Skýringar á fjármálahugtökum
Skýringar á fjármálahugtökum
Raungengi
Raungengi má skilgreina sem hlutfallslega þróun verðlags eða launakostnaðar á einingu í heimalandi annars vegar og viðskipalöndunum hins vegar frá tilteknu grunnári og mælt í sama gjaldmiðli. Raungengi er jafnan sýnt sem vísitala.
Gengisvísitala
Gengisvísitala íslensku krónunnar mælir verðgildi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni. Þegar vísitalan hækkar er verð erlendra gjalmiðla að hækka í krónum talið. Hækkun vísitölunnar jafngildir því lækkun á gengi íslensku krónunnar (krónan að veikjast). Þegar vísitalan lækkar er gengi krónunnar hins vegar að hækka (krónan að styrkjast). Vísitalan er samsett úr myntum þeirra þjóða sem við eigum mest viðskipti við. Seðlabanki Íslands endurskoðarárlega samsetninguna í ljósi utanríkisviðskipta ársins á undan.
Krossgengi
Gengi gjaldmiðla er oft á tíðum miðað við gengi Bandaríkjadals og getur því verið nauðsynlegt að reikna út gengi milli tveggja gjaldmiðla með því að styðjast við gengi þeirra gangvart bandaríkjadal, s.k. krossgengi gjaldmiðlanna. Dæmi: Ef sölugengi norsku krónunnar er $0,11 og kaupgengi japanska jensins er $0,01, þá er krossgengið 1,1 NOK/JPY.
EBIT (e. Earnings Before Interest and Taxes)
Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, rekstrarhagnaður.
EBITDA (e. Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization)
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir. EBITDA er mikið notaður mælikvarði á framlegð fyrirtækja, eða því hvað reksturinn er að skila. Nettóframlegð er reiknuð með því að deila veltu (án söluhagnaðar) upp í EBITDA.
Upplýsingar um LIBOR vexti
Til að fá upplýsingar um LIBOR-vexti er hægt að fara inn á heimaíðu British Bankers Association, ( http://www.bba.org.uk/bba/jsp/polopoly.jsp?d=141&a=627 ) en þar er tenging inn á exel skjöl sem sýna libor vexti.
Valdimar Bjarnason
Heimildir: Heimasíður banka