Niðurstöður heysýna 1998

Nú hafa borist niðurstöður úr 818 heysýnum og 34 grænfóðursýnum. Ljóst er að fóðurgæði virðast vera mjög góð eftir sumarið. Hér á eftir kemur tafla sem sýnir meðalefnnainnihald þeirra 818 heysýna og 34 grænfóðursýna sem niðurstöður eru komnar úr. Til samanburðar er gott alhliða hey.























































  FEm í kg Prót.
g.
AAT
g.
PBV
g.
Ca
g.
P
g.
Mg
g.
K
g.
Na
g.
pH Þurr-
efni,%
Alhliða gott hey 0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 18 1,8 ? ?
Fyrstu 818 heysýni 1998 0,81 152 70 32 3,7 3,1 2,2 16 1,6 5,5 62
Fyrstu 34 grænf.sýni 1998 0,89 168 80 28 5,4 2,9 2,2 27 4,8 5,5 26

Út frá niðurstöðunum er ljóst að allnokkur breytileiki er í orkugildi (FEm/kg) milli bæja sem og í próteini og steinefnainnihaldi. Ein af skýringum þess er mismunandi sláttutími. Endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir innan skamms en afgreiðsla hefur gengið vel fyrir sig undanfarnar vikur. Niðurstöður eru sendar bændum jafnóðum og þær berast og eru þeir bændur sem enn eiga eftir að senda hirðingasýni til efnagreininga hvattir að gera það sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Runólfur, rs@bssl.is

back to top