KÝR 2006

Laugardaginn 26. ágúst 2006 stóðu Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi fyrir kúasýningu í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Til sýningar mættu 46 gripir, 31 kálfur, 13 kýr og 2 naut. Keppt var í fimm flokkum auk þess sem þrjár kýr voru heiðraðar fyrir endingu og miklar afurðir. Nautin þrjú sem mættu á sýninguna voru; Danni 03980 frá Nýjabæ og Stássi 04024 frá Nautastöð BÍ (f. á Syðri-Bægisá).Sýning kálfa tókst ákaflega vel.


Áhorfendur fylgjast spenntir með.
Þórólfur Sveinsson, formaður LK, setti sýninguna og sagði meðal annars ánægjulegt hve þátttaka barna og unglinga væri góð og kúasýningar sem þessi væru hátíðir kúabænda. Véla- og þjónustufyrirtæki sýndu vélar, fóðrunar- og mjaltabúnað og margt fleira.
Sýningin var mjög góð, kýr og kálfar vel undirbúin og gaman að sjá hve mikið sýnendur höfðu lagt í undirbúning. Aðsókn var sýnu minni en +á fyrri sýningum en um 600 manns komu á sýninguna. Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi þakka sýnendum gripa innilega fyrir þeirra framlag.

Kúabændur á Suðurlandi – Til hamingju með glæsilega kúasýningu!!
Eygló Arna Guðnadóttir með Ör 332 frá Þúfu en þau sigruðu í flokki 11 ára og yngri auk þess sem Ör var valin besti gripur sýningarinnar. Við hlið þeirra stendur Þórólfur Sveinsson, formaður LK.
Úrslit urðu eftirfarandi:

Kálfar, sýnendur 11 ára og yngri

 1. Ör 332 frá Þúfu, V-Landeyjum, f. 24.09 2005. F. Þverteinn 97032, M. Spá 293, mf. Punktur 94032. Sýnandi: Eygló Arna Guðnadóttir
 2. Jensína 529 frá Hvammi, Ölfusi, f. 13.06 2006. F. Hersir 997033, M. Löpp 321, mf. Garpur 98009. Sýnandi: Jens Thinus Clausen Pétursson, 7 ára.
 3. Ljúf 113 frá Skipholti 1, Hrunamannhr., f. 24.03 2005. F. Grikkur 04004, M. Flaska 059, mf. Viðauki 00008. Sýnandi: Anna Marí Karlsdóttir, 8 ára.
 4. Glóð 196 frá Dalbæ 1, Hrunamannhr., f. 25.03 2006. F. Fontur 98027, M. Gletta 045, mf. Klerkur 93021. Sýnandi: Elís Arnar Jónsson, 7 ára.
 5. Þokkadís 1049 frá Stóra-Ármóti, Flóahr., f. 12.10 2005. F. Stígur 97010, M. Fjóla 822, mf. Týr 96012. Sýnandi: Sölvi Sveinsson.


Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri

 1. Von 336 frá Þúfu, V-Landeyjum, f. 31.10 2005. F. Leiknir 03028, M. Dama 280, mf. Forseti 90016. Sýnandi: Theodóra Jóna Guðnadóttir
 2. Fljót 473 frá Ásólfsskála, V-Eyjafjöllum, f. 02.04 2006. F. Fontur 98027, M. Skúta 360, mf. Klaki 94005. Sýnandi: Þorgeir Sigurðsson,13 ára.
 3. Jasmína 672 frá Selalæk, Rangárvöllum, f. 13.02 2006. F. Sveppur 98035, M. Gæfa 503, mf. Gassi 98788. Sýn. Sesselía Þórisdóttir, 12 ára.
 4. 544 frá Laugardælum, Flóahr., f. 26.04 2006. F. Glanni 98026, M. Pa 221, mf. Foss 93006. Sýnandi: Elín Linnea Ólafsdóttir.
 5. Blúnda 673 frá Selalæk, Rangárvöllum, f. 13.04 2006. F. Snoddas 03155, M. Glíma 445, mf. Haltur 95998. Sýn. Valdís Bjarnadóttir, 12 ára.

Theodóra Jóna Guðnadóttir með Von 336 frá Þúfu en þau sigruðu í flokki 12 ára og eldri. Þórólfur Sveinsson, formaður LK, stendur við hlið þeirra.
Holdagripir

 1. Limma 107 frá Vestri-Garðsauka, Rangárþingi eystra
  f. 10.07 1998
  F: Ljómi 95451
  M: Ísl.
  Sýnandi: Bianca Gruener
 2. Brunnhildur 123 frá Vestri-Garðsauka, Rangárþingi eystra.
  f. 07.07 2002
  F: Lindi 95452
  M: Sallý 105
  Mf: Angi 95400
  Sýnandi: Jón Logi Þorsteinsson
 3. Kata 088 frá Vestri-Garðsauka, Rangárþingi eystra.
  f. 30.04 2006
  F: Arður 95402
  M: Katastrof 119
  Sýnandi: Kerstin Geissler


