Niðurstöður verkaðra heysýna á gossvæðinu

Þann 8. júní 2010 voru nokkrir bæir á áhrifasvæði eldgossins heimsóttir og tekin gróðursýni til steinefnamælinga. Í byrjun september var svo farið á flesta þessa bæi aftur og verkuð heysýni tekin til að skoða hvernig til hefði tekist við heyöflun m.t.t. öskumengunar. Tekin voru 1-5 verkuð heysýni frá hverjum bæ og þeim blandað saman í eitt safnsýni. Athugunin gekk út á að taka sýni sem myndi lýsa heildar heyforða búsins sem nota á til að fóðra skepnur nú í vetur. Öll verkuðu heysýnin eru úr rúlluheyi, frá fyrsta slætti og flest slegin í júní.
Niðurstöður mælinganna frá 8. júní (sjá töflu 1) sýna að kalsíum (Ca), magnesíum (Mg), natríum (Na), fosfór (P) og brennisteinn (S) eru í kringum viðmiðin. Kalí liggur í hærra lagi en hafa ber í huga að sýnin voru tekin snemma á þroskaferli grasanna. Járn er hins vegar frekar hátt. Þess má geta að árið 2007 voru tekinn 205 heysýni úr Rangárvallasýslu og þá mældist meðaltal járns 267 mg í kg af þurrefni. Algengar tölur hérlendis eru á bilinu 300 til 700 mg í kg af þurrefni, vegna framlags frá jarðvegi.

Tafla 1. Steinefni í gróðursýnum teknum 8. júní 2010
Efnamagn í kg þurrefni











































































































































































































Ca


Mg


K


Na


P


S


Fe


Meðferð


Þurrefni


Bær


g


g


g


g


g


g


mg/kg þ.e.


%


Viðmið


4,0


2,1


18


1,8


3,0


2-3


300-700


Efri-Ey II


3,2


1,9


27


0,3


3,6


2,3


1126


Óskolað


19,5


Hraungerði


4,4


2,3


22


1,0


2,8


2,0


907


Óskolað


19,5


Ytri-Ásar


2,5


1,7


27


0,3


3,9


3,1


408


Óskolað


19,5


Þorvaldseyri


3,8


1,9


29


0,6


3,4


2,2


593


Óskolað


21,8


Þorvaldseyri


3,0


1,6


27


0,6


3,4


2,2


183


*Skolað


23,1


Núpur


4,5


2,1


22


0,7


3,4


2,7


863


Óskolað


24,0


Raufarfell


3,5


1,9


32


0,9


3,5


2,9


799


Óskolað


18,6


Hlíð


4,8


2,3


28


0,8


3,7


2,9


1026


Óskolað


20,6


Efsta-Grund


3,5


2,3


24


2,1


3,5


2,6


849


Óskolað


27,6


Sólheimahjáleiga


3,4


2,7


19


3,6


3,6


2,8


1174


Óskolað


22,4


Giljar


3,9


2,3


31


1,0


3,2


2,7


965


Óskolað


22,7


Voðmúlastaðir


4,9


2,2


31


0,4


3,2


2,6


2059


Óskolað


25,8


Voðmúlastaðir


5,3


2,2


29


0,4


3,4


3,0


788


*Skolað


58,9


Butra


4,1


2,5


22


1,3


3,2


2,3


1261


Óskolað


23,6


Butra


4,1


2,3


25


0,8


3,5


2,6


374


*Skolað


20,8


*Þegar sýnin er skoluð þá eru þau þvegin upp úr sápu til þess að sjá hvað sé í plöntunum sjálfum.


Niðurstöður úr verkuðu heysýnunum (sjá töflu 2) leiddu í ljós eðlileg gildi flestra steinefna að frátöldum háum járngildum. Styrkur járns ræðst mest af jarðvegsmengun og í þessu tilfelli öskumagni í gróðri. Járn í fóðri hefur meðal annars áhrif á upptöku kopars (Cu) og sinks (Zn) og getur of mikið járn í fóðri kallað fram skort á þessum efnum. Þá getur mikið járn einnig leitt til eitrunar og hafa eitrunarmörkin verið sett við 1.000 mg/kg þe.
 
Tafla 2.   Steinefni í verkuðum heysýnum teknum 3.september 2010.
 

Þrátt fyrir að þykkt ösku í sverði hafi verið mest á Þorvaldseyri þá hefur askan blandast minnst við fóðrið þar miðað við járntölurnar. Flest öll sýnin eru af spildum sem bæði var snúið og rakað nema á Þorvaldseyri, þar var hvorugt gert. Þess má líka geta að á þeim tíma sem heyskapur var að byrja gekk gríðarlega mikið öskufok yfir og ekki var mikið um rigningar í júní til að skola öskuna af gróðrinum. Þegar þetta er skrifað þá er verið að mæla járn í tæp 50 heysýnum víðsvegar um V-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu.

Tafla 3. Veðurfar, öskufok, öskuþykkt og heyskaparaðferðir.


Matvælastofnun vinnur nú að því að gefa leiðbeiningar um fóðrun gripa með tilliti til hára járngilda í fóðri. Leiðbeiningum og frekari upplýsingum munu verða kynntar um leið og þær liggja fyrir.

back to top