Reiknilíkön

  Eftirfarandi excel – reiknilíkön verða vonandi einhverjum bændum til léttis við að velja réttan áburð á tún og akra…

Í eftirfarandi reiknilíkani geta menn sett inn áætlaðar köfnunarefnisþarfir í tilbúnum áburði, þ.e. það sem upp á vantar þegar tillit hefur verið tekið til búfjáráburðar, og séð hvaða önnur áburðarefni fylgja með sé þessum köfnunarefnisþörfum fullnægt. Lengst til hægri í hverri töflu er svo það magn áburðar sem bera þarf á hvern ha af hverri tegund fyrir sig til að uppfylla skilyrði um köfnunarefni og kostnaður á hektara miðað við ódýrasta verð hjá hverjum áburðarsala.

 Magn áburðarefna sem fylgja sé köfnunarefnisþörfum fullnægt – Flokkað eftir söluaðilum (Uppfært 14. febrúar 2012)

Fosfór er dýrasta áburðarefnið en þó nauðsynlegt. Eftirfarandi reiknilíkan er miðað út frá fosfór og sýnir önnur áburðarefni sem fylgja með sé fosfórþörfum fullnægt.

 Magn áburðarefna sem fylgja sé fosfórþörfum fullnægt – Flokkað eftir söluaðilum (Uppfært 14. febrúar 2012)

Minnt er á að jarðræktarráðunautar búnaðarsambandanna um allt land aðstoða bændur við gerð áburðaráætlana sé eftir því leitað.

back to top