Maísræktun á Íslandi
Vélar&Þjónusta fékk til landsins haustið 2002 erlenda sérfræðinga til að kynna sér íslenskar aðstæður m.t.t. maísræktunar og voru þeir áhugasamir um að prófa slíka ræktun hér á landi. Í kjölfarið flutti fyrirtækið inn sérstaka sáðvél frá Írlandi vorið 2003 sem sáir maís undir plastfilmu. Alls var sáð í um 16-18 ha hjá 19 bændum, sunnan-, vestan- og norðanlands. Upp komu ákveðin vandamál í ræktuninni s.s. vegna arfa og í kjölfarið voru flestir akrarnir dæmdir ónýtir í byrjun ágúst. Um mánuði seinna komu hins vegar fréttir um góðan árangur í maísræktinni. Vegna þessarra mismunandi upplýsinga taldi RALA ástæðu til að gera hlutlausa úttekt á ræktuninni hérlendis og taka saman og kynna erlendar upplýsingar um maísræktun á jaðarsvæðum. Úttektina vann Þóroddur Sveinsson, tilraunastjóri á Möðruvöllum, og má skýrslu hans finna hér.