Niðurstöður hrútasýninga haustið 2000

Hrútasýningar voru haldnar í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi haustið 2000. Til sýningar mættu alls 555 hrútar á 32 sýningum. Flestir hlutu 1. verðlaun A eða 432 (78%), 84 (15%) 1. verðl.B og 19 (7%) 2. og 3. verðlaun. Meðaþungi var 83,1 kg, brm. 104 cm, spj. 24,1 cm og fótl. 121 mm. Meðalómvöðvi reyndist vera 32,0 mm, meðalómfita 5,3 mm og meðallögun 3,2.
Dómarar voru Fanney Ólöf Lárusdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Halla Eygló Sveinsdóttir, Jón Viðar Jónmundsson og Jón Vilmundarson. Veittar voru viðurkenningar hæst dæmdu veturgömlu hrútum hverrar sýslu og fer listi með þeim hér á eftir. Auk þess var hæst dæmda hrút hverrar sýslu veittur farandskjöldur sem Lánasjóður landbúnaðarins gaf.
Til athugunar! Hrútunum var raðað eftir stigum fyrir bak, malir og læri og síðan eftir heildarstigum og ómmælingu.

Þungi, mál og stigun hrútanna.








Nökkvi frá Borgarfelli
V-Skaftafellssýsla:

  1. Nökkvi frá Borgarfelli – 86,0 stig
  2. Neisti frá Hraungerði – 84,5 stig
  3. Hreinn frá Borgarfelli – 85,0 stig
  4. Leiri frá Fagurhlíð – 85,0 stig
  5. Fleygur frá Kirkjubæjarklaustri – 84,5 stig
  6. Jaki frá Úthlíð – 84,5 stig
  7. Glampi frá Hraungerði – 84,5 stig
  8. Dúlli frá Fagurhlíð – 84,5 stig
  9. Sjóli frá Þykkvabæ III – 84,5 stig
  10. Gnýr frá Borgarfelli – 84,0 stig









Arður frá Kirkjulæk
Rangárvallasýsla:

  1. Arður frá Kirkjulæk – 85,0 stig
  2. Máni frá Teigi I – 85,0 stig
  3. Bjór frá Skarði – 85,5 stig
  4. Fengur frá Kastalabrekku – 85,5 stig
  5. Pjakkur frá Ytri-Skógum – 84,5 stig
  6. Roði frá Ytri-Skógum – 84,0 stig
  7. Sópur frá Teigi I – 84,0 stig
  8. Leiri frá Teigi I – 84,0 stig
  9. Þróttur frá Ytri-Skógum – 85,5 stig
  10. Durgur frá Teigi I – 85,0 stig









Bjalli frá Skeiðháholti
Árnessýsla:

  1. Bjalli frá Skeiðháholti – 85,0 stig
  2. Bjartur frá Miðfelli V – 86,0 stig
  3. Laukur frá Brautartungu – 85,5 stig
  4. Ljómi frá Brúnastöðum – 85,5 stig
  5. Gimili frá Ósabakka – 85,0 stig
  6. Tindur frá Hamri – 86,0 stig
  7. Baukur frá Brautartungu – 85,5 stig
  8. Stabbi frá Böðmóðsstöðum – 85,0 stig
  9. Snillingur frá Böðmóðsstöðum – 85,0 stig
  10. Tandor frá Ósabakka – 85,0 stig

back to top