Formannafundur 2016

Formannafundur Búnaðarsambands Suðurlands 26.1.2016
haldinn í Frægarði Gunnarsholti

1.Fundarsetning
Ragnar M. Lárusson, formaður Bssl setur fund og bauð fundarmenn velkomna.

2. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri Gunnarsholti
Bauð fundargesti velkomna í Gunnarsholt og sagði frá upphafi búrekstrar í Gunnarsholti, sem var byggt upp 1929 og fór lauslega yfir stögu staðarins frá þeim tíma. Í dag eru 85 km skjólbeltum og 12 þúsud hektarar af ræktuðu landi.

3. Starfsemti BSSL á liðnu ári.
Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi BSSL. Eitt af því sem BSSL er að fást við þessa dagana er vinna Sveins með Sveini Runólfssyni í faghópi 2 í rammasamningi um áhrif 25 virkjanakosta á beit.
Helstu breytingar síðustu ára eru að mikið af verkefnum er að fara frá búnaðarsamböndum og BÍ yfir til Mast. Nú um áramót fóru verkefni Búnaðarstofu yfir til MAST og þar með talið umsjón með jarðabótum en búnaðarsamböndin munu þó sjá um úttektir amk haustið 2016. fór Ráðgjafarþjónusta yfir til RML í ársbyrjun 2013. Samstarfi því sem staðið hefur frá 2005 við Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu lokið. Samstarf við Landgræðslu lokið, sem og samstarfi við sveitarfélög um forðagæslu. Farsælt samstarf við RALA og síðar LBHÍ um tilraunastarf á Stóra Ármóti er með öðrum hætti. Verkefni BSSL eru því mest stjórnun og rekstur fyrirtækja, eignaumsýlsa, túnkortagerð og úttektir af ýmsum toga. Búnaðarsambandið heldur þó enn í að skipuleggja fundi fyrir bændur og veitir verðlaun til sauðfjárbænda og kúabænda á árlegum fundum þeirra.
BSSL styrkti verkefni í vinnuvernd ásamt BÍ, sem Guðmundur Hallgrímsson sinnti og fór á nokkra bæi í sýslunni og fór yfir öryggismál með bændum.
Á liðnu ári fór dýralæknaverkfallið ekki framhjá bændum og BSSL vakti athygli á dýravelferð og nauðsyn þess að leysa það verkfall.
Sveinn situr í vinnuhópi um viðbrögð út af ágang álfta og gæsa. Tjón af völdum gæsabeitar í túnum suðaustanlands var metið allt að 30% vorið 2015 en 18% árið á undan. Álftir valda miklum skaða á kornökrum. Í Noregi er farið að greiða bændum fyrir gæsabeit.
Búnaðargjald verður líklega aflagt í ársbyrjun 2017.
Kornrækt minnkaði um 500 ha milli ára, en aukning var í grænfóðurrækt. Ræktun í heild á Suðurlandi var því rúmir 5.000 ha. Eins og fyrri ár erum við með flestar umsóknir á landsvísu og flesta hektara.

