Niðurstöður heysýna 2005

Heyfengur sumarsins 2005


Heyskapur hófst seinna á Suðurlandi en undanfarin ár, fyrst og fremst vegna þurrka síðastliðið vor, mjög margir kúabændur náðu gæðafóðri upp úr miðjum júní og framundir 25. júní. Eftir þann tíma gerði rigningakafla fram yfir mánaðarmótin júní/júlí. Segja má að þarna hafi skilið á milli í heygæðum hjá kúabændum. Þau hey sem náðust fyrir mánaðarmótin júní/júlí eru gæðamikil en orkugildið greinilega farið að falla strax upp úr mánaðarmótunum.
Alls bárust niðurstöður úr um 750 heysýnum (hirðingarsýnum) af Suðurlandi  frá liðnu sumri. Flest sýnin eru úr 1.slætti og meirihlutinn tekinn í júnímánuði. Háarsýni komu býsna vel út í fóðurgildi miðað við fyrri ár. Niðurstöður má sjá í töflu 1. Þar eru einnig gefnar meðaltalstölur frá  árunum 2004 og 2003. Þess skal getið að sýnin frá árunum eru bæði úr 1.og 2.slætti en án grænfóðurs. Þurrefni er svipað og fyrri ár.








































Tafla 1. Fjöldi sýna, þurrefni, orka og prótein

2005


2004


2003

Fjöldi sýna

609


877 


567

Þurrefni %

57


59


57

Orkugildi (FEm/kg þe.)

0,80


0,81


0,79

Heildarprótein, g/kg þe.

155


163


153

AAT, g/kg þe.

73


74


72

PBV, g/kg þe.

28


34


28


Athyglivert er að skoða steinefnatölur frá liðnu sumri í heysýnunum og bera þær tölur saman við árið á undan og árið 2003.  Allar tölur eru miðaðar við  grömm í kílói þurrefnis (g/kg þe.)




































Tafla 2. Steinefnatölur í heysýnum

2005


2004


2003

Calsíum (Ca) g/kg þe.

3,4


3,3


3,3

Fosfór (P) g/kg þe.

3,1


3,1


3,2

Magnesíum (Mg) g/kg þe.

2,1


2,0


2,0

Kalí (K) g/kg þe.

17


18


19

Natríum (Na) g/kg þe.

0,9


1,0


1,0




Þarna kemur fram óverulegur munur á tölugildum milli ára. Þó eru tölur ársins 2005 ívið hærri í Calsíum, Fosfór og Magnesíum en árið á undan en tölur fyrir Kalí og Natríum heldur lægri.


Þegar farið er að rýna frekar í tölurnar má lesa nokkuð afgerandi niðurstöðu varðandi þróun orkugildis og próteins í 1.slætti, miðað er við 524 sýni úr 1.slætti 2005. Nánar má sjá þetta á mynd 1 og mynd 2


Mynd 1. Þróun orkugildis eftir sláttudegi


 


Mynd 2. Þróun heildarpróteins eftir sláttutíma




Þegar litið er á samanburð eftir því hvort  heyja er aflað í 1.slætti, 2. slætti eða sem grænfóður, þá koma eftirfarandi niðurstöður fram eftir sumarið 2005














































Tafla 3. Niðurstöður ársins 2005 – Fjöldi sýna, orku- og próteingildi
Tegund

Fjöldi


Meltanleiki


FEm/kg


Prótein


AAT


PBV

1. sláttur

524


70


0,80


149


72


25

2. sláttur

85


71


0,81


178


76


46

Meðaltal 1.+2. sl.

 


70


0,80


155


73


28

Grænfóður

18


77


0,91


204


85


55



Þarna er um margt forvitnilegar tölur að ræða, 1.sláttur er heldur lakari í orkugildi en 2.sláttur og hann er að jafnaði próteinríkari.














































Tafla 4. Niðurstöður ársins 2005 – Steinefnatölur og þurrefni
Tegund

Ca


P


Mg


K


Na


Þurrefni

1. sláttur

3,2


3,0


2,0


17


0,9


56

2. sláttur

4,5


3,4


2,7


17


1,4


59

Meðaltal 1.+2. sl.

3,4


3,1


2,1


17


0,9


57

Grænfóður

4,1


2,8


2,8


25


5,2


39


Eins og reynslan hefur verið þá er uppskera úr 2.slætti steinefnaríkari en úr 1.slætti. Athygli vekur að uppskera háarinnar er að jafnaði mun þurrefnisríkari en 1.sláttur. Einnig eru sýni úr grænfóðri óvanalega þurr. Skýringin þar liggur í því að meirihluti þeirra sýna er úr rýgresi sem auðveldara er að þurrka en jurtir af krossblómaætt.


Runólfur Sigursveinsson

back to top