk sagði nokkur orð. Þakkaði konu sinni fyrir árangurinn í nautgriparæktinni frekar en sjálfum sér. Óskar þess að Búnaðarsambandið verði í fylkingarbrjósti í nautgriparæktinni nú sem áður.

9. Ávörp gesta
Haraldur Benediktsson
, formaður BÍ. Flutti kveðju frá BÍ til fundarmanna. Haraldur hvatti til samstarfs í ráðgjafaþjónustu á milli búnaðarsambanda. Talaði um hverjar tekjur búnaðarsambanda eru og tilurð þeirra. Taldi að tekjur vegna seldrar þjónustu aukist í framtíðinni.
Ræddi starf BÍ undanfarið ár, m.a. vegna matvælaverðsumræðunnar. Hörð umræða um bændur undanfarna mánuði og ár. Auka þarf tengsl milli bænda og annarra þegna í samfélaginu. Nota þarf margskonar vettvang til að styrkja tengslin á milli sveitar og borgar, t.d 100 ára afmæli Bssl. Kynnti bækling sem BÍ gefur út um landbúnað 2007 og heitir: “ Svona er íslenskur landbúnaður 2007- Sveit og borg saman í starfi”. Haraldi finnst að stjórnmálamenn setji sig oft illa inn í landbúnaðarmálin. Hvetur bændur til að mæta á fund BÍ með frambjóðendum í Suðurkjördæmi.

10. Hugleiðingar um afmælisár Bssl árið 2008,  Þorfinnur Þórarinsson
Þorfinnur
kom með tillögu að dagskrá fyrir 100 ára afmæli Búnaðarsambandsins. Leggur til að leggja allt árið undir afmælisdagskrána sem fælist m.a. í eftirfarandi: Gefa út sérhannað dagatal, færa formannafundinn fram í janúar, hafa landbúnaðar- og kúasýningu 2-3 daga í ágúst, standa fyrir utanlandsferðum fyrir félagsmenn, eina fyrir sauðfjárrækt, aðra fyrir nautgriparækt og eina fyrir hrossarækt. Stefna loks að námsstefnu um valið verkefni í nóvember.

11. Tillögur lagðar fram og kynntar,  Sveinn Sigurmundsson
Sveinn kynnti nefndarskipan, formenn nefnda eru eftirtaldir: Allsherjarnefnd; Sigurður Loftsson, fagmálanefnd; Sigríður Jónsdóttir og fjárhagsnefnd; Jón Vilmundarson.
Sveinn fór yfir afdrif samþykktra tillagna síðasta aðalfundar sem haldinn var að Flúðum 21. apríl 2006. Sjá nánar skýrslu formanns.

Sigurður Loftsson, formaður kúabænda á Suðurlandi, kom í pontu og mælti fyrir tillögu um að skipa starfsnefnd til að endurskoða starfsemi Búnaðarsambandsins.

12. Kosningar
Kjósa skal um einn stjórnarmann og einn í varastjórn úr Vestur-Skaftafellssýslu, tvo skoðunarmenn reikninga auk varamanna og löggiltan endurskoðenda. Fram fór leynileg kosning, úrslit urðu eftirfarandi:

Guðni Einarsson 33 atkvæði
Auðir 1

Kosningu sem aðalmaður hlaut því Guðni Einarsson.

Þá var gengið til kosninga um einn mann í varastjórn úr Vestur-Skaftafellssýslu.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Jón Jónsson 26 atkvæði
Þórhildur Jónsdóttir 6
Kjartan Magnússon 1
Ágúst Dalkvist 1
Auðir 1

Þá voru kosnir tveir skoðunarmenn reikninga, kosningu hlutu Elvar Eyvindsson með 36 atkvæði og Ólafur Kristjánsson með 36 atkvæði.
Þá var Arnór Eggertsson kosinn endurskoðandi með lófataki.