Á Stóra-Ármóti fóru tilraunir aftur í gang þegar Hrafnhildur Baldursdóttir tók tímabundið við starfi tilraunastjóra. Hún er búin að afla fjár til tilrauna með styrkjum, en LBHÍ hefur ekki bolmagn til að styrkja tilraunir nema að litlu leyti. Sú tilraun sem í gangi er nefnist „Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur með áherslu á fituinnihald.“ Munu niðurstöður síðan birtast í desember, þegar uppgjöri og tölfræðilegri úrvinnslu á að vera lokið.
Á Stóra-Ármóti er fjósið orðið 30 ára gamalt og þarfnast endurbóta. Þar þyrfti að koma upp einstaklingsfóðrun og búnaði til að fylgjast með áti kúnna.
Einangrunastöð fyrir holdanaut er á teikniborðinu, Landsamband kúabænda og BSSL hafa staði í samræðum frá því í haust. Til stendur innflutningur á fósturvísum úr Aberdeen Angus holdagripum. Ef farið hefði verið í að setja allt fjósið undir þá hefði það orðið gríðarlegur kostnaður við sýnatöku ofl. Í vinnslu er að girða af landsvæði og byggja nýja stöð sem væri innan öruggrar girðingar og byggingin væri sérhönnuð fyrir sæðistöku og þessa starfsemi sem væri líka algjörlega aðskilin tilraunabúinu. Í umræðunni er að gera rekstrarfélag í eigu BÍ, LK og BSSL. Til að verkefnið geti hafist sem fyrst þá verður gamla fjósinu breytt í aðstöðu fyrir 16 kýr.
Stóra-Ármót ehf. fékk viðurkenningu frá Creditinfo annað árið í röð sem Framúrskarandi fyrirtæki 2015.

Kynbótastöðin gengur vel, eldsneytisverð hefur lækkað. Kúasæðingar á Austurlandi ganga eftir áætlun og eru í ágætri sátt við kúabændur. Frjótæknar eru í þjálfun í fangskoðun. Breytingar eru á klaufskurði þar sem Þorsteinn Logi Einarsson mun hætta með vorinu, stefnt er að því að kaupa jafnvel sendibíl í þetta verkefni. Frjótæknum hefur fækkað á liðnum árum og allar líkur eru á að starfsstöðin í Vík heyri brátt sögunni til.

Sauðfjársæðingastöð gengur svipað og undanfarin ár, vertíðin fór hægt af stað og margar ástæður fyrir því, m.a. var síðasta vor erfitt og menn ekki búnir að gleyma því. Samdráttur var í sæðingum á Suðurlandi en aukning á landsvísu. Djúpfryst sæði var notað í 400 ær, en fanghlutfall er ekki nógu gott. Norðmenn nota bara djúpfryst sæði og eru með 60% fanghlutfall.
Á næstunni verða breytingar hjá bændum og Búnaðarsamböndum. Vilja bændur hafa Búnaðarsamband? Sum búnaðarsambönd vilja ekki vera til. Vilja bændur á Suðurlandi hafa einingu heima í héraði sem sameinar þeirra.

Einar Ófeigur Björnsson varaformaður BÍ.
Fór yfir stöðu búvörusamninga en þar er ekkert víst fyrr en búið er að skrifa undir.
Í nýjum búvörusamning er talað um að fá 10 ára samning. Svipaðar fjárhæðir og ný verkefni. Öflugri rammasamningur í landbúnað í heild. Beingreiðslur sem ganga kaupum og sölum hverfa á samningstímanum. Kvótakerfi í mjólk lagt niður- eitt verð eins og í sauðfénu. Þak á stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt, ekki búið að finna út hversu hátt það er 0,5-1% í mjólk, sauðfjárrækt og garðyrkja með mism. % gólf miðast við vsk. númer, lögbýli og ÍSAT nr í landbúnaði, eins þarf milljón í veltu til að komast inn í vsk kerfið. Stuðningurinn á að vera við starfandi bændur. Kostnaður við greiðslumarkskaup létt af greininni, eins á að auðvelda nýliðun. Samningurinn á að miða að aukinni samkeppnishæfni og skapa jafnvægi milli hagræðingar og byggðastuðnings. Í dag er norðausturhornið mjög veikt.
Sett verða rauð strik í nautgriparækt og sauðfjárrækt. Ef mjólkurverð lækkar um x% eða meira eða framleiðsla umfram innanlandsmarkað eykst um x% eða meira verður gripið til aðgerða.
Í sauðfjárrækt verða rauðu strikin tengd fjárfjölda og markmiðum um hækkun afurðaverðs.
Býlisgreiðslur í sauðfjárrækt. Svavar Halldórsson markaðsstjóri LS mjög bjartsýnn. Upprunamerki tengist kjöti og afurðum.
Kosning um sauðfjár- og nautgripasamning í mars og verður öllum tryggður aðgangur að kosningu. Ekki verður kosið um garðyrkju- og búnaðarlagasamning, alls eru þetta fjórir samningar sem eru tengdir saman.

