Kúaskoðun 2009

Árið 2009 voru skoðaðar kýr fæddar 2005. Dómarar voru Guðmundur Jóhannesson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Jón Viðar Jónmundsson, Magnús B. Jónsson og Sveinn Sigurmundsson. Veittar voru viðurkenningar hæst dæmdu kúm hverrar sýslu í hlutfalli við fjölda skýrslufærðra kúa og gáfu Búnaðarsamband Suðurlands og MS öll verðlaun. Þá hlaut hæst dæmda kýr Suðurlands Mjólkurbússkjöldinn til varðveislu í eitt ár. Við útreikning til verðlauna var stuðst við eftirfarandi reiknireglu:
Kynbótamat + 2*útlitsdómur + eigið frávik = Heildarstig


Auk þessa var gerð karfa um kýrnar hefðu ekki fengið lægra en 8 fyrir neinn eiginleika í útlitsdómi, a.m.k. 17 fyrir mjaltir og 4 fyrir skap og hefðu borið tvisvar eða oftar.


Þá fengu þær kýr sem hlutu 90 stig eða meira í útlitsdómi en fengu ekki viðurkenningu samkvæmt reiknireglunni sérstaka viðurkenningu.


Eftirtaldar kýr hlutu viðurkenningu:













Skonsa 382, Syðri-Gróf


Munda 1131, Flatey


Lína 400, Kirkjulæk


Reyður 201, Brjánsstöðum
Kúaskoðun 2009 – kýr fæddar 2005
A-Skaftafellssýsla
Brussa 385, Flatey f. 19. október 2005 í Sumarliðabæ, Ásahr.
89 stig fyrir útlit kynbótamat: 122 stig: 300
Faðir: Pinkill 94013, móðir: Assa 267 Náttfaradóttir 00035


V-Skaftafellssýsla
431, Brekkum 1 f. 22. febrúar 2005
89 stig fyrir útlit kynbótamat: 117 stig: 295
Faðir: Stígur 97010, móðir: Frigg 137 Hljómsdóttir 91012


Rangárvallasýsla
Kápa 655, Selalæk f. 14. október 2005
91 stig fyrir útlit kynbótamat: 124 stig: 306
Faðir: Stígur 97010, móðir: Dóra 550 Frísksdóttir 94026 en hún var afurðahæst á Suðurlandi 2007


822, Bjólu f. 10. mars 2005
85 stig fyrir útlit kynbótamat: 131 stig: 301
Faðir: Stígur 97010, móðir: 575 Krossadóttir 91032


Urta 201, Hjallanesi f. 23. nóvember 2005
85 stig fyrir útlit kynbótamat: 130 stig: 300
Faðir: Skandall 03034, móðir: 146 Klossadóttir 00005


393, Stóru-Mörk f. 4. ágúst 2005
88 stig fyrir útlit kynbótamat: 123 stig: 299
Faðir: Stígur 97010, móðir: 204 sonardóttir Þyrnis 89001, amma hennar var móðir Bónus 01013 og langamma hennar var móðir Potts 99041.
393 er móðir Polls 08054.


Búbót 580, Akurey f. 21. september 2005
87 stig fyrir útlit kynbótamat: 125 stig: 299
Faðir: Stígur 97010, móðir: Næla 500 Kaðalsdóttir 94017


Árnessýsla
297, Ólafsvöllum f. 22. október 2005 í Arakoti
91 stig fyrir útlit kynbótamat: 125 stig: 307
Faðir: Vængur 03021, móðir: Krús 287 Soldánsdóttir 95010 þannig að kýr nr. 297 er aðeins skyldleikaræktuð en móðir Vængs, Óvissa 262 í Miðengi, var Soldánsdóttir.


Gýgja 368, Hrepphólum f. 19. júlí 2005
89 stig fyrir útlit kynbótamat: 127 stig: 305
Faðir: Stígur 97010, móðir: Viðbót 013 Randversdóttir 97029 en hún var verðlaunuð vegna kúaskoðunar 2003.


Hetja 375, Oddgeirshólum f. 31. október 2005 á Brúnastöðum
87 stig fyrir útlit kynbótamat: 130 stig: 304
Faðir: Skandall 03034, móðir: Þokka 311 Klakadóttir 94005


Spyrða 079, Reykjahlíð f. 12. október 2005 á Lundum í Borgarfirði
89 stig fyrir útlit kynbótamat: 123 stig: 301
Faðir: Pinkill 94013, móðir: Lilla 135 Sporðsdóttir 88022


Gleði 360, Brúnastöðum f. 16. maí 2005
85 stig fyrir útlit kynbótamat: 131 stig: 301
Faðir: Stígur 97010, móðir: Prúð 223 Almarsdóttir 90019 en hún var verðlaunuð vegna kúaskoðunar 2002. Undan Prúð var tekið naut á stöð sem kom því miður ekki til notkunar.


Túna 470, Ósabakka f. 24. október 2005
88 stig fyrir útlit kynbótamat: 123 stig: 299
Faðir: Túni 95024, móðir: Snara 399 Kaðalsdóttir 94017 en hún var verðlaunuð vegna kúaskoðunar 2006


Skonsa 382, Syðri-Gróf f. 31. desember 2005
86 stig fyrir útlit kynbótamat: 127 stig: 299
Faðir: Stígur 97010, móðir: Tína 309 Bætisdóttir 91034


Viðurkenningar fyrir útlit:
Munda 1131, Flatey f. 8. janúar 2005 í Einholti 90 stig fyrir útlit
Faðir: Úi 96016, móðir: Stubba 295 Smellsdóttir 92028


Lína 400, Kirkjulæk f. 9. október 2005 92 stig fyrir útlit
Faðir: Akur 03009, móðir: Komma 327 Punktsdóttir 94032


370, Stóru-Mörk f. 15. mars 2005 90 stig fyrir útlit
Faðir: Stígur 97010, móðir: 237 sonardóttir Tudda 90023


375, Stóru-Mörk f. 22. mars 2005 90 stig fyrir útlit
Faðir: Stígur 97010, móðir: 238 Bætisdóttir 91034


Káta 297, Birtingaholti 4 f. 28. apríl 2005 90 stig fyrir útlit
Faðir: Hegri 03014, móðir: Gríma 9217 Holtadóttir 88017 frá Miðfelli 4


Reyður 201, Brjánsstöðum f. 9. febrúar 2005 90 stig fyrir útlit
Faðir: Þverteinn 97032, móðir: Pála 178 ófeðruð

back to top