13. Afgreiðsla tillagna
Allsherjarnefnd, framsögumaður Sigurður Loftsson
Tillaga 1.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007 beinir því til stjórnar, að skipa starfsnefnd til að endurskoða starfsemi Búnaðarsambandsins. Nefndin skal m.a. vinna, í samráði við búgreinafélögin á svæðinu, tillögur um eftirfarandi og skila fyrir næsta aðalfund:
• Hvaða verkefni skuli kostuð af búnaðarlagasamningi.
• Hvert sé eðlilegt grunngjald hverrar búgreinar af búnaðargjaldi.
• Hvað skuli teljast grunnþjónusta hverrar búgreinar og hvaða þjónusta skuli seld.

Greinargerð:
Á næsta ári, 2008 eru 100 ár liðin frá stofnun Búnaðarsambands Suðurlands. Eðli málsins samkvæmt hefur starfsemi þess tekið miklum breytingum í samræmi við breytingar í landbúnaðinum á hverjum tíma.

Við þessi tímamót er eðlilegt að skoða starfsemi og fjármögnun Búnaðarsambandsins í nútíð og til framtíðar. Búnaðarsambandið hefur nú hlut af starfsfé sínu í gegnum ákvæði búnaðarlagasamnings sem byggir á búnaðarlögum nr. 70/1998, að hluta er starfsemin fjármögnuð í gegnum búnaðargjald sem innheimt er bændum á hverjum tíma. Loks er hluti af fjármögnun sambandsins í gegnum sölu á þjónustu.

Spurning er hvort hin óljósu skil í fjármögnun Búnaðarsambandsins sé orðin hamlandi á þróun starfseminnar til framtíðar og hvort og þá hvernig megi breyta fjármögnuninni með það að markmiði að gera starfsemina enn öflugri og skilvirkari.

Með tillögunni er ætlað að skerpa þær áherslur sem yrðu í starfi Búnaðarsambandsins á næstu árum að lokinni skoðun, skilgreiningu og tillögum að fjármögnun starfsins til framtíðar.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 2. Sunnlenskar byggðir
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, beinir því til stjórnar Bssl að skoða möguleika á uppfærslu verksins “Sunnlenskra byggða” m.a með áherslu á rafræna útgáfu ritverksins.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 3. Fóðurtollar
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, skorar á landbúnaðarráðherra að fella nú þegar niður alla tolla á innfluttum fóðurblöndum.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 4. Mikilvægi ræktunarlands
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, beinir því til sveitarfélaga að þau gæti að varðveislu ræktunarlands við aðalskipulagsgerð.
Samþykkt samhljóða.

Fjárhagsnefnd, framsögumaður Jón Vilmundarson
Tillaga 5. Fjárhagsáætlun Bssl
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, leggur til að fjárhagsáætlun Bssl fyrir árið 2007 verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 6. Fjárhagsáætlun Kynbótastöðvar
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar Kynbótastöðvar Suðurlands fyrir rekstrarárið 2007 verði sæðingagjöld lækkuð í kr 500,- á kú.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 7. Árgjald Bssl.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, samþykkir óbreytt árgjald til Bssl alls kr. 1.000,- á félagsmann.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 8. Þóknun aðalfundarfulltrúa
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, samþykkir að þóknun aðalfundarfulltrúa verði kr 10.000,- , að viðbættri vísitölubreytingu á grunni launavísitölu frá og með apríl 2005.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 9. Laun stjórnarmanna
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, samþykkir að laun stjórnarmanna verði kr 10.000,- á hvern stjórnarfund auk dagpeninga og aksturs skv. ríkistaxta og framreiknist með vísitölubreytingum samkvæmt grunni í launavísitölu frá apríl 2005. Formaður fái tvöföld laun og dagpeninga á við aðra stjórnarmenn auk aksturs. Formaður fái að auki eingreiðslu sem nemur kr 150.000,- m.v. árið 2003 sem framreiknast með launavísitölu.
Samþykkt samhljóða.

Fagmálanefnd, framsögumaður Sigríður Jónsdóttir
Tillaga 10. Efling bændabókhalds
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, skorar á stjórn Bssl að efla bændabókhald Búnaðarsambandsins sem kostur er. Einnig að tryggja bændum áframhaldandi aðgang að góðum leiðbeiningum um rekstur, fjármál og bókhald í landbúnaði.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga 11. Heyefnagreiningar
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi undir Eyjafjöllum 20. apríl 2007, skorar á Landbúnaðarháskóla Íslands að fjölga mældum efnaþáttum í heyefnagreiningum og að vinna enn frekar að því að stytta tímann sem efnagreiningar taka.
Samþykkt samhljóða.

