Niðurstöður heysýna 1999

Alls bárust um 830 heysýni til frá sunnlenskum bændum til efnagreiningar frá sumrinu 1999, nánast öll sýnin voru hirðingarsýni. Niðurstöður voru nokkuð mismunandi en í heildina ótrúlega góður miðað við veðráttu. Alnnokkur munur er á efnainnihaldi eftir því hvort um er að ræða 1.slátt, 2.slátt eða grænfóður. Meðalgildi þessara flokka árið 1999 má sjá í eftirfarandi töflu:


























































FEm í kg Prót.
g.
AAT
g.
PBV
g.
Ca
g.
P
g.
Mg
g.
K
g.
Þurr-
efni,%
Alhliða gott hey 0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 18 ?
Fyrri sláttur, 692 sýni 0,80 148 71 26 3,4 3,3 2,0 17 56
Seinni sláttur, 109 sýni 0,80 176 71 54 4,8 3,7 2,8 16 63
Grænfóður, 29 sýni 0,87 156 78 21 5,9 2,9 2,1 22 29

Líklegt er að niðurstöður síðasta árs hefðu verið með öðrum hætti ef ekki hefði verið til staðar sú breyting sem orðin er á heyverkunaraðferðum sem raun ber vitni. Í samanburði milli ára kemur í ljós nokkur munur á tölum í steinefnum, calsíum (Ca) er lægra en áður og fosfór (P) hærri. Ástæða er til að huga að þessu bæði með tilliti áburðargjafar og einnig í fóðrun. Athygli vekur lægra þurrefni í heyjum frá 1999 en 1998 enda veðrátta með eindæmum óhagstæð til heyþurrkunar.

Í þessum samanburði vekur athygli að háin er að meðaltali mun þurrari en 1.sláttur. Í grænfóðrinu eru þetta sambland af sýnum úr repju og rýgresi aðallega. Tölur um repjuna eru mun jafnari en úr rýgresinu. Einkum er sumarafbrigðið af rýgresinu vandmeðfarið til sláttar þar sem það trénar mjög fljótt.

Að lokum er rétt að ítreka nauðsyn sýnatöku úr heimafengnu fóðri til að átta sig á gæðum fóðursins með tilliti til fóðrunar og einnig gefa niðurstöður heysýna vísbendingar um áburðargjöf næsta vor. Þannig má segja að heysýnataka sé liður í gæðastýringu hvers bús.

Nánari upplýsingar veitir Runólfur, rs@bssl.is

back to top