Rekstrargreining-SUNNA

Rekstrargreining sem byggir á bókhaldi búsins, þ.e. ársreikningi og skýrsluhaldi nautgriparæktar. Einkum er horft á tekjur og gjöld á hvern lítra og fundnir veikir og sterkir þættir í rekstrinum. Samanburður er gerður á rekstri búsins milli ára og sett upp á myndrænan og auðskiljanlegan hátt. Með því móti er hægt að sjá á augabragði hvert hver rekstrarþáttur stefnir. Auk þess er unninn samanburður milli búa sem þátt taka í verkefninu (nafnlaust að sjálfsögðu) og honum dreift til allra þátttakenda þannig að hver og einn geti borið saman einstaka rekstrarþætti búsins við önnur bú og/eða meðalbúið.

Hér til hliðar má sjá það form sem rekstrargreiningin er unnin í. Rekstrartölur búsins sem unnið er með birtast í þrennu lagi, í þús. króna, í þúsundum króna á hverja árskú og loks í krónum á hvern innlagðan líter.

back to top