Öskusýni 22. maí 2011

Rannsakað var sýni frá Kirkjubæjarklaustri, safnað um kl. 1 aðfararnótt 22. maí 2011.
Öskufall var þá um 9,4 g pr fermetra.
Eins og í undanförnum Grímsvatnagosum er fyrsta askan hreint glerríkt berg með mjög lítið magn efna á yfirborði.


Askan inniheldur 5-10 mg/kg  af vatnsleysanlegum flúor á yfirborði.


Sýrustig skolvatns (1g aska, 5g vatn) er veikbasískt – pH 8,6, sem bendir til að askan hafi sundrast í vatnsgufu eins og í upphafi annara Grímsvatnagosa. Við þær aðstæður leitar sýra úr eldfjallagasi í gufuna og þéttivatn úr henni.


Nái eldvarpið að þurrkast upp má vænta mun meiri efnamengunar.


Jarðvísindastofnun HÍ


 

back to top