Stigahæstu veturg. hrútar fyrir sláturlömb 2008
Veitt voru verðlaun fyrir veturgamla hrúta 2008 í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Alls voru verðlaunaðir tólf veturgamlir hrútar, þrír í hverri sýslu.
Hrútar sem komu til röðunar þurftu að uppfylla eftirtalin skilyrði:
• Hrútur þarf að eiga að lágmarki 15 sláturlömb
• Hrútur þarf að hafa
– 110 eða meira í kjötmatseinkunn
– 100 eða meira í fallþungaeinkunn
• Sláturlömb þurfa að hafa
– 8,5 eða meira fyrir gerð
– minna en 8,0 fyrir fitu
Þeim hrútum sem uppfylltu ofangreind skilyrði var síðan raðað á eftirfarandi hátt:
• Við röðun voru notaðar gerðareinkunn, kjötmatseinkunn og fallþungaeinkunn
• Gerðareinkunn er margfölduð með 10 og hefur að auki tvöfalt vægi á móti kjötmatseinkunn og fallþungaeinkunn
• Tölurnar lagðar saman og deilt með 4
Dæmi: (110+100+9.5*10*2)/4=100.0
Fjöldi þeirra hrúta sem uppfyllti skilyrði til röunar var:
• 74 veturgamlir hrútar
– í Árnessýslu 17, Rangárvallasýslu 17, Vestur-Skaftafellssýslu 19 og Austur-Skaftafellssýslu 21
• 52 þeirra eru undan sæðingahrútum (70%)
• Raftur 05-966 á 22 syni í úrvalshópnum (30%)
– Aðrir eiga mun færi…
• Dregill 5, Hvellur 4, Gaddur 4, Papi 3, Bobbi 3, Lundi 3, Blettur 2 og Álfur, Kveikur, Cat, Áll, Lóði og Spakur einn hver
Niðurstöður úr verðlaunaveitingunum, lista yfir þá hrúta sem komu tl röðunar og efstu hrúta má nálgast í eftirfarandi pdf-skjali:
Stigahæstu veturg. hrútar fyrir sláturlömb 2008