Dómur um búnaðargjald þegar Stjörnugrís kærði álagningu gjaldins 2011-2014.
Dómurinn féllst á kröfu fyrirtækisins hvað varðar ráðstöfun gjaldsins, sem dæmdi allt ólöglegt nema til bjargráðasjóðs.
Búnaðargjald er skattur samkvæmt lögum. Formannafundur BÍ ályktaði um að búnaðargjald ætti að leggjast af. Þó ætti að tryggja framtíð ráðgjafarþjónustu og ákvarða umframtíð Bjargráðasjóðs í yfirstandandi samningum. Stefna í félagsgjöldum til BÍ var mótuð á Búaðarþingi 2015, þá var talaðu um veltuskatt 0,3% en þá þyrfti líka að ákveða gólf og þak. Aukafélagar velkomnir en ekki fullgildir. Mismunandi félagsgjald er milli landshluta.
Vilji er til að A-deild verði áfram virk, hamfarasjóður. Skoðað er nú hvort B-deild verið hægt að koma í sama form og tryggingar. Komandi Búnaðarþing mun þó móta skýrari stefnu í þessum málum.

Umræður:
Þorsteinn Ágústsson, Syðra-Velli, óttast þessa samninga. Vantar í dag 40-50 kr/líter til að búin séu rekstrarhæf. Tækifærin orðin meiri bæði hér á landi og erlendis, hætta á að erfitt verði að fá ungt fólk í búrekstur.
Erlendur Ingvarsson, Skarði, ræddi um síðasta sauðfjársamning sem mikil sátt er um og bar síðan upp nokkrar spurningar Bændur sem verða fyrir tekjutapi fjölga fénu, verður þeim hegnt fyrir það? Hvernig verða félagsbú meðhöndluð í nýjum samningi? Fær hobbýbóndi sem er með vsk númer fullan stuðning?
Þó að beingreiðslur hafi sína galla þá hafa þær sína kosti, sem eru rekstraröryggi á meðan verið er að byggja upp. Við þurfum meira af hagstæðu lánsfé og þolinmótt fjármagn.
Guðmundur Ómar Helgason, Lambhaga, vildi fá að vita meira um RML og lýsti yfir óánægju með þjónustuna. Núna eru fóðursalar og fleiri fyrirtæki að bjóða upp á þjónustu án endurgjalds. Efins um að samningurinn verði samþykktur af bændum.
Einar Ófeigur Stórbýli byrja að trappast niður við ákveðinn fjölda af kúm í gripagreiðslum. Deilur um hvað er stórt og hvað er lítið.
Varðandi RML er markmiðum varðandi sölu nánast náð.
Býlisstuðningur er 5% af samningsfjárhæð og þeir sem eiga minna en 100 kindur fá ekkert og ekki yfir 800 kindur, byggðasjónarmið. Félagsbú og ekki þak hefur ekki verið rætt, því er engin niðurstaða komin í það. Jafngreiðslukerfi í mörg ár sem fer í gæðastýringu og ull.
Þorsteinn Ágústsson. Mjólkurverð er of lágt í dag, það á að hækka kaupmátt en bændur eiga ekki að fá sitt. LK forystan er á hraðri niðurleið.
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ, varðandi samningana þá eru þeir umdeildir, en það er gott að hafa lifandi umræðu. Varðandi kvótann þá hef ég gagnrýnt að það væri ekki lengri aðlögun, helst langleiðina út samningstímann. Við viljum að ungt fólk byggji sér fjós og hafi efni á að reka bú. Það er krafa frá ríkinu að kvóti eigngerist ekki. Vont að vera í óeiningu innan okkar raða.
