KÝR 2008

Kúasýningin KÝR 2008 var sem kunnugt er hluti af Landbúnaðarsýningunni á Hellu sem fram fór dagana 22.-24. ágúst s.l. Líkt og á undanförnum kúasaýningum var keppt í fjórum flokkum; börn og unglingar sýndu kálfa í tveimur flokkum, þ.e. sýnendur 11 ára og yngri og svo 12 ára og eldri. Kýrnar voru sýndar í tveimur flokkum; 1. kálfs kvígur og mjólkurkýr. Í barna- og unglingaflokkunum var sá háttur hafður á að undanúrslit voru á föstu- og laugardegi og komust fimm efstu í hvorum flokki í úrslit sem voru á sunnudegi.



Að þessu sinni komu gripir vel undirbúnir til leiks og var um mjög jafna og spennandi keppni að ræða. Sérstaklega voru kálfar vel til hafðir, snyrtir og mikið hafði verið lagt í tamningu þeirra.



Í stuttu máli urðu úrslit eftirfarandi:



Kálfar, sýnendur 11 ára og yngri
1. Fröken 1111, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Sigurður Andri Jóhannesson – 88 stig
2. Rönd 269, Dalbæ – Sýnandi: Elís Arnar Jónsson – 85 stig
3. Stöð tvö 1112, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Hannes Höskuldsson – 84 stig
4. Svansý 448, Læk – Sýnandi: Eyrún Gautadóttir – 81 stig
5. Abbadís 1113, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Hólmar Höskuldsson – 80 stig








Efstu sýnendur og kálfar í flokki 11. ára og yngri, talið f.v.: Eyrún Gautadóttir og Svansý, Hólmar Höskuldsson og Abbadís, Hannes Höskuldsson og Stöð tvö,  Elís Arnar Jónsson og Rönd og Sigurður Andri Jóhannesson og Fröken.




Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri
1.







Hjalti Sigurðsson með Gullbrá frá Raftholti sem varð efst í flokki sýnenda 12 ára og eldri auk þess að vera valin gripur sýningarinnar.

Gullbrá 551, Raftholti – Sýnandi: Hjalti Sigurðsson – 94 stig
2. 763, Selalæk – Sýandi: Sesselía Söring Þórisdóttir – 90,5 stig
3. Hetta 408, Þúfu – Sýnandi: Eygló Arna Guðnadóttir – 90 stig
4. Undra 552, Raftholti – Sýnandi: Helga Sunna Sigurjónsdóttir – 89 stig
5. Prúður 525, Egilsstaðakoti – Sýanandi: Árni Guðmundsson – 85 stig




1. kálfs kvígur
1. Von 336, Þúfu – Sýnandi: Theodóra Jóna Guðnadóttir – 90,1 stig
2. Brella 135, Dalbæ – Sýnandi: Jón Viðar Finnsson – 88,6 stig
3. Ör 332, Þúfu – Sýnandi: Eygló Arna Guðnadóttir – 88,5 stig
4. 186, Stóru-Hildisey 2 – Sýnandi: Guðrún Ósk Jóhannsdóttir – 87,1 stig
5. Budda 564, Þverlæk – Sýnandi: Kristinn Guðnason – 86,4 stig
6. Sigga 173, Dalbæ – Sýnandi: Björgvin Viðar Finnsson – 82,7 stig




Mjólkurkýr
1. Gæla 096, Dalbæ – Sýnandi: Björgvin Viðar Jónsson – 90,9 stig
2. Brydding 505, Þverlæk – Sýnandi: Kristinn Guðnason – 90,0 stig
3. Silvía Nótt 602, Selalæk – Sýnandi: Þórir Jónsson – 89,0 stig
4. Skák 1016, Stóra-Ármóti – Sýnandi: Höskuldur Gunnarsson – 88,4 stig








Björgvin Viðar Jónsson með Gælu frá Dalbæ en þau urðu hlutskörpust í flokki mjólkurkúa.



Besti gripur sýningarinnar var síðan valin Gullbrá 551, Raftholti – Sýnandi: Hjalti Sigurðsson.



Landssamband kúabænda gaf öll verðlaun og færum við þeim bestu þakkir fyrir.



Jafnframt vill Búnaðarsambandið koma á framfæri þökkum til þeirra sem að sýningunni komu, þ.e. sýnendum, starfsfólki og gestum.


 


 

back to top