Reglur um ræktunarnöfn


  • Hægt er að sækja um sérstök ræktunarnöfn og fá skráð á sitt nafn. Þessi ræktunarnöfn koma þá í stað uppruna hjá viðkomandi ræktanda á hrossum sem fæðast eftir að ræktunarnafni var úthlutað.
  • Sótt er um ræktunarnafn til Bændasamtaka Íslands á þar til gerðu eyðublaði (Umsókn um ræktunarnafn).
  • Um getur verið að ræða einstakling, fyrirtæki eða félög
  • Ræktunarnafnið er sérskráð viðkomandi ræktanda og engum öðrum heimilt að nota það án heimildar rétthafa ræktunarnafnsins..
  • Ræktunarnöfnin skulu skráð í Feng og haldið utan um allar upplýsingar þeim tengt þar. Handhafasögu ræktunarnafna skal haldið til haga í Feng.
  • Sérstök gjaldskrá gildir fyrir skráningu á ræktunarnöfnum:
  • Stofngjald er krónur 75.000
  • Árgjald er 10.000 kr.
  • Gjald fyrir umskráningu ræktunarnafns yfir á nýjan aðila er kr. 25.000
  • Standi ræktandi ekki skil á árgjöldum hættir hann á að tapa ræktunarnafninu.
  • Bændasamtökunum er heimilt að auglýsa útrunnin ræktunarnöfn einu ári eftir vanskil á árgjaldi.
  • Handhafa ræktunarnafns er heimilt að framselja öðrum ræktunarnafn sitt. Tilkynna skal Bændasamtökunum um slíka breytingu á þar til gerðu eyðublaði (Umskráning ræktunarnafns).
  • Sama ræktanda er heimilt að sérskrá fleiri en eitt ræktunarnafn.
  • Óheimilt er að nota sem ræktunarnafn heiti á lögbýli, samkvæmt Jarðaskrá. .
  • Óheimilt er að nota ræktunarnafn sem er heiti á þéttbýli, sveitarfélagi, sýslum eða þjóðlöndum.
  • Óheimilt er að nota sem ræktunarnafn heiti sem ekki fellur að góðri íslenskri málvenju.
  • Óheimilt er að nota sem ræktunarnafn skrásett vörumerki nema þau séu í eigu viðkomandi umsækjanda.
  • Ræktunarnafn fylgir hrossi alla tíð rétt eins og venja hefur verið með uppruna. Gildir þar einu hvort ræktunarnafnið hefur fallið úr notkun eða ekki.
  • Upplýsingar um öll ræktunarnöfn skal birta í Feng ásamt upplýsingum um handhafa þeirra á hverjum tíma.
  • Hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands fer yfir umsóknir um ræktunarnöfn og kannar hvort þau falla að reglum. Í vafatilfellum skal leitað til sérfróðra aðila.


Rétt er að ítreka að reglur um upprunaskráningu eru óbreyttar frá því sem verið hefur að öðru leyti þ.e. reglan er sú að menn kenna hross sín við lögbýli eða þéttbýli. Ræktunarnöfnin eru fyrst og fremst hugsuð til að koma til móts við óskir þeirra sem ekki búa á lögbýlum en vilja geta aðgreint sína hrossarækt sérstaklega.

back to top