Einstaklingsmerkingar sauðfjár

Einstaklingsmerkingar sauðfjár
Allt sauðfé á að vera einstaklingsmerkt frá og með 15. mars 2006. Hér er reynt að varpa ljósi á hvernig á að merkja féð og panta merki.

Hvað skal merkja og hvernig
Ásetningslömb skal merkja með viðurkenndu plötumerki í lit, a.m.k í annað eyrað, en því til viðbótar er heimilt að auðkenna hvern grip með einni eftirtalinna aðferða:

  1. Sams konar merki sett í hitt eyrað.
  1. Með viðurkenndu rafrænu merki.
 1. Upphaflegt lambamerki haldi sér, enda sé fyrsti stafur þess síðasti tölustafur fæðingarárs.

Sauðfé fætt fyrir 1. janúar 2005 og merkt og skráð í skýrsluhaldskerfi sauðfjárræktarfélaganna eða merkt og sannanlega skýrslufært á annan hátt þarf ekki að endurmerkja, þ.e. með forprentuðum viðurkenndum merkjum.

 

Sauðfé fætt fyrir 1. janúar 2005, ómerkt og utan skýrsluhalds skal merkja með eyrnamerkjum fyrir 1. janúar 2006. Heimilt er að nota forprentað merki sem inniheldur sambærilegar upplýsingar og lambamerki í þetta fé. Á merkjunum skal koma fram bæjarnúmer skv. landsmarkaskrá og númer innan hjarðar.

Með viðurkenndum eyrnamerkjum er átt við merki með eftirfarandi forprentuðum upplýsingum:

 

  1. YD-einkennisstafir embættis yfirdýralæknis.
  1. IS-einkennisstafir Íslands.
  1. Bæjarnúmer skv. landsmarkaskrá.
 1. Fjögurra stafa gripanúmer, þar sem fyrsti stafur númersins er síðasti tölustafur fæðingarárs, en síðari þrír tölustafirnir eru númer grips innan hjarðar.

 

Númer grips innan hjarðar velur umráðamaður sjálfur á þann hátt sem honum hentar.

Lömb skal merkja með forprentuðu merki (lambamerki) innan 30 daga frá fæðingu. Á merkjunum skal koma fram bæjarnúmer skv. landsmarkaskrá og lambanúmer innan hjarðar.

 

Litir forprentaðra plötumerkja skulu vera samkvæmt litakorti sem meðal annars var birt sem viðauki með reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.

Vinnulag við merkingar og skráningu 

Mælt er með því vinnulagi við merkingarnar að lömb séu merkt og skráð samhliða.
Skráning fer fram í gegnum sauðfjárskýrsluhald hjá þeim sem í skýrsluhaldi eru.
Þeir sem utan skýrsluhaldsins standa skulu skrá upplýsingar í sérstaka hjarðbók sem Embætti yfirdýralæknis hefur gefið út. Hjarðbók þessa er hægt að fá hjá búnaðarsamböndunum, Bændasamtökunum og á netinu frá og með síðari hluta nóvember mánaðar 2005. Í nánustu framtíð er fyrirhugað að allir bændur skrái upplýsingarnar sjálfir í veflægan gagnagrunn.

Umráðamaður búfjár er ábyrgur fyrir skráningu upplýsinga um öll dýr hjarðar sinnar í sérstaka hjarðbók, annaðhvort í gagnagrunn eða á skýrsluform, sem skráningaraðili lætur í té og viðurkennt er af yfirdýralækni.

Eftirfarandi upplýsingar um sauðfé skal skrá í hjarðbók:

  1. Einstaklingsnúmer dýrs.
  1. Fæðingarmánuð og ár.
  1. Valnúmer, ef um slíkt er að ræða.
  1. Kyn dýrs.
  1. Stofn dýrsins.
  1. Einstaklingsnúmer móður.
  1. Dagsetningu slátrunar og ef dýrið ferst eða glatast.
  1. Alla flutninga lífdýra til og frá hjörð, bæði varanlega og tímabundna, þó ekki flutning eða rekstur á afrétt.
   Auk þess;
    1. nafn, heimilisfang og bús- eða bæjarnúmer sendanda og móttakanda;

    1. fjölda dýra sem eru flutt/seld;

   1. einstaklingsnúmer dýra sem eru flutt/seld.
  1. Dagsetning flutnings.
 1. Móttekin plötumerki.

Merkjapantanir 

Eyrnamerki er hægt að panta í gegnum veflægan gagnagrunn, MARK, sem finna má á slóðinni www.bufe.is . Einnig er hægt að panta merki hjá Búnaðarsambandinu eða Bændasamtökunum.

Til að fá aðgang að MARK þarf að hafa samband við tölvudeild Bændasamtakanna eða viðkomandi búnaðarsamband. Einnig má senda tölvupóst á netfangið mark@bondi.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, bæjarheiti og póstnúmer. Bændur fá þá sendan veflykil í pósti. Þessi veflykill er notaður þegar bændur nýskrá sig inn í kerfið í fyrsta sinn í gegnum www.bufe.is .

Leiðbeiningar vegna merkjapöntunar í MARK

  1. Farið er í Pöntun í vinstri valmynd.
  1. Smellt er á Panta vöru .
  1. Velja plötumerki fyrir sauðfé.
  1. Setjið vöru í körfu. (Smella á tákn fyrir körfu lengst til hægri).
  1. Sláið inn fæðingarár grips og síðan viðeigandi gripanúmer samkvæmt leiðbeiningum.
   Passið upp á að bæjarnúmer og litur sé réttur í MARK en þessar upplýsingar koma fram efst á síðu. Ef þið teljið svo ekki vera hafið samband við Guðlaugu eða Kristínu í tölvudeild Bændasamtakanna í síma 563-0300
  1. Smellið á Setja í körfu .
 1. Ef panta á fleiri plötumerki þ.e. fyrir aðra árganga þá er smellt á Panta fleiri sauðfjármerki annars er pöntun staðfest með því að smella á Staðfesta pöntun . Ef hætta á við er hægt að smella á Tæma körfu .

Merkjapantanir eru sendar á 7 daga fresti með rafrænum hætti til merkjasala.

Merki 

Viðurkennd eyrnamerki eru þau sem hafa verið viðurkennd af Landbúnaðarstofnun. Listi yfir viðurkennd sauðfjármerki – smelltu hér.

Framkvæmdanefnd búvörusamninga greiðir fast einingaverð fyrir viðurkennd eyrnamerki. Viðmiðunarverðið fyrir forprentað merki (í annað eyrað) er kr. 30 á merki og gildir fyrir haustið 2006. Þeir framleiðendur sem selja merkin á hærra verði þurfa að innheimta mismuninn hjá viðkomandi kaupanda merkja. 

Áletrun á merkin

 


Pinnahluti (karlhluti)


Gathluti (konuhluti)
Áletrun á merkin verður þannig að á pinnahluta (karlhluta) koma einkennisstafir íslands (IS) og yfirdýralæknis (YD), auk bæjarnúmers og gripanúmers. Á gathluta (konuhluta) koma bæjarnúmer auk gripanúmers. Setja skal merkin í þannig að gathlutinn snúi inn í eyrað.

Ísetningarbúnaður

Til ísetningar fyrir Combi 2000 merki frá Os Husdyrmerkefabrik er hægt að nota sömu tangir og fyrir nautgripamerki. Um er að ræða tvær gerðir ísetningartanga, Combi Senior og Combi Junior.

Fyrir aðrar merkjategundir vísast til umboðsaðila merkjanna.

Tangirnar er hægt að panta í MARK.

back to top