Fóðurþarfir sauðfjár

Orka í fóðri fyrir jórturdýr er metin í í mjólkurfóðureiningum, FEm. Orkuþörf til viðhalds er sú orka sem skepna þarf til þess að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi án framleiðslu eða þyngingar. Viðhaldsþörfin eykst með auknum þunga og til framleiðslu og/eða þyngingar þarf orku umfram viðhaldsþarfir.
Próteinþarfir jórturdýra eru metnar í grömmum af AAT á dag. AAT er heildarmagn próteins, eða öllu heldur amínósýra, sem skilar sér frá meltingarfærum til efnaskipta skepnunnar. AAT skiptist í tvennt eftir uppruna:

 

  • Torleyst fóðurprótein (t.d úr fiskimjöli) sem kemst ómelt gegnum vömb skepnunnar og meltist síðan í smáþörmum.
  • Örveruprótein, þ.e. prótein myndað af örverum vambarinnar og er síðan melt í smáþörmum.

PBV er einnig notað yfir próteingildi fóðurs. PBV segir til um próteinjafnvægi vambarinnar og hefur fóður ýmist jákvætt eða neikvætt PBV-gildi. Æskilegast er að PBV-gildi sé sem næst 0.

Orku-, prótein- og steinefnaþarfir áa og lambgimbra

Orkuþarfir fullorðinna áa til viðhalds og þyngingar, FEm/dag

Þungi, kg Þynging, g/dag Til viðhalds Til þyngingar Samtals
50 0 0,53 0 0,53
50 0,53 0,28 0,81
100 0,53 0,56 1,09
60 0 0,60 0 0,60
50 0,60 0,28 0,88
100 0,60 0,56 1,16
70 0 0,68 0 0,68
50 0,68 0,28 0,96
100 0,68 0,56 1,24
80 0 0,75 0 0,75
50 0,75 0,28 1,03
100 0,75 0,56 1,31

Reikna má með aukinni orkuþörf sem nemur 0,1-0,2 FEm/dag fyrstu þrjár vikurnar 
eftir rúning.

Orkuþarfir lambgimbra til viðhalds og vaxtar, FEm/dag
Þungi, kg Viðhald +50 g/dag +75 g/dag +100 g/dag
40 0,48 0,61 0,68 0,74
45 0,53 0,66 0,72 0,79
50 0,57 0,70 0,76 0,83
55 0,61 0,74 0,81 0,87
60 0,65 0,78 0,85 0,91

Orkuþarfir til fósturvaxtar á síðustu vikum meðgöngu
Tímabil FEm/dag
Á næst síðasta mán. meðgöngu 0,1
Í síðustu viku fyrir burð, einlemba 0,4
Í síðustu viku fyrir burð, tvílemba 0,6

Orkuþarfir áa til mjólkurframleiðslu, FEm/dag. 
M.v. er við 550g/dag vöxt tvílembinga og 350 g/dag 
vöxt einlembings.
Vika eftir burð Tvílemba Einlemba
1-3 1,76 1,08
4-6 1,44 0,90

Orkuþarfir lambgimbra til mjólkurmyndunar eru þær sömu.

Próteinþarfir áa til viðhalds, fósturvaxtar og mjólkurmyndunar, g AAT/dag
(ullarvöxtur innifalinn)

Þungi Viðhalds-
þarfir
Próteinþarfir á dag til viðhalds, fósturvaxtar og 
mjólkurmyndunar (g AAT)
Dagar af meðgöngu Fyrri hluti 
mjaltaskeiðs
Kg AAT, g/dag 60 102 130 144
55 Einl. 65         192
Tvíl. 65         247
60 Einl. 68         195
Tvíl. 68         250
65 Einl. 71         198
Tvíl. 71         253
70 Einl. 73 75 82 96 128 201
Tvíl. 73 77 88 110 162 255

Próteinþarfir lamba til viðhalds og vaxtar, g AAT/dag
(ullarvöxtur innifalinn)

Þungi, kg

Viðhald*

Vöxtur, g/dag

50 100 150 200
H G H G H G H G
30 28 53 51 67 63 81 75 95 87
40 35 60 57 73 68 86 80 100 91
50 41 66 63 79 74 91 85 105 95
*Þarfir til viðhalds án ullarvaxtar. H=hrútur, G=gimbur.

Til hliðsjónar fyrir PBV PBV, g/dag
Ær á viðhaldsfóðri 0 (-10 til -20)
Ær á sauðburði 0 (neikvætt)

Steinefnaþarfir áa

M.v. 60 kg þunga Dagsþörf á grip, g/dag
  Ca P Mg NaCl
Til viðhalds 4,5 3,5 0,6 8,0
Í fengieldi 6,0 9,0 0,6 8,0
Síð. 6 vikur meðgöngu, einl. 7,0 6,0 0,8 9,0
Síð. 6 vikur meðgöngu, tvíl. 9,0 7,0 0,9 9,0
Eftir burð, einl. 12,0 9,5 2,7 12,0
Eftir burð, tvíl. 14,0 11,0 2,2 12,0

Helstu heimildir:
Gunnar Guðmundsson 2002: Fóðurþarfir jórturdýra. Handbók bænda 52: 151-155.
Jóhannes Sveinbjörnsson 2002: Fóðrun sauðfjár. Handbók bænda 52: 156-162.
Jóhannes Sveinbjörnsson og Bragi Líndal Ólafsson 1999: Orkuþarfir nautgripa og sauðfjár í vexti með hliðsjón af mjólkurfóðureiningakerfi. Í: Ráðunautafundur 1999: 204-217.

back to top