Búnaðarsamband Suðurlands býður þér, kúabóndi góður, upp á gerð pörunaráætlunar fyrir kýr þínar með aðstoð forritsins Nautaval. Áætlunin er unnin með tilliti til kynbótamats gripanna og þeirra eiginleika sem þú vilt leggja áherslu á í þinni ræktun. Þú færð svo senda pörunaráætlun þar sem gefin eru upp 3 naut við hverja kú sem bestu valkostir. Ef þú vilt fá gerða pörunaráætlun fyrir þig skaltu fylla út formið hér fyrir neðan og ýta á senda. Ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands mun þá vinna fyrir þig pörunaráætlun.
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.