Samanburður á heysýnum m.t.t. snefilefna

Samanburður á hluta heysýna 2003 og 2010 með tilliti til kopar, járns og mangan
Af fyrsta slætti voru 200 heysýni snefilefnagreind frá árinu 2003. Sýnin voru úr öllum landshlutum en umfang landbúnaðar á hverju svæði hafði árif á fjölda sýna. 20 sýni voru úr Árnessýslu, 21 úr Rangárvallasýslu og 9 úr V-Skaftafellssýslu. Þessar niðurstöður eru svo notaðar til að bera saman hluta af heysýnum sem tekin voru á Suðurlandi nú í sumar. Sýnin voru greind aftur þá með tilliti til járns, mangans og kopars. Hér fyrir neðan má sjá samanburð milli sýslna á heysýnum frá 2003 og 2010
Tafla 1.   Samanburður á kopar, járni og mangan milli sýslna frá árinu 2003 og 2010.

2003


2010


Sýsla

Fjöldi
sýna


Cu
mg/kg þe.


Fe
mg/kg þe.


Mn
mg/kg þe.Sýsla


Fjöldi
sýna


Cu
mg/kg þe.


Fe
mg/kg þe.


Mn
mg/kg þe.

V -Skaft.

9


6


270


85

V-Skaft.

6


6


328


62

Rangárv.

21


6


132


74

Rangárv.

31


7


625


67

Árness.

20


7


229


91

Árness.

9


7


265


59


Kopar er eins í sýslunum nema í Rangárvallasýslu. þar er kopar 1 mg/kg þ.e. hærra árið 2010 en árið 2003. Járn er hærra árið 2010 í öllum sýslunum, þar munar mestu í Rangárvallasýslu. eða 493 mg/kg þ.e. Mangan er í öllum sýslunum lægra árið 2010 og er mestur munur í Árnessýslu eða 32 mg/kg þ.e. Minnstur munur er í Rangárvallarsýslu eða 7 mg/kg þ.e.Tafla 2.  Flokkun heysýna eftir styrk snefilefna (mg/kg þe.)

Mótvirkni gegn nýtingu Cu


Skortur


Á mörkum


Viðunandi


Nokkur


Mikil


Eitrunarmörk

Cu  – Kopar

<4,0


4,0-9,9


  > 10


 


 


100

Fe – Járn

<50


 


50-200


  >200-400


> 400


1.000

Mn – Mangan

<20


20-39,9


> 40


 


 


1.000

 
Samkvæmt töflu 3 þá er kopar og mangan árið 2010 á mörkum eða viðunandi í sýslunum þremur en járnið er hinsvegar yfir viðunandi mörkum og getur haft nokkra eða mikill áhrif á nýtingu kopars.
Mikilvægt er að kynna sér framboð af stein- og bætiefnum sem taka tillit til of mikils járns í fóðri sem í boði eru hjá fóðursölufyrirtækjunum.


Heimildir: U nnið upp úr grein Styrkur snefilefna í heyi, Fræðaþing landbúnaðarins 2006. http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/index.html

back to top