Nautsmæðraskrá

 Nautsmæðraskrá – Suðurland og A-Skaft.   (Uppfært 16. nóv. 2012 )
 Efnilegar kvígur – Suðurland og A-Skaft.  (Uppfært 16. nóv. 2012 )

Til nautsmæðra eru gerðar eftirfarandi lágmarkskröfur:

Kynbótamat:
Mjólkurmagn: 105
Próteinhlutfall: 95
Eigin afurðir: 99*
Afurðamat: 108
Júgur: 100
Spenar: 100
Mjaltir: 100

*Eigin afurðir eru settar á 99 til þess að ungar kýr sem ekki eru komnar með eigið mat fyrir afurðasemi komist á listann en kálfar eru ekki teknir undan kúm sem ekki ná kynbótaeinkunn 100 fyrir eigin afurðir, nema um sé að ræða ungar og mjög efnilegar kýr.Lágmarkseinkunnir f.útlit:
Júgurgerð og júgurskipting: 8+8 = 16
Spenagerð og spenastaða: 8+8 = 16
Mjaltir: 17
Skap: 4

Nautsmæður eru merktar með   í gripalista á huppa.is.

Efnilegar kvígur


Við viljum einnig vekja athygli á að efnilegar kvígur (byggt á ætternismati) eru merktar með   í gripalista á huppa.is. Mælst er til að þessar kvígur séu sæddar með nautföður og látið vita ef þær eignast nautkálf í fyllingu tímans.


Þetta eru þær kvígur búsins sem eru með kynbótaspá yfir eftirfarandi viðmiðunarmörkum í kynbótaspá:


Mjólkurmagn: 108


Próteinhlutfall: 95


Afurðamat: 110


Júgur: 100


Spenar: 100


Mjaltir: 100
 

back to top