Staðgreiðsla 2014

Þrepaskiptur tekjuskattur

Staðgreiðsla skatta er reiknuð í þremur þrepum. Útreikningur fyrir mánaðartekjur verður sem hér segir:

Af fyrstu 290.000 kr. 37,30%

Af næstu 494.619 kr.  39,74%

Af fjárhæð umfram 784.619 kr.  46,24%

Hér er átt við tekjur eftir að iðgjald í lífeyrissjóð hefur verið dregið frá. Frá reiknuðum skatti dregst persónuafsláttur, sem er 50.498 kr.

Vikulaun

Þegar laun eru greidd vikulega skal reikna staðgreiðslu skatta af launum sem hér segir:

37,30%    af fyrstu 66.740* kr.

39,74%    af 66.741-180.570** kr.

46,24%    af launum umfram 180.570 kr.

Ef laun eru breytileg er heimilt að jafna þeim milli vikna, innan mánaðarins, þannig að staðgreiðsla mánaðarins verði rétt.

* 3.480.000/365 * 7 = 66.740.  ** 9.415.428/365 * 7 = 180.570.

Persónuafsláttur  á  mánuði  er 50.498  kr.

Persónuafsláttur  ársins 2014  er 605.977  kr.  eða 50.498  kr.  á  mánuði.  Við  ákvörðun  staðgreiðslu  opinberra  gjalda  frá  og  með 1.  janúar 2014  skal  því  draga  persónuafslátt  frá  reiknuðum  skatti  sem  hér  segir:

•  Ef  launatímabil  er  einn  mánuður 50.498 kr.

•  Ef  launatímabil  er  hálfur  mánuður 25.249 kr.

•  Ef  launatímabil  er  fjórtán  dagar  23.243 kr.

•  Ef  launatímabil  er  ein  vika 11.621   kr.

•  Ef  launatímabil  er  annað  en  að  framan  greinir  skal  ákvarða  persónuafslátt  launatímabils  þannig:

 Kr. 605.977  X  dagafjöldi  launatímabilsins / 365

Heimilt  að  nýta 100%  afslátt  frá  maka

Þegar  launamaður nýtir skattkort maka síns er launagreiðanda heimilt að nota allan þann  persónuafslátt (100%)  sem  skattkortið veitir rétt til.

Sjómannaafsláttur

Sjómannaafsláttur  fellur niður.

Frítekjumark barna er 180.000  kr.   

Börn sem fædd eru 1999 og síðar og ná því ekki 16 ára aldri á árinu 2014 greiða 6% skatt án persónuafsláttar af tekjum sínum umfram 180.000 kr.  Á  skilagreinum RSK 5.12  og  sundurliðunum  RSK 5.06  eða í vefskilum skal  tiltaka  heildarlaun án tillits til frádráttar.

Frádráttur vegna iðgjalda í lífeyrissjóð

Greidd  lífeyrissjóðsiðgjöld 4%  af  launum  til  viðurkenndra  lífeyrissjóða  samkvæmt  lögum  um  skyldutryggingu  lífeyrisréttinda  eru  frádráttarbær  og ber að taka mið  af  því  við  afdrátt  staðgreiðslu.  Heimilt  er  að  veita  til  viðbótar  frádrátt  allt  að 2%  af  iðgjaldsstofni  til  aukningar  lífeyrisréttinda  eða  lífeyrissparnaðar  samkvæmt  ákvörðun  sjóðsfélaga,  enda  séu  iðgjöldin  greidd  reglulega  til  lífeyrissjóða  eða  aðila  skv. 3.  mgr. 8.  gr.  laga  um  skyldutryggingu  lífeyrisréttinda  og  starfsemi  lífeyrissjóða.  Sama  gildir  um  iðgjöld  manna  sem  hafa  með  höndum  atvinnurekstur. Frádráttur vegna iðgjalds í séreignarsjóð hækkar 1. júlí 2014 og verður 4%.

Tryggingagjald  o. fl.  til  staðgreiðslu er 7,59%

Tryggingagjald er 7,49%.  Að  viðbættu  gjaldi  í  ábyrgðasjóð  launa  og  markaðsgjaldi  verður  staðgreiðsla  þessara  gjalda 7,59%.  Af  launum  sjómanna  á  fiskiskipum  greiðast  til  viðbótar 0,65%  í  iðgjald  vegna  slysatryggingar:

•  Almennt  tryggingagjald 6,04%

•  Atvinnutryggingagjald 1,45%

•  Tryggingagjald  alls 7,49%

•  Gjald  í  ábyrgðarsjóð  v/ gjaldþrota 0,05%

•  Markaðsgjald 0,05%

•  Samtals  til  staðgreiðslu 7,59%

•  Viðbót  vegna  launa  sjómanna 0,65%

•  Samtals  af  launum  sjómanna [á   fiskiskipum] 8,24%

Um  tryggingagjald  vegna  launa  þeirra  starfsmanna  sem  eru  með  vottorð  E -101  gilda  sérstakar  reglur.

back to top