14. Önnur mál
Sigurlaug H. Leifsdóttir
 tók til máls. Sagði að Búnaðarfélag V-Eyjafjalla hefði orðið 120 ára á liðnu ári. Af því tilefni var fóru félagsmenn í dagsferð inn í Þórsmörk, þakkaði Búnaðarsambandinu veittan fjárstyrk vegna afmælisins
Henni finnst vanta stuðning við þá bændur sem kaupa kálfa og ala þá upp til kjötframleiðslu, þeir fá ekki gripagreiðslur þar sem þeir eru ekki með kýr.

Guðmundur Lárusson tók til máls. Var óhress með hve litlar umræður voru um skýrslu stjórnar, reikninga og allar þær tillögur sem lagðar voru fram. Finnst eins og öllum fulltrúum sé alveg sama hvað Búnaðarsambandið og búnaðarfélögin eru að gera. Sjálfkjörnir menn á Búnaðarþingi sem hafa lítið sem ekkert samband við bændur. Þakkaði stjórn og starfsfólki Bssl fyrir vel unnin störf. Vill fella niður búnaðargjaldið og selja þjónustu búnaðarsambandanna. Með því fá bændur betri tilfinningu fyrir því hvað búnaðarsamböndin eru að gera. Hann lauk máli sínu með að nefna ósmekklega innkomu Bjarna Harðarssonar á fundinn.

Guðni Einarsson tók til máls. Guðni þakkaði fundarmönnum það traust að kjósa hann í stjórn. Hafði áhyggjur af kálæxlaveiki sem eykst ár frá ári. Hann vildi breyta fyrirkomulaginu á kosningu fulltrúa til Búnaðarþings á Suðurlandi. Kjósa til búnaðarþings á aðalfundi Bssl.

Sigurður Loftsson tók til máls. Fór með kveðskap um þá flokksbræður Guðna og Bjarna.

Elvar Eyvindsson tók til máls. Sammála Guðmundi Lárussyni með búnaðarfélögin. Eru að hugsa meira um áhaldaleigu og slíkt. Fagleg umræða meira komin á hendur búgreinafélaganna. Því verður að breyta kosningu á Búnaðarþing.

Daníel Magnússon tók til máls. Flutti fundarmönnum fóðrunarpistil m.a. um prótein og kalí. Lækka kalí í fóðrinu í geldstöðunni til að losna við doða og kálfadauða. Geldfóðrunin skiptir mjög miklu máli. Passa að hafa ekki of mikið kalí á þeim tíma í fóðrinu. Kýrnar verða heilbrigðari. Sprotabúin koma með tillögur að rannsóknarefnum sem tilraunabúin eru að gera tilraunir með. Ræddi jafnframt sæðingastarfsemina, spurning hvort ekki væri þörf að koma upp samkeppni í þessum geira? Ekki sammála því að lækka sæðingagjöldin. Kvaðst vera ósáttur við kynbótaútreikninga Jóns Viðars Jónmundssonar.

Guðbjörg Jónsdóttir tók til máls. Ósátt við að fá engin fundargögn send heim, þ.a.l geta fulltrúar ekki kynnt sér málefnin fyrir aðalfundinn. Þakkar fyrir góðan fund og góðan rekstur Bssl.

Ágúst Rúnarsson tók til máls. Lagði til að sauðfjárræktarferðin í apríl 2008 yrði farin í byrjun apríl vegna þess að sauðburður er hafin á sumum bæjum um og eftir 20. apríl.

15. Fundarslit
Þorfinnur Þórarinsson
óskaði nýkjörnum stjórnarmönnum, Guðna Einarssyni og Jóni Jónssyni til hamingju með kjörið og bauð þá velkomna til starfa. Einnig fór hann yfir mál dagsins, framkomnar og samþykktar tillögur og erindi.

Að því loknu þakkaði hann mönnum fyrir góða fundarsetu, óskaði góðrar heimferðar og sagði fundi slitið um kl. 17:40.

Þórey Bjarnadóttir,
Guðmundur Jóhannesson,
fundarritarar

back to top