Kornyrki vorið 2008

Hér er lýsing á þeim byggyrkjum sem mælt er með og fánleg verða vorið 2008. Textinn er Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra á Korpu og birtist í Handbók bænda 2008.


Eftir því, sem best er vitað eru þrjú yrki, sem hafa skipt máli í íslenskri kornrækt undanfarin ár, horfin af markaði. Það er norsku sexraðayrkin Arve, Lavrans og Ven. Mælt verður með fimm nýjum yrkjum í staðinn, mismikið reyndum í tilraunum. Það eru íslensku sexraðayrkin Lómur og Skúmur, finnsku sexraðayrkin Erkki og Kunnari og sænska tvíraðayrkið Barbro.Hentar

Yrki


 


Þjóð-


Hæð undir


Skrið


Þurrefni


Veðurþol


Hentar

á

 


 


erni


ax, sm


í júlí


v/skurð, %


*** mest


á

Norður-

Tiril


6r


nor.


99


17.


63


 


þyngstu

landi

Judit


6r


sæn.


95


17.


63


 


jörð

.

Olsok


6r


nor.


102


19.


64


 


(mýri)

.

Lómur


6r


ísl.


60


17.


61


***


.

.

Skegla


2r


ísl.


91


13.


62


*


.

.

Erkki


6r


fin.


92


18.


61


*


.

.

Kunnari


6r


fin.


97


19.


60


*


.

.

Kría


2r


ísl.


82


16.


61


**


.

.

Skúmur


6r


ísl.


60


18.


59


***


.

.

Ven


6r


nor.


103


23.


58


*


.

.

Filippa


2r


sæn.


89


21.


56


**


.

.

Barbro


2r


sæn.


93


22.


56


**


léttustu

Suður-

Saana


2r


fin.


85


24.


55


***


jörð

landi

Rekyl


2r


sæn.


85


22.


55


**


(sand)


Olsok 
Sexraða norskt, þrautreynt
Skríður ekki snemma, en skilar velþroskaðri uppskeru. Hentar nokkuð vel á sendnu landi og hefur reynst sérlega vel í Hólminum í Skagafirði og einnig nokkuð vel í uppsveitum sunnanlands. Olsok er aftur á móti varnarlaust gagnvart blaðsjúkdómum og getur því farið illa í gömlum ökrum. Sveppurinn leggst meðal annars á stöngulinn og sýkt bygg leggst því oft kylliflatt.

Tiril
Sexraða norskt, nýtt.
Norðmenn ætla þessu yrki að koma í stað Arve. Það er ívið seinna til þroska en Arve, en að öðru leyti svipað. Það verður að segjast eins og er, að ekki hefur verið sérstakur glans yfir Tiril hér, hvorki í tilraunum né hjá bændum. Fram kom til dæmis vorið 2006, að Tiril var sérstaklega veikt fyrir brúnbletti. Samt sem áður er mælt með notkun Tiril norðanlands og austan meðan beðið er eftir öðru betra.


Judit
Sexraða, sænskt, fljótþroska, nýtt.
Þetta yrki hefur verið í tilraunum í fimm ár um allt land og hefur staðið sig með ágætum, þar sem sexraða bygg á á annað borð heima. Eitthvert sáðkorn verður í boði nú í vor, en ólíklegt er, að hægt verði að anna eftirspurn. Af nýjum yrkjum að telja er Judit líklegust til að fylla skarðið, sem Arve skilur eftir sig.


Erkki
Sexraða, finnskt, nýtt.
Þetta yrki hefur einungis verið eitt ár hér í tilraunum, en kom afar vel út og er flutt inn nú í litlum mæli til reynslu. Erkki er seinna til þroska en Arve, en aftur fljótara en Ven, svo að miðað sé við kunnugleg yrki. Menn eru hvattir til að sá Erkki sem víðast, svo að hægt sé að kynnast því í notkun.


Kunnari
Sexraða, finnskt, nýtt, hliðstæða við Erkki.
Eins og hið fyrrnefnda, hefur þetta yrki einungis verið hér eitt ár í tilraunum, þó með ágætum árangri og er flutt inn í nú litlum mæli til reynslu. Kunnari er ámóta fljótþroska og Erkki. Æskilegt væri, að Kunnari væri sáð sem víðast, svo að hægt væri að leggja á það frekara mat.


Lómur
Nýtt sexraðayrki, íslenskt, afar lágvaxið og strásterkt
Lómur hefur hvorki sést leggjast né heldur hefur það brotnað. Hefur verið í tilraunum í fjögur ár og hefur þar mælst jafnuppskerumest allra yrkja og það bæði sunnanlands og norðan. Næstum eins fljótt til þroska og Arve, en títumikið axið þornar seint eftir regn og getur orðið til trafala, ef korn þerf að skera milli skúra. Eins og búast má við, skilar svo lágvaxið bygg litlum hálmi.


Skúmur
Nýtt sexraðayrki, íslenskt,
Síðast liðið vor var í boði útsæði af kynbótalínu, sem nefnd var Gamliskúmur. Þetta er ekki sama yrkið, þótt nauðalíkt sé og náskylt. Skúmur er líkur Lómi í flestum greinum, en er seinni til þroska og hefur reynst sérlega þurrkþolinn á sandjörð og á fyrst og fremst heima sunnanlands.


Skegla
Tvíraða, íslenskt. Mjög fljótþroska.
Skilar ekki uppskeru til jafns við sexraðabygg norðanlands, en stendur þar vel. Reynist best í uppsveitum sunnanlands, í Hornafirði og víðar, til dæmis í Skagafirði. Í lágsveitum sunnanlands reynist Skegla óþarflega fljótþroska og notar ekki allan vaxtartímann. Hún er þar oftast tilbúin til skurðar í ágústlok.


Kría
Tvíraða, íslenskt, nýtt, líkt Skeglu.
Lítið eitt seinni til þroska en Skegla, lægri á vöxt, en skilar 10% meiri uppskeru. Ætti að geta gengið nokkuð víða á landinu, hentar í síðari skurðarumferð norðanlands, eins og áður er minnt á. Kría hefur samt sem áður verið sett saman með tilliti til þess, að hún falli að veðurfari sunnanlands.


Filippa
Tvíraða, sænskt, þrautreynt hérlendis.
Fremur seinþroska og hentar ekki norðanlands. Þolir súra jörð. Á best heima á framræstum mýrum sunnantil á landinu. Bognar í haustveðrum, en brotnar ekki.


Saana
Tvíraða, finnskt
Hefur verið notað hérlendis síðustu fjögur ár. Seinþroska en strásterkt og stendur vel fram eftir hausti. Saana þarf langan vaxtartíma og hentar ekki annars staðar en þar sem hægt er að sá snemma og sumarið er langt, það er syðst á landinu.


Rekyl
Tvíraða, sænskt, nýtt, seinþroska.
Leysti Gunillu af hólmi þegar það ágæta yrki hvarf af markaði. Rekyl hefur tæpast náð að fylla skarðið og óvíst er, hvort það verður fáanlegt í vor

back to top