Feyging ehf.

Feyging ehf. var stofnuð árið 1999 með það að markmiði að kanna hagkvæmni þess að vatnsfeygja hör og selja framleiðsluna til fyrirtækja á alþjóðlegum markaði.
Félagið stefnir að framleiðslu hágæðatrefja og ná þannig samkeppnisforskoti á vallarfeygðan hör frá Evrópu. Að baki er mikill og vandaður undirbúningur og er verkefnið komið á það stig að framleiðsla getur hafist.

Hörakrar eru aðallega á Vestur- og Suðurlandi.

Framleiðsluferillinn er sá að hörfræjum er sáð að vori og plantan rykkt með þar til gerðum vélum að hausti. Hörinn er þurrkaður og honum rúllað upp í rúllubagga. Feyging tekur við uppskerunni og feygir rúllurnar í stórum tunnum með 38 – 40 gr. heitu vatni. Að lokinni feygingu er hörinn þurrkaður og hýðið losað utan af refjunum í þar til gerðri vél. Framleiðslan er þá til búin ti útfutnings en hún er notuð til framleiðslu á textílvörum, (fatnaði, dúkar, gluggatjöld, teppi o.s.frv.).

Sumarið 2003 voru rykktir u.þ.b. 450 ha. af hör sem Feyging mun vinna úr næstu 12 mánuði, eða fram að næstu uppskeru

Texti af heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is

Feyging ehf.
S. 563-6605
Kt. 561299-4399
Pósthússtræti 7
101 Reykjavík


Framkvæmdastjóri: Kristján Eysteinsson

back to top