Ræktunarkostnaður

Á hverju ári uppfærir ráðgjafaþjónustan áætlaðar tölur um ræktunarkostnað Frávik varðandi verð, afköst, magntölur og aðstæður allar geta verið umtalsverðar. Áætlunin er ekki ætluð til beinna nota við tilboð í verkefni, hún er hins vegar hjálpartæki við almennt mat á kostnaði við túnrækt.

Varðandi kostnað við framræslu og jarðýtuvinnu þá er m.a. stuðst við tölur frá verktökum. Kostnaður vegna dráttarvélar er fenginn úr reiknitöflum um áætlaðan rekstrarkostnað dráttarvéla (sjá www.lbhi.is ). Reiknað er með minni dráttarvélinni við sáningu, dreifingu áburðar og völtun. Aðeins minniháttar kostnaður við flutning á tækjum er inn í áætluninni. Kostnaður við kölkun er ekki inn í áætluninni, en víða er kölkun nauðsynleg. Algengt verð á hörpuðum skeljasandi frá Akranesi er um 2.500 kr/tonn ef miðað er við um 100 – 200 km flutning. Ekki er tekin afstaða til þess hvort eða hversu mikið má ná kostnaði niður með útboði.

Samantekt efnis:
Árni Snæbjörnsson, BÍ. Grétar Einarsson, LBHÍ og Kristján Bj. Jónsson, BSSL

Nú gefst þér jafnframt tækifæri til að áætla sjálfur hver ræktunarkostnaður þinn er miðað við þá flokka sem almennt er reiknað með…

Áætlaður ræktunarkostnaður við túnrækt 2008     – Reiknilíkan

back to top