KÝR 2008
Kúasýningin KÝR 2008 var sem kunnugt er hluti af Landbúnaðarsýningunni á Hellu sem fram fór dagana 22.-24. ágúst s.l. Líkt og á undanförnum kúasaýningum var keppt í fjórum flokkum; börn og unglingar sýndu kálfa í tveimur flokkum, þ.e. sýnendur 11 ára og yngri og svo 12 ára og eldri. Kýrnar voru sýndar í tveimur flokkum; 1. kálfs kvígur og mjólkurkýr. Í barna- og unglingaflokkunum var sá háttur hafður á að undanúrslit voru á föstu- og laugardegi og komust fimm efstu í hvorum flokki í úrslit sem voru á sunnudegi.
Að þessu sinni komu gripir vel undirbúnir til leiks og var um mjög jafna og spennandi keppni að ræða. Sérstaklega voru kálfar vel til hafðir, snyrtir og mikið hafði verið lagt í tamningu þeirra.
Í stuttu máli urðu úrslit eftirfarandi:
Kálfar, sýnendur 11 ára og yngri
1. Fröken 1111, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Sigurður Andri Jóhannesson – 88 stig
2. Rönd 269, Dalbæ – Sýnandi: Elís Arnar Jónsson – 85 stig
3. Stöð tvö 1112, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Hannes Höskuldsson – 84 stig
4. Svansý 448, Læk – Sýnandi: Eyrún Gautadóttir – 81 stig
5. Abbadís 1113, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Hólmar Höskuldsson – 80 stig
Efstu sýnendur og kálfar í flokki 11. ára og yngri, talið f.v.: Eyrún Gautadóttir og Svansý, Hólmar Höskuldsson og Abbadís, Hannes Höskuldsson og Stöð tvö, Elís Arnar Jónsson og Rönd og Sigurður Andri Jóhannesson og Fröken. |
Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri
1.
Hjalti Sigurðsson með Gullbrá frá Raftholti sem varð efst í flokki sýnenda 12 ára og eldri auk þess að vera valin gripur sýningarinnar. |
2. 763, Selalæk – Sýandi: Sesselía Söring Þórisdóttir – 90,5 stig
3. Hetta 408, Þúfu – Sýnandi: Eygló Arna Guðnadóttir – 90 stig
4. Undra 552, Raftholti – Sýnandi: Helga Sunna Sigurjónsdóttir – 89 stig
5. Prúður 525, Egilsstaðakoti – Sýanandi: Árni Guðmundsson – 85 stig
1. kálfs kvígur
1. Von 336, Þúfu – Sýnandi: Theodóra Jóna Guðnadóttir – 90,1 stig
2. Brella 135, Dalbæ – Sýnandi: Jón Viðar Finnsson – 88,6 stig
3. Ör 332, Þúfu – Sýnandi: Eygló Arna Guðnadóttir – 88,5 stig
4. 186, Stóru-Hildisey 2 – Sýnandi: Guðrún Ósk Jóhannsdóttir – 87,1 stig
5. Budda 564, Þverlæk – Sýnandi: Kristinn Guðnason – 86,4 stig
6. Sigga 173, Dalbæ – Sýnandi: Björgvin Viðar Finnsson – 82,7 stig
Mjólkurkýr
1. Gæla 096, Dalbæ – Sýnandi: Björgvin Viðar Jónsson – 90,9 stig
2. Brydding 505, Þverlæk – Sýnandi: Kristinn Guðnason – 90,0 stig
3. Silvía Nótt 602, Selalæk – Sýnandi: Þórir Jónsson – 89,0 stig
4. Skák 1016, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Höskuldur Gunnarsson – 88,4 stig
Björgvin Viðar Jónsson með Gælu frá Dalbæ en þau urðu hlutskörpust í flokki mjólkurkúa. |
Besti gripur sýningarinnar var síðan valin Gullbrá 551, Raftholti – Sýnandi: Hjalti Sigurðsson.
Landssamband kúabænda gaf öll verðlaun og færum við þeim bestu þakkir fyrir.
Jafnframt vill Búnaðarsambandið koma á framfæri þökkum til þeirra sem að sýningunni komu, þ.e. sýnendum, starfsfólki og gestum.