Niðurstöður úr gróðursýnum 20.-21. maí 2010

Greind hafa verið sýni sem tekin voru á völdum bæjum á öskufallssvæðinu dagana 20.-21. maí 2010 eftir um tveggja daga rigningu. Flúorstyrkur í sýnnuum er mældur á Nýsköpunarmiðstöð Íslands af Hermanni Þórðarsyni og Helga Frímanni
Magnússyni en undirbúningur sýna fer fram á Rannsóknastofunni á Hvanneyri af Elísabetu Axelsdóttur.

Grassýni voru tekin á eftirfarandi bæjum; Raufarfelli, Efstu Grund, Hraungerði, Hlíð, Ytri Ásum og Sólheimahjálegu. Flúorstyrkur var í öllum tilfellum um eða vel fyrir neðan þolmörk sauðfjár eða á bilinu 31-83 mg/kg F þurrefnis en þolmörkin eru 70-100 mg/kg F þurrefnis. Á bæjunum Raufarfelli, Ytri Ásum og Sólheimahjálegu var styrkur flúors yfir þolmörkum nautgripa og hesta eða á bilinu 59-83 mg/kg F þurrefnis en þolmörk nautgripa og hesta er 30-40 mg/kg F þurrefnis.
Þessar niðurstöður sýna glöggt að rigning þynnir verulega út styrk flúors af bæði yfirborði ösku sem og í gróðri.

back to top