Kynbótamat fyrir kjötgæði 2003

Hér er að finna helstu niðurstöður úr BLUP kynbótamatinu sem unnið var í haust úr kjötmatsupplýsingum síðustu fimm ára. Niðurstöður kynbótamatsins gerir það að verkum að hægt er að bera saman gripi um allt land á sama grunni. Kynbótamatið er reiknað fyrir báða þætti kjötmatsins, þ.e. GERÐ og FITU. Í heildareinkunninni vegur fitumatið 60% og mat fyrir gerð 40%. Nýttar eru kjötmatsupplýsingar úr fjárræktarfélögunum síðustu fimm ára þar sem um er að ræða öll feðruð lömb og eru til upplýsingar fyrir lömb undan nær 22 þúsund hrútum. Ættir gripa eru raktar saman eins og kostur er fyrir úrvinnslu. Leiðrétt er fyrir hinum ýmsu þáttum og má þar nefna að leiðrétt er fyrir valpörun sem hefur oft nokkur áhrif í gögnum úr sauðfjárræktinni. Nánar er hægt að fræðast um kynbótamatið í grein Jóns Viðars Jónmundssonar og Ágústar Sigurðssonar í sauðfjárræktarblaði Freys 2003.
Til gamans eru birtar töflur með upplýsingum úr kynbótamatinu þar sem taldir eru upp þeir hrútar á Suðurlandi sem koma best út fyrir fitu annars vegar og gerð hins vegar. Ekki eru birtir hrútar sem fá lægra en 90 fyrir hinn þáttinn. Í töflu 3 eru hrútar sem eru með 118 eða meira í heildareinkunn. Garpur 92808 á flesta afkomendur á þessum lista og nokkrir feðgar eru á þessum listum, eins og Sproti og Vöggur frá Oddgeirshólum, Máni og Toppur frá Teigi I og Röðull og Sómi frá Borgarfelli. 
Tafla 1. Hrútar með 125 eða meira fyrir FITU í kynbótamati á Suðurlandi
Hrútur     Heildar-    
Númer Nafn Fita Gerð einkunn Faðir Bær
99-766 Bjalli 129 100 117,4 Garpur 92808 Skeiðháholti
01-280 Kistill 128 108 120,0 Sjóður 97846 Gýgjarhólskoti
01-749 Glaumur 127 102 117,0 Flotti 98850 Þykkvabæjarklaustri
94-587 127 98 115,4 Þykkvabæjarklaustri
00-410 Skuggi 126 109 119,2 Lækur 97843 Meiri-Tungu (SÞS)
99-032 Aresson 126 105 117,6 Ares 98039 Hjarðarlandi (EJ)
98-261 Bóli 126 98 114,8 Húnn 92809 Eystri-Torfastöðum
01-707 Galsi 125 108 118,2 Eir 96840 Vogsósum II
01-775 Fífill 125 102 115,8 Dalur 97838 Hraungerði
01-700 Heiðar 125 95 113,0 96597 Fossnesi

 


Tafla 2. Hrútar með 135 eða meira fyrir GERÐ í kynbótamati á Suðurlandi
Hrútur     Heildar-    
Númer Nafn Fita Gerð einkunn Faðir Bær
99-148 Skarfur 91 149 114,2 Viggi 98125 Ytri-Skógum
99-131 90 139 109,6 Garpur 92808 Heiðarbæ
98-380 Sproti 105 138 118,2 Stubbur 95815 Oddgeirshólum
01-006 Prins 100 138 115,2 Kóngur 97847 Oddgeirshólum
99-412 Máni 93 138 111,0 Garpur 92808 Teigi I
00-003 Vöggur 109 137 120,2 Sproti 98380 Oddgeirshólum
96-512 Röðull 92 137 110,0 Bútur 93982 Borgarfelli
97-011 Öðlingur 92 136 109,6 Ásgrautur 96012 Brautartungu
00-435 Austri 107 135 118,2 Lækur 97843 Skarði
01-043 Kraftur 107 135 118,2 Lækur 97843 Austurey (fá lömb)
00-647 Sómi 97 135 112,2 Röðull 96512 f. Borgarfelli
01-431 Toppur 95 135 111,0 Máni 99412 Teigi I
00-102 Darri 94 135 110,4 Massi 95841 Heiðarbæ
99-085 Gosi 90 135 108,0 Eisti 98084 Bryðjuholti

 


Tafla 3. Hrútar með 118 eða meira fyrir HEILDAREINKUNN í kynbótamati á Suðurlandi
Hrútur     Heildar-    
Númer Nafn Fita Gerð einkunn Faðir Bær
01-734 Smári 117 129 121,8 Kóngur 97847 Borgarfelli
00-003 Vöggur 109 137 120,2 Sproti 98380 Oddgeirshólum
96-704 Biti 111 134 120,2 Bútur 93982 Ósabakka
00-325 Spakur 120 120 120,0 Lækur 97843 Pétursey
01-280 Kistill 128 108 120,0 Sjóður 97846 Gýgjarhólskoti
99-570 119 121 119,8 Garpur 92808 Hvammi
01-278 Prins 112 130 119,2 Kóngur 97847 Efri-Ey II
00-410 Skuggi 126 109 119,2 Lækur 97843 Meiri-Tungu (SÞS)
98-380 Sproti 105 138 118,2 Stubbur 95815 Oddgeirshólum
00-435 Austri 107 135 118,2 Lækur 97843 Skarði
01-043 Kraftur 107 135 118,2 Lækur 97843 Austurey (fá lömb)
98-381 Gyllir 113 126 118,2 Bútur 93982 Miðhúsum
01-707 Galsi 125 108 118,2 Eir 96840 Vogsósum II
98-562 Gýmir 120 115 118,0 Mölur 95812 Borgarfelli

back to top