Hæst dæmdu lambhrútar 2006

Líkt og þrjú síðustu ár voru verðlaunaðir stigahæstu lambhrútarnir fyrir samanlögð stig fyrir bak, malir og læri og fer listi með þeim hér á eftir. Það fyrirkomulag var haft að einungis einn hrútur frá hverju búi hlaut viðurkenningu. Auk þess var hæst dæmda hrút hverrar sýslu veittur farandskjöldur sem Lánasjóður landbúnaðarins gaf. Ef hrútar eru jafnir fyrir þessa eiginleika samanlagt ráða heildarstigin og þá ómvöðvi, lögun og ómfita. Líkt og s.l. haust er einlembingum “refsað” þannig að dregin eru 0,5 stig af Bak+Malir+Læri, (0,125 stig af baki, 0,125 af mölum og 0,25 af lærum), hjá fæddum einlembingum og gengnum. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi er að einlembingar eru í flestum tilfellum feikna vænir gripir og því yfirleitt heldur hátt stigaðir.

Þungi, mál og stigun lambhrútanna

Lambhrútar


581B frá Fornustekkum, f. Kuldi 03-924.
A-Skaftafellssýsla:

  1. 581B frá Fornustekkum (f. Kuldi 03-924) – 87,0 stig
  2. 029 frá Holtahólum (f. Lómur 02-923) – 87,0 stig
  3. 110 frá Brekku (f. Dári 04-519) – 86,0 stig
  4. 097 frá Hnappavöllum V (f. Toppur 00-926) – 85,5 stig
  5. 338 frá Jaðri (f. Tími 04-608) – 85,0 stig
  6. 237 frá Svínafelli 2 (f. Fjölnir 02-472) – 86,0 stig
  7. 493A frá Bjarnanesi (f. Hylur 01-883) – 86,0 stig
  8. 044 frá Hólabrekku (f. Hylur 01-883) – 85,5 stig
  9. 051 frá Nýpugörðum (f. Lómur 02-923) – 85,0 stig
  10. 344 frá Ártúni (f. Glói 05-305) – 84,5 stig

77B frá Herjólfsstöðum, f. Pyttur 04-068.


1977 frá Úthlíð, f. Spaði 05-231.

V-Skaftafellssýsla:

  1. 77B frá Herjólfsstöðum (f. Pyttur 04-068) – 87,0 stig
  2. 1977 frá Úthlíð (f. Spaði 05-231) – 86,5 stig
  3. 9492 frá Borgarfelli (f. Fáni 04-176) – 86,0 stig
  4. 2241 frá Ásgarði (f. Kútur 03-937) – 87,0 stig
  5. 779B frá Þykkvabæ III (f. Reyr 04-431) – 86,0 stig
  6. 771 frá Þykkvabæ III (f. Lómur 02-923) – 85,5 stig
  7. 1351 frá Giljum (f. Kútur 03-937) – 85,0 stig
  8. 7742 frá Búlandi (f. Máni 04-210) – 85,0 stig
  9. 106 frá Mörk (f. Toppur 00-926) – 85,0 stig
  10. 2728 frá Snæbýli (f. Roði 04-151) – 85,0 stig

174 frá Skarði, f. Mímir 04-951.


69 frá Hemlu, f. Hylur 01-883.

Rangárvallasýsla:

  1. 174 frá Skarði (f. Mímir 04-951) – 87,5 stig
  2. 019 frá Skíðbakka I (f. Máni 04-030) – 87,0 stig
  3. 069 frá Hemlu (f. Hylur 01-883) – 88,0 stig
  4. 592 frá Lækjarbotnum (f. Valur 05-045) – 87,0 stig
  5. 009 frá Kaldbak (f. Trefill 03-111) – 87,0 stig
    090 frá Álfhólum (f. Partur 99-914) – 87,0 stig
  6. 5059 frá Austvaðsholti (JB) (f. Mímir 04-951) – 87,0 stig
  7. 354 frá Brú (f. Mangó 03-948) – 85,5 stig
  8. 071 frá Ytri-Skógum (f. Lómur 02-923) – 85,5 stig
  9. 6109 frá Raftholti I (f. Lómur 02-923) – 85,0 stig
  10. 418 frá Ytri-Skógum (f. Hafur 03-221) – 85,5 stig
  11. 3039 frá Austvaðsholti (HB) (f. Pakki 05-180) – 84,5 stig

56 frá Langsstöðum f. Sævar 04-095.


51 frá Þverspyrnu, f. Sopi 05-361

Árnessýsla:

  1. 056 frá Langsstöðum (f. Sævar 04-095) – 87,5 stig
  2. 051 frá Þverspyrnu (f. Sopi 05-361) – 87,0 stig
  3. 223 frá Ósabakka II (f. Köttur) – 87,0 stig
  4. 155 frá Þóroddsstöðum (f. Oddur 02-942) – 87,0 stig
  5. 067 frá Brúnastöðum (f. Stúfur 05-082) – 87,0 stig
  6. 013 frá Sandgerði 4 (f. Roði 03-212) – 86,5 stig
  7. 009 frá Oddgeirshólum (SG) (f. Lómur 02-923) – 86,0 stig
  8. 434 frá Oddgeirshólum (MG) (f. Bikar 04-010) – 85,0 stig
  9. 012 frá Tóftum (f. Bylur 04-032) – 87,0 stig
  10. 655 frá Hurðarbaki (f. Dímon 04-134) – 86,0 stig

back to top