Stigahæstu veturg. hrútar 2006

Veitt voru verðlaun fyrir veturgamla hrúta 2006 í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Alls voru verðlaunaðir tólf veturgamlir hrútar, þrír í hverri sýslu.

Fyrirkomulag á röðun hrútanna var þannig að allir hrútar komu til greina sem fengu 35,5 stig eða meira í samanlögð stig fyrir bak, malir og læri. Aðeins þeir hrútar komu til röðunnar þar sem skýrslum hafði verið skilað til Bændasamtaka Íslands og gögn borist til baka. Við röðunina var eingöngu notast við sláturupplýsingar hrútanna og sett sem skilyrði að hver hrútur ætti að lágmarki 10 sláturlömb. Alls komu 77 hrútar til röðunar þar af voru 22 í Árnessýslu, 26 í Rangárvallasýslu, 19 í Vestur-Skaftafellssýslu og 10 í Austur-Skaftafellssýslu. Við röðunina var horft til þess að hrútarnir væru að gera útslag á sínu búi hvað varðar gerð og fitu, einnig að hrútarnir væru að gefa fallþyngd um eða yfir meðaltali búsins.

Niðurstöður úr verðlaunaveitingunum, lista yfir þá hrúta sem komu tl röðunar og efstu hrúta í BLUP má nálgast í eftirfarandi pdf-skjölum:

Stigahæstu veturg. hrútar 2006

Hrútar sem komu til röðunar 2006

back to top