KÝR 2002

Laugardaginn 31. ágúst 2002 stóðu Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi fyrir kúasýningu í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Til sýningar mættu 60 gripir, 34 kálfar, 23 kýr og 3 naut. Keppt var í fimm flokkum auk þess sem þrjár kýr voru heiðraðar fyrir endingu og miklar afurðir. Nautin þrjú sem mættu á sýninguna voru; Ljúfur 95777 frá Þverlæk (fæddur í Akbraut), Stúart frá Vestri-Garðsauka og Gráupplagður 00180 frá Skeiðháholti. Ljúfur og Stúart voru vigtaðir í sýningarlok og vóg Ljúfur 825 kg og Stúart 855 kg.









Stund milli stríða.
  Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, setti sýninguna og opnaði formlega HUPPU-gagnagrunn nautgriparæktarinnar á netinu. Véla- og þjónustufyrirtæki sýndu vélar, fóðrunar- og mjaltabúnað og margt fleira.
Sýningin var mjög góð, kýr og kálfar betur undirbúin en fyrir tveimur árum og gaman að sjá hve mikið sýnendur höfðu lagt í undirbúning. Aðsókn var geysimikil en um 1.700 manns komu á sýninguna. Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi þakka sýnendum gripa innilega fyrir þeirra framlag.

Kúabændur á Suðurlandi – Til hamingju með glæsilega kúasýningu!!







Smelltu á myndina til að stækka
Efstu gripir í flokki kálfa, sýn. 
yngri en 12 ára.

   Úrslit urðu eftirfarandi:

Kálfar, sýnendur yngri en 12 ára

  1. Kvíga frá Skeiðháholti, Skeiðum. Sýnandi: Ingibjörg S. Jónsdóttir.
  2. Húfa frá Stóru-Mástungu, Gnúpverjahr. Sýnandi: Héðinn Hauksson.
  3. Æsa 491 frá Þverlæk, Holtum. Sýnandi: Amanda Ösp Kolbeinssdóttir.
  4. Kvíga frá Skeiðháholti, Skeiðum. Sýnandi: Elín S. Jónsdóttir.
  5. Ör 532 frá Blesastöðum, Skeiðum. Sýnandi: Erna Þórey Jónsdóttir.





Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri

  1. Þekking 488 frá Þverlæk, Holtum. Sýnandi: Berglind Kristinsdóttir.
  2. Sibba frá Bólstað, A-Landeyjum. Sýnandi: Halldóra Anna Ómarsdóttir.
  3. Snara 134 frá Stóra-Ármóti. Sýnandi: Oddný G. Pálmadóttir.
  4. Snara 386 frá Hæli I, Gnúpverjahreppi. Sýnandi: Helga Sigurðardóttir.
  5. Kvíga frá Stöðulfelli, Gnúpverjahreppi. Sýnandi: Bryndís Oddsdóttir.

Smelltu á myndina til að stækka
Efsti gripur í flokki kálfa, sýn. 12 ára og eldri.
  





Holdagripir

  1. Skessa frá Vestri-Garðsauka, Hvolhr. Sýnandi: Jón Logi Þorsteinsson.
  2. Drýsill frá Hæli II, Gnúpverjahreppi. Sýnandi: Gestur Einarsson.
  3. Kvíga frá Vestri-Garðsauka, Hvolhr. Sýnandi: Anske Perlberg.
  4. Sallý frá Vestri-Garðsauka, Hvolhr. Sýnandi: Jón Logi Þorsteinsson.
  5. Naut frá Laugardælum. Sýnandi: Rachel Vogel.

Smelltu á myndina til að stækka
Efsti gripurinn í flokki holdagripa, Skessa frá V-Garðsauka.
  





Fyrsta kálfs kvígur

  1. Mandla 255 frá Berjanesi, V-Landeyjum. Sýnandi: Erna Árfells.
  2. Brá 174 frá Móeiðarhvoli, Hvolhr. Sýnandi: Birkir Arnar Tómasson.
  3. Nótt 304 frá Skeiðháholti, Skeiðum. Sýnandi Helga Þórisdóttir.
  4. Huppa 323 frá Hæli I, Gnúpverjahr. Sýnandi: Sigurður Steinþórsson.
  5. Laufa 227 frá Brúnastöðum, Hraungerðishr. Sýnandi: Eiríkur Ketilsson.

Smelltu á myndina til að stækka
Erna Árfells með efstu 1. kálfs kvíguna, Möndlu 255 frá Berjanesi.
  





Mjólkurkýr

  1. Hetta 154 frá Nýjabæ, V-Eyjafjöllum. Sýnandi: Sigurlaug Leifsdóttir.
  2. Fífa 229 frá Hróarsholti, Villingaholtshr. Sýnandi: Bergur Ingi Ólafsson.
  3. Snotra 432 frá Selalæk, Rangárvöllum. Sýnandi: Þórir Jónsson.
  4. Stilla 189 frá Berustöðum 2, Ásahr. Sýnandi: Egill Sigurðsson.
  5. Stoð 413 frá Þverlæk, Holtum. Sýnandi: Kristinn Guðnason.

Smelltu á myndina til að stækka
Efstu mjólkurkýrnar.
  





Heiðurskýr – eldri kýr sem státa af miklum afurðum og frábærri endingu

  • Eisa 233 frá Hæli I, Gnúpverjahreppi.
  • Brá 225 frá Ketilsstöðum 2, Mýrdal.
  • Skræpa 252 frá Stóru-Hildisey 2, A-Landeyjum.

Smelltu á myndina til að stækka
Sigurður Steinþórsson með heiðurskúna Eisu 233 frá Hæli II.
  





Besti gripur sýningarinnar var valinn Hetta 154 frá Nýjabæ, V-Eyjafjöllum
Smelltu á myndina til að stækka
Sigurlaug Leifsdóttir með besta grip sýningarinnar, Hettu 154 frá Nýjabæ.
  






Smelltu á myndina til að stækka
Nautið Gráupplagður 00-180
  Landssamband kúabænda gaf öll verðlaun á sýningunni auk þess sem Mjólkurbú Flóamanna gaf yngri keppendum pennaveski og þeim eldri ostakörfur. Þá hlaut efsta mjólkurkýrin 3 tonn af áburði frá Áburðarverksmiðjunni. Efsta fyrsta kálfs kvígan fékk 1 tonn af kjarnfóðri frá Búrekstardeild KÁ. REMFLÓ gaf 1. kálfs kvígum og mjólkurkúm í öðru og þriðja sæti SAC mjaltasvuntur. Lánasjóður landbúnaðarins verðlaunaði besta grip sýningarinnar.

back to top