Niðurstöður heysýna 2001

Alls bárust um 820 heysýni til frá sunnlenskum bændum til efnagreiningar frá sumrinu 2001, nánast öll sýnin voru hirðingassýni. Niðurstöður voru all mismunandi. Nánast öll sýni sem tekin voru seinni hluta júnímánaðar voru með afbrigðum góð en upp úr mánaðarmótum júní/júlí gerði rigningakafla í rúma viku og mörg sýni upp úr 10.júlí báru það með sér að orkugildi heyjanna hafði fallið umtalsvert á þessum tíu dögum. Ef litið er á heildarsamanburð milli áranna 2001 og 2000 kemur í ljós eftirfarandi, miðað við grömm í kílói af þurrefni:

























































Tafla 1. Niðurstöður heysýna – meðaltöl
Ár Fj. 
sýna
FEm/kg Prót.
g.
AAT
g.
PBV
g.
Ca
g.
P
g.
Mg
g.
K
g.
Na
g.
Þurr-
efni,%
Gott hey   0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 18 1,4 ?
2001 820 0,80 147 74 19 3,4 3,0 2,0 17 1,0 58
2000 678 0,82 152 77 19 3,8 3,3 2,2 18 1,2 62

Í samanburði milli ára kemur í ljós nokkur munur á þurrefni í sýnunum milli ára. Orku- og próteingildi heldur lægri en árið 2000. Jafnframt eru lægri steinefnatölur fyrir meginsteinefnin, calsíum (Ca) og fosfór (P) en árið áður. Ástæða er til að huga að þessu bæði með tilliti áburðargjafar og einnig í fóðrun.
Alnnokkur munur er á efnainnihaldi eftir því hvort um er að ræða 1.slátt, 2.slátt eða grænfóður. Meðalgildi þessara flokka árið 2001 má sjá í eftirfarandi töflu.

























































Tafla 2. Heygerðir árið 2001
Hey-
tegund
Fj. 
sýna
FEm/kg Prót.
g.
AAT
g.
PBV
g.
Ca
g.
P
g.
Mg
g.
K
g.
Na
g.
Þurr-
efni,%
1. sláttur 692 0,79 145 73 18 3,2 3,0 1,9 17 0,9 59
2. sláttur 109 0,82 181 77 47 4,7 3,5 2,7 19 1,2 63
Grænfóður 29 0,89 155 84 8 4,9 2,8 2,0 25 2,9 30

Í þessum samanburði vekur athygli að háin er að meðaltali heldur þurrari en 1.sláttur. Í grænfóðrinu eru þetta aðallega sambland af sýnum úr repju og rýgresi. Tölur um repjuna eru mun jafnari en úr rýgresinu. Meðaltölin fyrir 1.slátt sýna lægri orku-og próteingildi en 2.sláttur. Ástæða er þó að nefna að breytileiki er mikill milli bæja.

Að lokum er rétt að ítreka nauðsyn sýnatöku úr heimafengnu fóðri til að átta sig á gæðum fóðursins með tilliti til fóðrunar og einnig gefa niðurstöður heysýna vísbendingar um áburðargjöf næsta vor. Jafnframt hafa aukist möguleikar manna til fóðuráætlanagerðar út frá niðurstöðum heysýna en nýlega fengu búnaðarsamböndin til afnota handhægt hjálpartæki til fóðuráætlanagerðar en það er forritið “Fóður” sem Hjörtur Hjartarson, fyrrum bóndi í Stíflu hefur þróað.

Nánari upplýsingar veitir Runólfur Sigursveinsson, rs@bssl.is

back to top