Stigahæstu veturg. hrútar 2004

Í mars 2005 voru verðlaun fyrir “bestu” veturgömlu hrútana 2004 í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Fyrirkomulag röðunar á hrútunum var þannig að allir hrútar voru í pottinum sem fengu 35,5 stig eða meira í samanlögð stig fyrir bak, malir og læri. Aðeins þeir hrútar komu til röðunar þar sem skýrslum hafði verið skilað til BÍ og gögn borist til baka. Eingöngu var notast við sláturupplýsingar við röðunina og sett það skilyrði að hver hrútur ætti að lágmarki 10 sláturlömb.

Alls voru 62 hrútar sem komu til röðunnar, þ.a. voru 19 í Árnessýslu, 16 í Rangárvallasýslu og 27 í Vestur-Skaftafellssýslu. Þetta var mikið úrval hrúta en niðurstöðutölur fyrir sláturlömb mjög breytilegar. Margir af stigahæstu hrútunum komu ekki til endanlegrar röðunar því sláturlömbin undan þeim voru alltof feit að meðaltali.

Niðurstöður úr verðlaunaveitingum voru þannig:V-Skaftafellssýsla Sláturniðurstöður hrúts Sláturniðurstöður bús
Hrútur, nafn og númer Faðir Stig BML Fjöldi Fallþ. Gerð Fita Hlutf. Fallþ. Gerð Fita Hlutf.
1. Lopi 03-085, Úthlíð Stalín 02-024 86,5 37,0 31 18,2 10,32 7,81 1,32 18,2 9,65 7,97 1,21
2. Áki 03-105, Borgarfelli Áll 00-868 85,5 36,5 25 17,4 9,68 7,52 1,29 17,1 10,00 8,13 1,23
3. Rebbi 03-048, Herjólfsstöðum Hnykill 02-027 85,0 35,5 20 17,5 10,28 8,05 1,27 17,2 9,07 8,10 1,12
 
Rangárvallasýsla Sláturniðurstöður hrúts Sláturniðurstöður bús
Hrútur, nafn og númer Faðir Stig BML Fjöldi Fallþ. Gerð Fita Hlutf. Fallþ. Gerð Fita Hlutf.
1. Hafur 03-221, Ytri-Skógum Túli 98-858 84,0 35,5 34 15,9 10,12 7,86 1,29 16,2 9,42 7,84 1,20
2. Trefill 03-111, Kaldbak Hnöttur 02-111 86,5 36,5 49 15,5 9,35 7,20 1,30 16,6 8,53 7,88 1,08
3. Forkur 03-240, Efstu-Grund (f. Ytri-Skógum) Hrani 01-182 87,0 36,5 23 16,2 9,57 8,04 1,19 15,9 8,77 7,87 1,11
 
Árnessýsla Sláturniðurstöður hrúts Sláturniðurstöður bús
Hrútur, nafn og númer Faðir Stig BML Fjöldi Fallþ. Gerð Fita Hlutf. Fallþ. Gerð Fita Hlutf.
1. Vestri 03-143, Hrafnkelsstöðum (f. Hjarðarf.) Bóndi 01-703 84,5 35,5 10 16,1 9,80 6,50 1,51 16,6 9,12 7,84 1,16
2. Bruni 03-073, Brúnastöðum Kristall 02-079 85,5 36,5 33 18,0 10,18 8,09 1,26 18,4 9,48 8,22 1,15
3. Fóstri 03-006, Oddgeirshólum Vísir 01-892 86,0 36,5 29 17,5 9,55 8,10 1,18 16,8 9,49 8,26 1,15

Þessir níu hrútar eru allir mjög athyglisverðir. Það var ekki auðvelt að gera upp á milli sumra þessara hrúta og eins voru fleiri hrútar sem fylgdu verðlaunahrútunum fast á eftir fyrir sláturlömb en þetta varð niðurstaðan.

Lopi 03-085, Úthlíð

Trefill 03-111, Kaldbak

Fóstri 03-006, Oddgeirshólum

Bruni 03-073, Brúnastöðum

Áki 03-105, Borgarfelli

Hafur 03-221, Ytri-Skógum

back to top