Vaxtahækkun liborvaxta



Vaxtahækkun liborvaxta


Þegar skoðuð er þróun liborvaxta í fimm gjaldmiðlum frá tímabilinu 4. janúar 2005 til 23. nóvember 2005 kemur í ljós að vextir hafa hækkað frá 13% til 70% í fjórum gjaldmiðlum.
Skoðaðir voru bandaríkjadollar, evra, sterlingspund,  japanskt yen og svissneskur franki, en þessar myntir eru algengastar í myntkörfu hér á landi. Vextir hækkuðu mest á bandaríkjadollar, eða um 70,82%. Vextir í svissneskum frönkum um 36,85%,  japanskt yen hækkaði um 23,53%  og evra  hækkaði um 13,75%.  Aftur á móti lækkuðu vextir á sterlingspundi um 5,35%.


Talið er að liborvextir muni hækka enn frekar á næstu misserum.



Ef tekið er dæmi um algenga körfu þá er hlutfallið 40% evra, 30% dollar, 10% japanskt yen og 20% svissneskur franki. Mjög algengt er að sterlingspundi hafi verið sleppt í körfunni en það er einmitt sú mynt sem vextir lækkuðu á, en þeir voru líka hæstir fyrir.



Eins og sést á mynd 2 hækkuðu vextir á þessari körfu um 36,5%, en þó ber að hafa í huga að það eru ekki nema 72 punktar.
Það er ekki tilviljun að mælt er með því að taka lán í evrum og dollurum ef á annað borð er tekið erlent lán. En eins og sést á mynd 3 voru tæp 65% af utanríkisviðskiptum við þessi lönd. Utanríkisviðskipti eru bæði þjónustu- og vöruviðskipti. Það vekur athygli að utanríkisviðskipti við japan eru aðeins 3,83% og er það í töluvert miklu ósamræmi við hlutfall yena í myntkörfum, tala nú ekki um þegar tekið er 100% yenalán.



Áhættuminnsta karfan er sú karfa sem endurspeglar sem best gengisskráningavogina.

Valdimar Bjarnason

back to top