Stigahæstu veturg. hrútar fyrir sláturlömb 2009

Veturgamlir hrútar voru verðlaunaðir fyrir sláturlömb árið 2009. Alls voru verðlaunaðir 12 hrútar, þrír í hverri sýslu.


Hrútar sem komu til röðunar þurftu að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
• Hrútur þarf að eiga að lágmarki 15 sláturlömb
• Hrútur þarf að hafa
– 100 eða meira í kjötmatseinkunn
– 100 eða meira í fallþungaeinkunn
• Sláturlömb þurfa að hafa að meðaltali
–  9,0 eða meira fyrir gerð
– 6,7 eða minna fyrir fitu


Lágmarksskilyrði bús svo að hrúturinn komist til röðunar
– Landsmeðaltal fyrir gerð og fitumat haft til hliðsjónar
– Gerð bús meira en eða jafnt og 8,5
– Fitumat bús minna en eða jafnt og 6,8


Þeim hrútum sem uppfylltu ofangreind skilyrði var síðan raðað á eftirfarandi hátt:
• Við röðun voru notaðar gerðareinkunn, kjötmatseinkunn og fallþungaeinkunn
• Gerðareinkunn er margfölduð með 10 og hefur að auki tvöfalt vægi á móti kjötmatseinkunn og fallþungaeinkunn
• Tölurnar lagðar saman og deilt með 4
                 Dæmi: (110+100+9.5*10*2)/4=100.0


Hrútar sem uppfylltu skilyrðin voru alls 28 talsins
– í Árnessýslu 9, Rangárvallasýslu 5, Vestur-Skaftafellssýslu 7 og Austur-Skaftafellssýslu 7
• 16 þeirra eru undan sæðingahrútum
– Kveikur á 05-965 á 4 syni í úrvalshópnum
– Bjálki 3 syni og Ljúfur og Cat 2 syni hvor
– Þráður, Fróði, Fálki, Hylur og Þróttur 1 hver
• 20 bú sem eiga þessa 28 hrúta

Stigahæstu veturg.hrútar fyrir sláturlömb 2009

back to top