Reglur um gæðastýringu í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar

Samkvæmt samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 2004 er hluti af stuðningi ríkisins við mjólkurframleiðslu óframleiðslutengdur og minna markaðstruflandi stuðningur og mun hlutfall þess háttar stuðnings fara vaxandi út samningstímann.

Samþykkt hefur verið að ráðstafa þessum óframleiðslutengda stuðningi á þann hátt að, frá og með framleiðsluárinu 2008/2009, verði hann greiddur til þeirra framleiðenda er standast kröfur um gæðastýringu í skýrsluhaldi í nautgriparækt.

Settar hafa verið upp reglur um gæðakröfur í skýrsluhaldi með það að markmiði að bæta gæði skýrsluhaldsgagna og auka samræmingu í afurðaskýrsluhaldi þar sem slíkt skýrsluhald er grundvöllur að því sameiginlega ræktunarstarfi sem stundað er í nautgriparækt.

Kröfur um skýrsluskil eru þær að skýrslur þurfa að vera komnar inn til uppgjörs fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð.


Kröfur um kýrsýni kveða á um að tvö kýrsýni skuli taka á hverjum ársfjórðungi almanaksársins.   Niðurstöður kýrsýna þurfa að hafa borist innan 15 daga frá því ársfjórðungi lýkur.

Greiðslur verðlagsársins verða því fjórar, greiddar út fyrir 3 mánaða tímabil í senn.

Þau bú sem ekki standast ofangreindar kröfur, fá ekki greiðslur fyrir viðkomandi ársfjórðung. Bú sem falla út af einum eða fleiri ársfjórðungum eiga rétt á að koma inn á næsta ársfjórðungi, enda hafi þau þá skilað öllum skýrslum það sem af er verðlagsárinu eigi síðar en fyrstu skýrslu þess ársfjórðungs og skilað kýrsýnum á undangengnum ársfjórðungum samkvæmt ofangreindum kröfum. Þetta þýðir að falli bú út af einum ársfjórðungi getur það komi inn á næsta að því tilskildu að allar skýrslur hafi skilað sér inn fyrir fyrsta skiladag á viðkomandi ársfjórðungi og búið verður einnig að hafa skilað kýrsýnum á öllum ársfjórðungum eins og gert er ráð fyrir í reglunum.Þau bú sem ekki náðu að standast kröfur um gæðastýringu á síðasta verðlagsári geta að sjálfsögðu tekið þátt í gæðastýringu næsta verðlagsárs með því að byrja regluleg skýrsluskil og töku kýrsýna.


Ný skýrslubú, geta skráð sig í skýrsluhald hvenær sem er yfir verðlagsárið.   Í slíkum tilfellum miðast þátttaka í gæðastýringu frá fyrsta heila greiðslutímabili er búið er skráð í skýrsluhald.   Ný skýrslubú eru skilgreind sem bú sem ekki hafa verið í skýrsluhaldi á fyrra verðlagsári eða bú sem hafa haft eigendaskipti á yfirstandandi verðlagsári.Við hvetjum skýrsluhaldara til að huga að þessum málum í tíma.

Hafið samband við Bændasamtök Íslands eða búnaðarsambönd ef aðstoðar eða frekari upplýsinga er þörf.
Yfirlit yfir skiladaga og kýrsýnatökur verðlagsársins 2013


Tímabil


Mánuður


Síðasti skiladagur skýrslu


Fjöldi kýrsýna


Greiðslumánuður


Fyrsti ársfjórðungur


Janúar


10. febrúar


2 sýni


Maí


Febrúar


10. mars


Mars


10. apríl


Annar ársfjórðungur


Apríl


10. maí


2 sýni


Ágúst


Maí


10. júní


Júní


10. júlí


Þriðji ársfjórðungur


Júlí


10. ágúst


2 sýni


Nóvember


Ágúst


10. september


September


10. október


Fjórði ársfjórðungur


Október


10. nóvember


2 sýni


Febrúar 2014


Nóvember


10. desember


Desember


10. janúar 2014back to top