Niðurstöður heysýna 2007

Heyfengur sumarsins 2007



Alls bárust niðurstöður úr um 640 heysýnum (hirðingarsýnum) af Suðurlandi frá liðnu sumri. Flest sýnin eru úr 1. slætti og meirihlutinn tekinn í júnímánuði. Niðurstöður háarsýna voru breytilegri en oft áður. Niðurstöður má sjá í töflu 1. Þar eru einnig gefnar meðaltalstölur frá árunum 2006 og 2005. Þess skal getið að sýnin frá árunum eru bæði úr 1. og 2. slætti en án grænfóðurs. Þurrefni er svipað og fyrri ár.


 


Tafla 1. Fjöldi sýna, þurrefni, orka og prótein


 







































 


2007


2006


2005


Fjöldi sýna


611


826


609


Þurrefni %


57


56


57


Orkugildi (Fem/kg þe.)


0,80


0,80


0,80


Heildarprótein, g/kg þe.


155


163


155


AAT, g/kg þe.


73


73


73


PBV, g/kg þe.


29


36


28


 


 


Athyglisvert er að skoða steinefnatölur frá liðnu sumri í heysýnunum og bera þær tölur saman við árið á undan og árið 2005. Allar tölur eru miðaðar við grömm í kílói þurrefnis (g/kg þe.)


 


Tafla 2. Steinefnatölur í heysýnum


 


































 


2007


2006


2005


Calsíum (Ca) g/kg þe.


3,4


3,4


3,4


Fosfór (P) g/kg þe.


3,0


3,4


3,1


Magnesíum (Mg) g/kg þe.


2,1


2,1


2,1


Kalí (K) g/kg þe.


18


19


17


Natríum (Na) g/kg þe.


1,1


1,1


0,9


 


Þarna kemur fram frekar lítill munur á tölugildum milli ára. Þó eru tölur ársins 2007 mun lægri í fosfór en árið á undan. Kalítalan lækkar örlítið milli ára.


 


Þegar farið er að rýna frekar í tölurnar má lesa nokkuð afgerandi niðurstöðu varðandi þróun orkugildis og próteins í 1. slætti, miðað er við 475 sýni úr 1. slætti 2007. Nánar má sjá þetta samband á eftirfarandi myndritum.



Mynd 1. Samband sláttutíma og orkugildis






Mynd 2. Samband sláttutíma og heildarpróteins






Þegar litið er á samanburð eftir því hvort heyja er aflað í 1. slætti, 2. slætti eða sem grænfóður, þá koma eftirfarandi niðurstöður fram eftir sumarið 2007.


 


Tafla 3. Niðurstöður ársins 2007. Fjöldi sýna, orku- og próteingildi


 













































Tegund


Fjöldi


Meltanleiki


Fem/kg


Prótein


AAT


PBV


1.sláttur


475


70


0,80


155


72


31


2.sláttur


89


69


0,79


156


77


21


Meðaltal 1.sl+2.sl


 


70


0,80


155


73


29


Grænfóður


29


73


0,85


174


79


36


 



Þarna er um margt forvitnilegar tölur að ræða, 1. sláttur er ívið hærri í orkugildi en 2. sláttur en meðalgildi próteins svipuð.


 



Tafla 5. Niðurstöður ársins 2007. Steinefnatölur og þurrefni


 













































Tegund


Ca


P


Mg


K


Na


Þurrefni %


1.sláttur


3,2


3,0


2,0


18


1,0


55


2.sláttur


4,7


2,9


2,7


17


1,5


67


Meðaltal 1.sl+2.sl


3,4


3,0


2,1


18


1,1


57


Grænfóður


4,6


2,7


2,2


22


5,3


38


 


Eins og reynslan hefur áður kennt er uppskera úr 2. slætti steinefnaríkari en úr 1. slætti. Athygli vekur að uppskera háarinnar er að jafnaði mun þurrefnisríkari en 1. sláttur. Sífellt eykst það að kúabændur láta ákveðinn hluta túna spretta meira en sem nemur skriði vallarfoxgras með það að markmiði að afla sérstaks geldstöðufóðurs fyrir kýrnar – slíkt hefur síðan áhrif á meðalfóðurgildi heyja úr 1.slætti.


Sýni úr grænfóðri eru óvanalega þurr. Skýringin þar liggur í því að meirihluti þeirra sýna er úr rýgresi sem auðveldara er að þurrka en jurtir af krossblómaætt.

Runólfur Sigursveinsson

back to top