Efnainnihald gróðursýna 25. maí 2011

Greind hafa verið sýni sem tekin voru á völdum bæjum á öskufallssvæðinu 25. maí 2011. Mælingarnar fóru fram hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en mælt var flúor F, kalsíum Ca, magnesíum mg, kalí K, natríum Na, fosfór P, brennisteinn S og járn Fe. Grassýni voru tekin í Öræfum, Fljótshverfi, Síðu, Landbroti, Meðallandi, Skaftártungu og Álftaveri (sjá töflu).

Flúorstyrkur var í öllum tilfellum langt fyrir neðan þolmörk sauðfjár eða á bilinu 2-21 mg/kg F þurrefnis en þolmörkin eru 70-100 mg/kg F þurrefnis. Þetta er einnig vel undir þolmörkum nautgripa og hesta sem eru 30-40 mg/kg F þurrefnis. Járnið er frekar hátt. Líklega er einhver skekkja í sýninu frá Snæbýli þar sem járnið er miklu hærra þar miða við hin sýnin. Hvað hin efnin varðar þá getur áburðargjöf haft áhrif á niðurstöður gróðursýnanna en miðað við þessar niðurstöður þá ætti askan að hafa jákvæð áhrif á gróðurinn.Efnamagn í kg þurrefnisSýnatökustaðir


F


Ca


Mg


K


Na


P


S


Fe


 


mg/kg þ.e.


g


g


g


g


g


g


mg/kg þ.e.


Svínafell 2


15


4,1


2,3


27,6


0,5


3,4


2,6


1040


Kálfafell 1b


21


5,6


3,4


15,0


1,0


3,1


3,0


1031


Kirkjubæjarkl.


19


3,1


2,0


22,3


0,6


4,1


2,4


1438


Fagurhlíð


14


3,9


2,9


24,5


0,6


4,9


4,0


878


Efri Ey 2


9


3,5


2,3


28,6


0,5


4,6


3,2


861


Snæbýli 1


18


4,4


2,9


14,9


0,8


3,4


2,2


3527


Ytri – Ásar


5


3,4


2,4


26,8


0,4


3,6


3,2


684


Hraungerði


2


3,2


2,0


29,2


0,5


4,4


3,4


428


Meðaltal:


13


3,9


2,5


23,6


0,6


3,9


3,0


1236

back to top