KÝR 2000


Laugardaginn 26. ágúst 2000 stóðu Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi fyrir kúasýningu í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli. Til sýningar mættu 44 gripir, 20 kálfar og 24 kýr. Keppt var í fjórum flokkum auk þess sem þrjár kýr voru heiðraðar fyrir endingu og miklar æviafurðir. Þá mætti keppinautur Guttorms um titilinn „stærsta naut landsins“, Ljúfur frá Þverlæk (fæddur í Akbraut), á staðinn en hann er 5 ára gamall.Berglind í Gunnbjarnarholti
aðstoðar son sinn Eirík Arnarsson
við að sýna Malla (Ísl/Ang x Ísl).
   Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, opnaði formlega nautgriparæktarforritið ÍSKÝR. Véla- og þjónustufyrirtæki sýndu vélar, fóðrunar- og mjaltabúnað og margt fleira.
Sýningin tókst í alla staði vel en á staðinn mættu um 1.000 gestir. Sérlega gaman var að fylgjast með yngstu keppendunum sem greinilega höfðu þjálfað kálfana vel fyrir sýninguna. Búnaðarsamband Suðurlands og Félag kúabænda á Suðurlandi þakka sýnendum gripa innilega fyrir þeirra framlag.

Kúabændur á Suðurlandi – Til hamingju með glæsilega kúasýningu!!
Sigurvegar í flokki kvígukálfa. F.v. Elín Sigríður Jónsdóttir með kvígu frá Skeiðháholti,
Berglind Kristinsdóttir með Bolöldu frá Þverlæk,Hulda Jónsdóttir með Viðbót frá Böðmóðsstöðum,
Una Björg Guðmundsdóttir með Skruggu frá Núpi og Hróðný Jónsdóttir með Sýningu frá Dalbæ.

   Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvígukálfar yngri en 12 mán.

 1. Sýning 033 frá Dalbæ I, Hrunamannahreppi. Sýnandi: Hróðný Jónsdóttir.
 2. Skrugga frá Núpi III, V-Eyjafjöllum. Sýnandi: Una Björg Guðmundsdóttir.
 3. Viðbót frá Böðmóðsstöðum, Laugardal. Sýnandi: Hulda Jónsdóttir.
 4. Bolalda frá Þverlæk, Holtum. Sýnandi: Berglind Kristinsdóttir.
 5. Kvíga frá Skeiðháholti. Sýnandi: Elín Sigríður Jónsdóttir.


Holdakálfar yngri en 12 mán.

 1. Naut frá Hjálmholti, Hraungerðishreppi. Sýnandi: Brynjar Þór Þormóðsson.
 2. Keilir frá Hæli II, Gnúpverjahreppi. Sýnandi: Gestur Einarsson.
 3. Kvíga frá Nýjabæ, V-Eyjafjöllum. Sýnandi: Valdimar Gunnar Baldursson.
 4. Malli frá Gunnbjarnarholti, Gnúpverjahhreppi. Sýnandi: Eiríkur Arnarsson.
 5. Limbó frá Ásólfsskála. Sýnandi: Frímann Viðar Sigurðsson.


Sigurvegari í flokki holdakálfa.
Brynjar Þór Þormóðsson með Ang x Ísl-blending
frá Hjálmholti.
  


Fyrsta kálfs kvígur

 1. Tætla 332 frá Stekkum, Árborg. Sýnandi: Guðmundur Lárusson.
 2. Skotta 238 frá Kirkjulæk II, Fljótshlíð. Sýnandi: Páll Eggertsson.
 3. Skeifa 269 frá Eystra-Seljalandi, V-Eyjafjöllum. Sýnandi: Óli Kristinn Ottósson.
 4. Lykkja 725 frá Stóra-Ármóti, Hraungerðishreppi. Sýnandi: Leifur Gunnarsson.
 5. Fóstra 151 frá Túnsbergi, Hrunamannahreppi. Sýnandi: Jóhannes Hr. Símonarson.


Hróðný og Björgvin Viðar í Dalbæ með 1. verðlaun fyrir kvíguna Sýningu.
  

Mjólkurkýr

 1. Skrá 267 frá Hæli II, Gnúpverjahreppi. Sýnandi: Ari Einarsson.
 2. Sokka 180 frá Gunnbjarnarholti, Gnúpverjahreppi. Sýnandi: Berglind Bjarnadóttir.
 3. Ör 127 frá Skollagróf, Hrunamannahreppi. Sýnandi: Sigurður Haukur Jónsson.
 4. Von 214 frá Berjanesi, V-Landeyjum. Sýnandi: Erna Árfells.
 5. Lubba 177 frá Dalbæ I, Hrunamannahreppi. Sýnandi: Jón Viðar Finnsson.
Heiðurskýr – eldri kýr sem státa af miklum afurðum og frábærri endingu.

 • Ellen 166 frá Saurbæ, Holtum.
 • Gláma 118 frá Kirkjulæk II, Fljótshlíð.
 • Tígla 063 frá Austvaðsholti, Landsveit.

Besti gripur sýningar var valinn Skrá 267 frá Hæli II í Gnúpverjahreppi.
Dómarar áttu úr vöndu að ráða enda margt glæsilegra gripa á KÝR 2000
   Landssamband kúabænda gaf öll verðlaun á sýningunni auk þess sem Mjólkurbú Flóamanna gaf yngri keppendum kókómjólk og þeim eldri ostakörfur. Þá hlaut efsta mjólkurkýrin 1 tonn af kjarnfóðri frá Fóðurblöndunni h.f. og fósturvísi úr ræktunarkjarnanum á Stóra-Ármóti frá Búnaðarsambandi Suðurlands. Efsta fyrsta kálfs kvígan hlaut einnig fósturvísi. Bændasamtök Íslands færðu heiðurskúm forritið ÍSKÝR að gjöf og HH hugbúnaður gaf þremur efstu 1. kálfs kvígunum og mjólkurkúnum forritin Brúsk og Fóður. Lánasjóður landbúnaðarins verðlaunaði besta grip sýningarinnar.

back to top