KÝR 2004

Laugardaginn 28. ágúst 2004 stóðu Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi fyrir kúasýningu í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Til sýningar mættu 50 gripir, 30 kálfar, 17 kýr og 3 naut. Keppt var í fimm flokkum auk þess sem þrjár kýr voru heiðraðar fyrir endingu og miklar afurðir. Nautin þrjú sem mættu á sýninguna voru; Ljúfur 95777 frá Þverlæk (fæddur í Akbraut), Háleggur 01377 frá Akbraut og Vaður 02011 frá Nautastöð BÍ (f. í Stóru-Hildisey 2).

 







Sýning kálfa tókst ákaflega vel.


Frá sýningu kálfa í flokki sýnenda 11 ára og yngri.
   Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, setti sýninguna og sagði meðal annars ánægjulegt hve þátttaka barna og unglinga væri góð og kúasýningar sem þessi væru hátíðir kúabænda. Þar mætti glöggt sjá að bændur og fjölskyldur þeirra sameinuðust í leik og starfi. Véla- og þjónustufyrirtæki sýndu vélar, fóðrunar- og mjaltabúnað og margt fleira.
Sýningin var mjög góð, kýr og kálfar betur undirbúin en fyrir tveimur árum og gaman að sjá hve mikið sýnendur höfðu lagt í undirbúning. Aðsókn var geysimikil en um 1.000 manns komu á sýninguna. Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi þakka sýnendum gripa innilega fyrir þeirra framlag.

Kúabændur á Suðurlandi – Til hamingju með glæsilega kúasýningu!!

 





Smelltu á myndina til að stækka
Björgvin Viðar Jónsson með Gælu 096 frá Dalbæ 1 en þau sigruðu í flokki 11 ára og yngri..
 
   Úrslit urðu eftirfarandi:

Kálfar, sýnendur 11 ára og yngri

  1. Gæla 096 frá Dalbæ 1, sýnandi Björgvin Viðar Jónsson
  2. Rósalind 414 frá Eystra-Seljalandi, sýnandi Linda Rut Kristinsdóttir
  3. Baula 447 frá Raftholti, sýnandi Hjalti Sigurðsson
  4. Ljómalind 357 frá Kirkjulæk, sýnendur Guðmundur Helgi og Berglind Inga
  5. Trilla 384 frá Gunnbjarnarholti, sýnandi Margrét Hrund Arnarsdóttir






Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri

  1. Skeggla 541 frá Þverlæk, sýnandi Amanda Ösp Kolbeinsdóttir
  2. Snoppa 226 frá Seljatungu, sýnandi Ketill Heiðar Hauksson
  3. Búprýði frá Skollagróf, sýnandi Þorbjörg Helga Sigurðardóttir
  4. Silla 387 frá Gunnbjarnarholti, sýnandi Auðar Olga Arnarsdóttir
  5. Nr. 176 frá Núpstúni, sýnandi Þráinn Pálsson
Smelltu á myndina til að stækka
Bræðurnir Gísli og Jón Gautasynir frá Læk í Hraungerðishr. mættu galvaskir með fallega undirbúna kálfa.
  




Holdagripir

  1. Limma 25 frá Vestri-Garðsauka, sýnandi Birgit Rappold
  2. Bettý frá Vestri-Garðsauka, sýnandi Christiane Bahner
  3. Trölli frá Vestri-Garðsauka, sýnandi Gitte Gruber
  4. Sallý 21 frá Vestri-Garðsauka, sýnandi Jón Logi Þorsteinsson






Fyrsta kálfs kvígur

  1. Stífla 285 frá Gunnbjarnarholti, sýnandi Berglind Bjarnadóttir
  2. Gæfa 151 frá Núpstúni, sýnandi Páll Jóhannsson
  3. Prinsessa 290 frá Gunnbjarnarholti, sýnandi Arnar Bjarni Eiríksson
  4. Adda 106 frá Akbraut, sýnandi Daníel Magnússon
  5. Prósenta frá Berjanesi, sýnandi Erna Árfells
Smelltu á myndina til að stækka
Stífla 285 frá Gunnbjarnarholti, efst í flokki 1. kálfs kvígna og besti gripur sýningarinnar
 
  






Mjólkurkýr

  1. Tinna 248 frá Þúfu, sýnandi Anna Berglind Indriðadóttir
  2. Huppa 323 frá Hæli 1, sýnandi Sigurður Steinþórsson
  3. Skjalda 004 frá Stóra-Ármóti, sýnandi Höskuldur Gunnarsson
  4. Skuggabrá 445 frá Þverlæk, sýnandi Kristinn Guðnason
  5. Nunna 048 frá Nýjabæ, sýnandi Sigurlaug Leifsdóttir


Smelltu á myndina til að stækka
Efstu mjólkurkýrnar og sýnendur þeirra.
 
  




Heiðurskýr – eldri kýr sem státa af miklum afurðum og frábærri endingu

  • Frekja 208 frá Ásólfsskála, V-Eyjafjöllum.
  • Sjöstjarna 311 frá Þverlæk, Holtum.
  • Prýði 274 frá Einholti, Biskupstungum.






Besti gripur sýningarinnar var valinn Stífla 285 frá Gunnbjarnarholti.  Smelltu á myndina til að stækka
Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti með gripina sem þau sýndu, m.a. Stíflu 285.
 
  






Smelltu á myndina til að stækka
Sveinbjörn Eyjólfsson með Vað 02011
   Landssamband kúabænda gaf öll verðlaun á sýningunni auk þess sem Mjólkurbú Flóamanna gaf yngri keppendum tjöld og KB banki þeim eldri bakpoka. Þá hlutu efsta 1. kálfs kvígan og efsta mjólkurkýrin 3 tonn af áburði frá Áburðarverksmiðjunni hvor. Næst efsta fyrsta kálfs kvígan fékk 1 tonn af kjarnfóðri frá Fóðurblöndunni og MR gaf mjólkurkúnni í öðru sæti 3 tonn af kjarnfóðri. Vélaver gaf þremur efstu 1. kálfs kvígum og mjólkurkúm DeLaval vinnugalla auk þess sem þær efstu fengu Harmony mjaltakross. Lánasjóður landbúnaðarins verðlaunaði besta grip sýningarinnar.

 

back to top