Birkir Arnar Tómasson, Móeiðarhvoli, á hvaða vegferð erum við bændur og á hvaða vegferð er stjórn LK. Stjórn LK hefur mistekist að halda sátt innan greinarinnar. Aldrei verið eins gott að búa, en allt í upplausn. Hvaða bændur ætla að framleiða á útflutningsverði 2017? Ég ætla ekki að framleiða 500 þús. á 30 kr. líterinn. Vill rífa plásturinn af strax en fá að sjá hvernig á að stýra þessari framleiðslu. Er verið að splundra samstöðu bænda? Birkir fór líka inn á tollamál sem alþingi á eftir að samþykkja.
Björn Harðarson Holti vill taka undir að samstaða bændi verði áfram öflug, að hún rofni ekki. Staða MS ekki eins slæm og umræðan hefur verið um.
Trausti Hjálmarsson Austurhlíð, Varðandi sauðfjársamning er enn verið að hugsa um að hækka gæðastýringarhlutann upp í 54%. Varðandi mjólkursamning ef það á að minnka mjólk með að fækka gripum þá þarf að tryggja þeim pláss í sláturhúsi.
Daníel Magnússon, Akbraut, Sveinn sýndi hvað MAST er búið að taka þetta yfir, t.d. búfjáreftirlit. Varðandi samninginn þá vantar fjármagn inní greinina til að framkvæma það sem þarf að framkvæma.
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson Giljum. Í samninganefndum ná aldrei allir aðilar sínu fram. Varðandi mjólkurframleiðsluna þá er samningurinn ansi brattur. Aðbúnaðarreglugerð hvernig blasir hún við bændum í dag, munu ekki eldri bændur hætta því þeir leggja ekki í framkvæmdir. Varðandi sauðfé er sanngirnismál að þeir sem eru að framleiða fái úr pottinum, menn hafa ekki þurft kvóta. Verða samningarnir samþykktir?
Einar Ófeigur erfitt að segja til um það hvort þeir verði samþykktir, Erfitt að fara með umdeildan samning í atkvæðagreiðslu. Ráðherra vill að bændur komi sér út úr kvótakerfi, að versla með ríkisstuðning Það verður hækkun á gæðastýringargreiðslur, landnýtingarþátturinn verður ekki inni frá fyrsta degi. Rammi um góða búskaparhætti, er markaðstækifæri í sölu á lambakjöti.
Trausti, gæðastýring er góð og gild fyrir okkur útávið. Vil sjá meiri skiptingu í gæðastýringu en að menn töpuðu ekki öllu þó það vanti eitthvað uppá. Miðhálendisþjóðgarð, hávær krafa hér sunnanlands.
Sveinn Sigurmundsson, ekki mikið heyrst frá samningamönnum frá því í nóvember. Mikilvægt að ráðunautar og þeir sem vinna fyrir bændur séu í sem bestum tengslum við grasrótina. Aðhald og áreiti er nauðsynlegt. Hefur RML fjarlægst bændur. Af hverju eru ekki til forðagæsluskýrslur frá 2013 hjá MAST. Búnaðargjald er á útleið. Þegar ráðgjafaverkefnin
Sunna og Sómi fóru af stað 1998 var það til að undirbúa þróun á seldri þjónustu vegna lækkunar á búnaðargjaldi. Búnaðarsambandið hefur lagt sig eftir því að starfa sem þjónustufyrirtæki fyrir bændur.
Einar í þessu kerfi er erfitt að klaga nágranna sína fyrir slæma meðferð, ólíðandi að örfá bú komist upp með að slugsarahátt ár eftir ár. Við verðum að treysta þeirri samninganefnd sé með umboð til að gera það sem þarf að gera. Þakkaði fyrir sig og sagði skemmtilegt að koma og hitta sunnlenska bændur.

Fundi slitið.15.30

Um 35 voru mættir.

Helga Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

back to top