Niðurstöður verkaðra heysýna á gossvæðinu
Niðurstöður mælinganna frá 8. júní (sjá töflu 1) sýna að kalsíum (Ca), magnesíum (Mg), natríum (Na), fosfór (P) og brennisteinn (S) eru í kringum viðmiðin. Kalí liggur í hærra lagi en hafa ber í huga að sýnin voru tekin snemma á þroskaferli grasanna. Járn er hins vegar frekar hátt. Þess má geta að árið 2007 voru tekinn 205 heysýni úr Rangárvallasýslu og þá mældist meðaltal járns 267 mg í kg af þurrefni. Algengar tölur hérlendis eru á bilinu 300 til 700 mg í kg af þurrefni, vegna framlags frá jarðvegi.
Tafla 1. Steinefni í gróðursýnum teknum 8. júní 2010
Efnamagn í kg þurrefni
Ca | Mg | K | Na | P | S | Fe | Meðferð | Þurrefni | |
Bær | g | g | g | g | g | g | mg/kg þ.e. | % | |
Viðmið | 4,0 | 2,1 | 18 | 1,8 | 3,0 | 2-3 | 300-700 | ||
Efri-Ey II | 3,2 | 1,9 | 27 | 0,3 | 3,6 | 2,3 | 1126 | Óskolað | 19,5 |
Hraungerði | 4,4 | 2,3 | 22 | 1,0 | 2,8 | 2,0 | 907 | Óskolað | 19,5 |
Ytri-Ásar | 2,5 | 1,7 | 27 | 0,3 | 3,9 | 3,1 | 408 | Óskolað | 19,5 |
Þorvaldseyri | 3,8 | 1,9 | 29 | 0,6 | 3,4 | 2,2 | 593 | Óskolað | 21,8 |
Þorvaldseyri | 3,0 | 1,6 | 27 | 0,6 | 3,4 | 2,2 | 183 | *Skolað | 23,1 |
Núpur | 4,5 | 2,1 | 22 | 0,7 | 3,4 | 2,7 | 863 | Óskolað | 24,0 |
Raufarfell | 3,5 | 1,9 | 32 | 0,9 | 3,5 | 2,9 | 799 | Óskolað | 18,6 |
Hlíð | 4,8 | 2,3 | 28 | 0,8 | 3,7 | 2,9 | 1026 | Óskolað | 20,6 |
Efsta-Grund | 3,5 | 2,3 | 24 | 2,1 | 3,5 | 2,6 | 849 | Óskolað | 27,6 |
Sólheimahjáleiga | 3,4 | 2,7 | 19 | 3,6 | 3,6 | 2,8 | 1174 | Óskolað | 22,4 |
Giljar | 3,9 | 2,3 | 31 | 1,0 | 3,2 | 2,7 | 965 | Óskolað | 22,7 |
Voðmúlastaðir | 4,9 | 2,2 | 31 | 0,4 | 3,2 | 2,6 | 2059 | Óskolað | 25,8 |
Voðmúlastaðir | 5,3 | 2,2 | 29 | 0,4 | 3,4 | 3,0 | 788 | *Skolað | 58,9 |
Butra | 4,1 | 2,5 | 22 | 1,3 | 3,2 | 2,3 | 1261 | Óskolað | 23,6 |
Butra | 4,1 | 2,3 | 25 | 0,8 | 3,5 | 2,6 | 374 | *Skolað | 20,8 |
*Þegar sýnin er skoluð þá eru þau þvegin upp úr sápu til þess að sjá hvað sé í plöntunum sjálfum.
Niðurstöður úr verkuðu heysýnunum (sjá töflu 2) leiddu í ljós eðlileg gildi flestra steinefna að frátöldum háum járngildum. Styrkur járns ræðst mest af jarðvegsmengun og í þessu tilfelli öskumagni í gróðri. Járn í fóðri hefur meðal annars áhrif á upptöku kopars (Cu) og sinks (Zn) og getur of mikið járn í fóðri kallað fram skort á þessum efnum. Þá getur mikið járn einnig leitt til eitrunar og hafa eitrunarmörkin verið sett við 1.000 mg/kg þe.
Tafla 2. Steinefni í verkuðum heysýnum teknum 3.september 2010.
Þrátt fyrir að þykkt ösku í sverði hafi verið mest á Þorvaldseyri þá hefur askan blandast minnst við fóðrið þar miðað við járntölurnar. Flest öll sýnin eru af spildum sem bæði var snúið og rakað nema á Þorvaldseyri, þar var hvorugt gert. Þess má líka geta að á þeim tíma sem heyskapur var að byrja gekk gríðarlega mikið öskufok yfir og ekki var mikið um rigningar í júní til að skola öskuna af gróðrinum. Þegar þetta er skrifað þá er verið að mæla járn í tæp 50 heysýnum víðsvegar um V-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu.
Tafla 3. Veðurfar, öskufok, öskuþykkt og heyskaparaðferðir.
Matvælastofnun vinnur nú að því að gefa leiðbeiningar um fóðrun gripa með tilliti til hára járngilda í fóðri. Leiðbeiningum og frekari upplýsingum munu verða kynntar um leið og þær liggja fyrir.