Stökk

Stökk


 


9,5 – 10
-Takthreint og afar fallegt stökk; hrossið lyftir sér vel að framan og teygir vel á sér í mjúkum bogum, stökkferðin frábær.


-Til að einkunnin 10 náist þarf hægt stökk að vera minnst 9,0 og til að einkunnin 9,5 náist þarf hægt stökk að vera minnst 8,5.


 


9,0
-Takthreint og afar fallegt stökk; hrossið lyftir sér vel að framan og teygir vel á sér í mjúkum bogum, dágóð ferð.


-Til að einkunnin 9,0 náist þarf hægt stökk að vera minnst 8,0.


 


8,5
-Sniðgott stökk, allgóð stökkferð.
-Mjög ferðmikið stökk, snið í þokkalegu meðallagi.


-Kappreiðastökk, ekki kröfur um glæsileik.


-Til að einkunnin 8,5 náist þarf hægt stökk að vera minnst 7,5.


 


8,0 
-Sniðgott stökk, stökkferð í meðallagi.
-Ferðmikið stökk, snið í meðallagi.


-Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt stökk.


-Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt stökk.


 


7,5
-Þokkalegt stökk með sæmilegu sniði og stökkferð í meðallagi.
-Stökkferð og snið (taktur, svif og mýkt) geta vegið upp vankanta hvort á öðru.


 


7,0
-Víxlar en sýnir gott stökk á milli.
-Stökk með óhreinum takti.
-Þungt stökk; svif- og ferðlítið.
-Þokkalegt snið en ferðlaust stökk.


 


6,5 eða lægra
-Kýrstökk, víxl
-Mjög óhreinn taktur, ferðlaust.
-Mjög mikið ósamræmi í stökkhreyfingu, t.d. mjög há lendarhreyfing.
-Afar mikil þyngsli (svifleysi).


-Einvörðungu kýrstökk (5,0)


 


Stökksýning í kynbótadómi skal framkvæmd á þann veg að hleypt er af hægu stökki (það sýnt), stökkhraði síðan aukinn og ýtrasta stökkferð hrossins sýnd. Sérstök einkunn er gefin fyrir hægt stökk og sýning þess er skilyrði þess að hærri einkunnir (8,5 eða hærra) fyrir stökk náist. Einkunn fyrir hægt stökk reiknast ekki sérstaklega inn í heildareinkunn en er hugsuð til að auka upplýsingargildi dómsins.


 Hægt stökk


 


9,5 – 10
-Mjúkt, þrítakta stökk með svifi; hrossið lyftir sér vel að framan, áreynslulaust en tilkomumikið.


 


9,0
-Takthreint og afar fallegt stökk; hrossið lyftir sér vel að framan með góðu svifi.


 


8,5
-Sniðgott stökk.


 


8,0
-Snið í meðallagi.


 


7,5
-Þokkalegt stökk með sæmilegu sniði
-Taktur, svif og mýkt geta vegið upp vankanta hvort á öðru.


 


7,0
-Víxlar en sýnir gott stökk á milli.
-Stökk með óhreinum takti.
-Þungt stökk; svif- og ferðlítið.


 


6,5 eða lægra
-Kýrstökk, víxl.
-Mjög mikið ósamræmi í stökkhreyfingu, t.d. mjög há lendarhreyfing.
-Afar mikil þyngsli (svifleysi).


-Einvörðungu kýrstökk (5,0).

back to top