Tölt

Tölt


 


9,5 – 10
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, glæstri lyftu og framgripi framfóta, mikið fjaðurmagn er í hreyfingum, töltferðin frábær.


-Til að einkunnin 10 náist þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera að lágmarki 9,0 og til að einkunnin 9,5 náist þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera að lágmarki 8,5.


 


9,0
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, góðri lyftu og framgripi framfóta, fjaðurmagn er í hreyfingum, mjög ferðmikið.
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, glæstri lyftu og framgripi framfóta, mikið fjaðurmagn er í hreyfingum, dágóð ferð.


-Til að einkunnin 9,0 náist þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera að lágmarki 8,0.


 


8,5
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, meðalgóðri lyftu og framgripi framfóta en töltferðin er mjög góð.
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, góðri lyftu og framgripi framfóta en aðeins þokkalegri töltferð.
-Rúmt, afar lyftingar- og framtaksmikið tölt en skortir nokkuð á gott taktöryggi.
-Hrossið nær ekki góðu afturfótarstigi en hreyfingar framfóta eru afar lyftingar- og framgripsmiklar, bærilegur taktur á hægu tölti, mjög ferðmikið.


-Til að einkunnin 8,5 náist þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera að lágmarki 7,5.


 


8,0
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, lyfta og framgrip framfóta er ekki undir meðallagi, allgóð ferð.
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, góðri lyftu og framgripi framfóta en töltferð er í meðallagi.
-Rúmt lyftingargott, framtaksmikið tölt en um nokkra taktgalla er að ræða þegar komið er á ferð.
-Fremur stutt afturfótastig en lyfta og framgrip framfóta er mikið, hreinir taktgallar eru ekki til staðar, hrossið nær góðri töltferð.


-Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt tölt.


-Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt tölt.


-Til að einkunnin 8,0 náist þarf einkunn fyrir hægt tölt að vera að lágmarki 7,0.


 


7,5
-Taktgott tölt en nokkuð skortir á rými þess og glæsileik.
-Taktgott tölt, rúmt en reisnarlítið (lágengni).
-Rúmt, lyftingar- og framgripsmikið tölt en um talsverða taktgalla er að ræða á hægu- og milliferðartölti.
-Tölt með stuttu afturfótastigi en lyfta og framgrip fóta er mikið og allgóð ferð næst.


 


7,0
-Þokkalegt tölt með köflum en ójafnt.
-Rýmislítið tölt eða mjög stutt afturfótastig.
-Brokkívaf en þokkaleg ferð.
-Bindingur þó að nokkur ferð og lyfta náist.
-Hopp upp á fótinn á venjulegri töltferð.
-Takthreint tölt, milliferð næst en gangurinn er afskaplega lítilfjörlegur (mikil lággengni, stuttstigni).


 


6,5 og lægra
-Töltir ekki (5,0).
-Mjög tregt tölt (klárgengni).
-Mjög bundið tölt (skeiðbindingur).
-Afar ferðlítið tölt.
-Mjög víxlað tölt.
-Tipl eða mikið hopp upp á fótinn.


Mikilvægt er að sýna hægt tölt og greinilegar hraðabreytingar eigi hinar hærri einkunnir að nást. Hægt tölt er stigað sérstaklega og sýning þess er skilyrði þess að hærri einkunnir (8,5 og hærra) fyrir tölt náist. Einkunn fyrir hægt tölt reiknast ekki sérstaklega inn í heildareinkunn en er hugsuð til að auka upplýsingargildi dómsins. 


Hægt tölt


 


9,5 – 10
-Takthreint tölt með góðu afturfótastigi, glæstri lyftu og framgripi framfóta, mikið fjaðurmagn er í hreyfingum.


 


9,0
-Takthreint tölt með góðu afturfótastigi, góðri lyftu og framgripi framfóta, fjaðurmagn er í hreyfingum.


 


8,5
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, góðri lyftu og framgripi framfóta.
-Taktgott tölt, hrossið nær þó ekki góðu afturfótarstigi en hreyfingar framfóta eru afar lyftingar- og framgripsmiklar


 


8,0
-Taktgott tölt með góðu afturfótastigi, lyfta og framgrip framfóta er ekki undir meðallagi.
-Stutt afturfótastig en lyfta og framgrip framfóta er mikið, hreinir taktgallar eru ekki til staðar.


 


7,5
-Taktgott tölt en fremur reisnarlítið.


 


7,0
-Takthreint tölt, en gangurinn er afskaplega lítilfjörlegur (mikil lággengni, stuttstígni).


 


6,5 og lægra
-Mjög tregt tölt (klárgengni).
-Mjög bundið tölt (skeiðbindingur).
-Mjög víxlað tölt.
-Tipl eða mikið hopp upp á fótinn.
-Sýnir ekki hægt tölt (5,0). 

back to top