Fóðrun hrossa

Fóðurþarfir hrossa

Orkuþarfir til viðhalds
Orkuþarfir til viðhalds er sú orka sem þarf til þess að halda hesti/hrossi í orkujafnvægi (án brúkunar). Orkuþörf fer eftir stærð og þunga. Samkvæmt evrópska fóðurmatskerfinu eru orkuþarfir minni hestakynja reiknaðar á eftirfarandi hátt: FEh til viðhalds = 0,037 x Þ0,75 þar sem Þ stendur fyrir þunga hestsins í kg. 

Próteinþarfir til viðhalds
Daglegar próteinþarfir hests til viðhalds eru nálægt 70 g meltanlegs hrápróteins fyrir hver 100 kg í þunga. Reikna má daglega próteinþörf fullorðinna hesta til viðhalds á eftirfarandi hátt: 3 g meltanl. hráprótein x Þ0,75 þar sem Þ er þungi hestsins í kg.

Orku- og próteinþarfir fullorðinna hesta til viðhalds 

Orku- og próteinþarfir fullorðinna hesta til viðhalds

Þungi, kg FE FEh g mph/dag*
250 2,6 2,3 189
300 2,9 2,7 216
350 3,3 3,0 242
400 3,6 3,3 268

*mph=meltanlegt hráprótein

Meðalþungi íslenskra hrossa er um 370 kg og daglegar viðhaldsþarfir því nálægt 3,1 FEh og 250 g próteins. Alltaf skal taka tillit til holdafars og ásigkomulags við mat á fóðurþörfum og einungis nota staðalgildi til viðmiðunar. 

Orkuþarfir vegna brúkunar
Til viðmiðunar þarf að bæta eftirfarandi við viðhaldsfóður brúkunarhrossa
Við létta brúkun 25% eða 0,5 FEh/klst. í hægri reið
Við talsverða brúkun 50% eða 1,0 FEh/klst. á milliferð (brokk eða tölt)
Við mikla brúkun 75% eða 1,5 FEh/klst. í hraðri reið eða strangri þjálfun
Við mjög erfiða brúkun 100% í strangri þjálfun eða keppni

Orku- og próteinþarfir unghrossa til viðhalds og vaxtar

Aldur Þungi, kg FEh/dag g próteins/FEh
Tryppi á 1. vetri 130-220 3,0-3,5 140
Tryppi á 2. vetri 210-320 3,1-4,0 130
Tryppi á 3. vetri 250-350 3,0-4,0 120
Tryppi á 4. vetri 280-380 3,0-4,2 100*

*Tryppi í tamningu

Steinefnaþarfir hrossa 

Áætlaðar steinefna- og vítamínþarfir hrossa

Kalsíum (Ca) 6-9 g/FEh
Fosfór (P) 5-7 g/FEh
Natríum (Na) 1,5-2 g/FEh
Magnesíum (Mg) 1,5-2 g/FEh
Selen (Se) 0,05-0,1 mg/FEh
A-vítamín 5.000 a.e./FEh
D-vítamín 500 a.e./FEh
E-vítamín 50 mg/FEh
Hærri gildin í töflunni eiga einkum við hross í vexti, mikilli 
brúkun (stífri þjálfun), á meðgöngu og mjólkurskeiði.

Helstu heimildir:
Ingimar Sveinsson 2003: Fóðurþörf og fóðrun hrossa. Handbók bænda 53: 131-132.

back to top