Athugun á áhrifum ösku á verkun og lystugleika gróffóðurs

Þann 8. júní síðast liðinn voru tekin gróðursýni  frá fjórum bæjum þar sem aska hafði fallið í mismiklum mæli. Tilgangur athugunarinnar var að athuga áhrif öskunnar á verkunina í fóðrinu með því að mæla sýrustigsbreytingar við súrnun heysins. Spurningin er hvort askan gæti því haft hamlandi áhrif á verkun fóðursins annars vegar vegna hugsanlegrar „buffer“virkni og hins vegar er hugsanlegt að askan hafi bein áhrif á örveruvöxt, þar sem verkun votheysins byggist á hraðri og nægri súrnun.
 Öll gróðursýnin voru tekin í um 10-15 cm hæð og var hæð grassins um 42-45 cm. Grasið var klippt niður í mjög smá stubba ca. 5-15 mm og því troðið í loftþéttar glerkrukkur með einföldum gaslás. Heyið frá hverjum bæ var sett í fimm krukkur og sýrustigið mælt fimm sinnum. Krukkurnar stóðu á köldum og skuggsælum stað.














































Tafla 1. pH-mæling úr krukkusýnum – sýni tekin 8. júní 2010 Þurrefni
Bær / dagur

14.6 2010


22.6 2010


29.6 2010


6.7 2010


19.7 2010


6.7 2010

Þjórsárnes

6,65


4,41


4,62


4,65


3,51


22,0%

Bollakot

6,18


5,04


4,44


5,07


4,47


19,5%

Þorvaldseyri

6,64


5,86


5,7


5,28


5,48


19,0%

Eystri-Pétursey

6,45


6,00


3,97


5,93


3,88


17,5%


Í Þjórsárnesi í Flóa hafði verið öskufjúk en rigndi duglega áður en sýnið var tekið þannig að ekki var sjáanleg aska á blöðum né í sverði. Þjórsárnes getur því talist sem nokkuð hreint svæði.
Í Bollakoti í Fljótshlíð hafði verið talsvert öskufall og mikið öskufjúk. Mikið ryk var því á blöðum og um 0,5-3 cm öskulag í sverðinum.
Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum var um 4-6 cm þykkt öskulag í sverðinum og grasið talsvert öskumengað. Mikill raki var í sverðinum þannig að lítil sem engin aska þyrlaðist upp þegar gengið var um túnin. Svo virtist sem askan væri heldur grófari þar miðað við öskuna í Mýrdalnum.
Á Eystri-Pétursey var um 3-4 cm þykkt öskulag og talsvert öskufjúk búið að vera. Þegar gengið var um rykaði talsvert upp og er eins og askan sé fíngerðari hér heldur en á Þorvaldseyri.
 
Á mynd lítur súrnum heysýnanna þannig út:



Hér var um grasþurrt hey að ræða með þurrefni í kringum 20%. Við góða verkun ætti sýrustig þess að ná pH 3,2-3,5 í rúllum. Úr línum myndarinnar má sjá að hvað mest hefur súrnað heyið frá Þjórsárnesi, þótt þurrast væri (22% þe.) en hvað hægast heyið frá Þorvaldseyri. Bollakots- og Eystri-Péturseyjar-heyið verður þar á milli. Munur á súrnuninni er þó lítill. Álykta má að askan hafi ekki haft teljandi áhrif á súrnun heysins fyrr en þá helst að mengun hennar er orðin umtalsverð líkt og gerðist á Þorvaldseyri. Taka skal þó fram að sambærilegt rúlluhey á Þorvaldseyri, reyndar með íblöndunarefni með mjólkursýrugerlum, var mælt 28. júní reyndist hafa talsvert lægra sýrustig eða pH 3,3. Sýnilega eru það fleiri þættir en askan sem áhrif hafa á gang verkunarinnar í krukkunum.


Hér má bæta við að einföld athugun gerð á Hvanneyri í júníbyrjun 2010 (Bjarni Guðmundsson – óbirt gögn) sýndi að íblöndun ösku sem nam allt að 10% af þunga heysins hafði hverfandi áhrif á upphafssýrustig þess. Sú athugun styður ályktunina sem dregin hefur verið af súrsunarmælingum á heyinu frá bæjunum fjórum.
























































Tafla 2. Lystugleiki heys úr rúllum hjá kvígum í fjósi – heyið var gefið 28. júní 2010
Hey frá

Rúlla kg


Gefið


Rest


Át


Þe.


pH


Át kg þe.


Átstuðull

Stóra-Ármót

850


400


0


400


41


3,7


164,0


100

Þorvaldseyri

810


470


94


376


22


3,3


82,7


50,4

Voðmúlastðair

660


410


57


353


47


5,5


165,9


101,2

Eystri-Pétursey

600


210


9


201


35


5,3


70,4


42,9


Ákveðið var að gera athugun á því hvernig heyið af gossvæðinu myndi étast. Fengnar voru rúllur frá þremur bæjum af því svæði auk Stóra-Ármóts sem notað var sem viðmið þar sem heyið þaðan var algjörlega ómengað ösku.
Á Þorvaldseyri var heyið slegið með framsláttuvél og var tekið beint upp úr sláttuskáranum, úðað með íblöndunarefni með mjólkursýrugerlum og rúllað.
Á Voðmúlastöðum var slegið með venjulegri sláttuvél. Heyið mjög öskumengað en mikið öskufjúk hafði verið um það leit sem heyið var hirt. Heyinu var bæði snúið og það rakað.
Á Eystri-Pétursey var slegið með knosara og látið liggja áður en það var tekið upp beint úr sláttuskáranum og rúllað.
Heyi úr þessum fjórum rúllum var svo raðað fyrir framan kvígurnar á Stóra-Ármóti. Fengu þær því frjálsan aðgang af fóðrinu og gátu valið það fóður sem þeim líkaði best.
Allsterk fylgni er milli átstuðuls og þurrefnis heysins sem bendir til þess að öskuáhrifin séu líklega smá samanborið við áhrif þurrefnis.  Fáar mælitölur liggja á bakvið þessa athugun og því rétt að oftúlka ekki niðurstöður.



















































Tafla 3. Lystugleiki heys úr rúllum hjá kúm á beit – heyið var gefið 28. júní 2010
Hey frá

Rúlla kg


Gefið


Rest


Át


Þe.


Át kg þe.


Átstuðull

Stóra-Ármót

850


450


0


450


41%


184,5


100

Þorvaldseyri

810


340


70


270


22%


59,4


32,2

Voðmúlastaðir

660


250


0


250


47%


117,5


63,7


Eystri-Pétursey


600


390


60


350


35%


115,5


62,6


Einnig var gerð samskonar athugun með sama fóður hjá kúm á beit. Kýrnar höfðu frjálsan aðgang að heyi úr þessum rúllum auk beitarinnar. Kýrnar á Stóra Ármóti hafa alltaf aðgang að heyi með beitinni og það kom í ljós í þessari athugun að þær tóku síður í aðkomuheyið en það sem þær voru vanar auk þess sem þurrefni heyja virðist hafa afgerandi áhrif á átið líkt og hjá kvígunum.


Bjarni Guðmundsson
Grétar Hrafn Harðarson
Margrét Ósk Ingjaldsdóttir

back to top