Fyrsta kálfs kvígur

 1. Brydding 505 frá Þverlæk, Holtum
  f. 28.01 2004
  F. Frískur 94026
  M. Kengála 393
  Mf. Ufsi 88031
  Sýnandi: Kristinn Guðnason.
  Afurðir 0,7 ár; 7.580-3,90-296-3,38-256
  Kynb.spá: 107 Útlitsdómur: 88 stig
 2. Gæla 096 frá Dalbæ 1, Hrunamannahr.
  f. 03.03 2004
  F. Núpur 96013
  M. Gletta 045
  Mf. Klerkur 93021
  Sýnandi: Björgvin Viðar Jónsson
  Afurðir 0,1 ár; 6.602-4,60-304-3,32-219
  Kynb.spá: 107 Útlitsdómur: 87 stig
 3. Silvía Nótt 602 frá Selalæk, Rangárvöllum
  f. 07.03 2004.
  F. Hringur 01354
  M. Ör 534.
  Mf. Örvar 99028
  Sýnandi: Þórir Jónsson
  Afurðir 0,3 ár; 8.370-4,00-335-3,40-285
  Kynb.spá: 104 Útlitsdómur: 89 stig
 4. Fruma 274 frá Stóru-Reykjum, Flóahr.
  f. 16.09 2003
  F. Pinkill 94013
  M. Frunsa 174
  Mf. Sorti 90007
  Sýnandi: Gísli Hauksson
  Afurðir 0,6 ár; 5.150-3,55-183-3,21-165
  Kynb.spá: 104 Útlitsdómur: 90 stig
 5. Rauðka 203 frá Syðra-Velli, Flóahr.
  f. 28.11 2002
  F. Frískur 94026
  M. Blíða 158
  Mf. Almar 90019
  Sýnandi: Þorsteinn Ágústsson
  Afurðir 0,8 ár; 5.980-4,24-254-3,56-213
  Kynb.spá: 107 Útlitsdómur: 89 stig

Brydding 505 frá Þverlæk, efst í flokki 1. kálfs kvígna.


Björgvin Viðar Jónsson með Gælu 096 frá Dalbæ 1 sem varð önnur 1. kálfs kvígna.


Þórir Jónsson með Silvíu Nótt 602 frá Selalæk sem varð þriðja 1. kálfs kvígna.


Gísli Hauksson með Frumu 274 frá Stóru-Reykjum sem varð fjórða 1. kálfs kvígna.


Rauðka 203 frá Syðra-Velli sem varð fimmta 1. kálfs kvígna.
Mjólkurkýr

 1. Hönk 213 frá Stóra-Ármóti, Flóahreppi
  f. 22.10 2002.
  F. Kaðall 94017
  M. Burma 801
  Mf. Búi 89017
  Sýnandi: Höskuldur Gunnarsson.
  Afurðir 1,0 ár; 7.658-3,66-280-3,09-236
  Kynb.spá: 123 Útlitsdómur: 88 stig
 2. Motta 076 frá Dalbæ 1, Hrunamannahr.
  f. 24.08 2003
  F. Soldán 95010
  M. Felga 034
  Mf. Smellur 92028
  Sýnandi: Jón Viðar Finnsson
  Afurðir 0,9 ár; 2.841-4,42-126-3,27-93
  Kynb.spá: 109 Útlitsdómur: 87 stig
 3. Ísabella 293 frá Berjanesi, V-Landeyjum.
  f. 08.04 2003
  F. Pagos 00174
  M. Flauta 234
  Mf. Blossi 94976
  Sýnandi: Erna Árfells
  Afurðir 0,8 ár; 6.207-4,03-250-3,42-212
  Kynb.spá: 101 Útlitsdómur: 90 stig
 4. Tinna 248 frá Þúfu, V-Landeyjum.
  f. 05.09 1999
  F. Negri 91002
  M. Sylvía 196
  Mf. Klerkur 93021
  Sýnandi: Guðni Þór Guðmundsson
  Afurðir 3,2 ár: 5.838-3,92-229-3,27-191
  Kynb.mat: 98 Útlitsdómur: 89 stig


Höskuldur Gunnarsson með Hönk 213 sem stóð efst í flokki mjólkurkúa.
Heiðurskýr – eldri kýr sem státa af miklum afurðum og frábærri endingu

 • Hrafnhetta 153 frá Hólmum, A-Landeyjum.
 • Ljómalind 117 frá Akri, Rangárþingi eystra.
 • Botna 209 frá Skeiðháholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.


Besti gripur sýningarinnar var valinn Ör 332 frá Þúfu í V-Landeyjum.
Frá sýningu kálfa á KÝR 2006.Sigurlaug og Ólafur í Nýjabæ með Danna 03980.
Landssamband kúabænda gaf öll verðlaun á sýningunni auk þess sem MS gaf yngri keppendum íþróttatösku og handklæði og KB banki þeim eldri tösku og glósubók. Þá hlutu efsta 1. kálfs kvígan og efsta mjólkurkýrin 3 tonn af kjarnfóðri frá Fóðurblöndunni hvor. Vélaver gaf þremur efstu 1. kálfs kvígum og mjólkurkúm DeLaval mjaltagalla. KB banki verðlaunaði besta grip sýningarinnar.


back to top