Réttleiki

9,5 – 10:
-Frábær réttleiki: Framfætur eru algerlega réttir og hæfileg gleidd er á milli framfóta sem og afturfóta. Afturfætur mega vera lítillega útskeifir.


9,0:
-Mjög góður réttleiki. Ekki er um neina eiginlega galla að ræða.

8,5:
-Góður réttleiki. Einungis er um smávægilegan galla að ræða, þó sé enginn vindingur í hæklum

8,0:
-Fremur góður réttleiki fóta. Ekki um verulega galla að ræða.

7,5:
-Þokkalegur réttleiki. Liðir mega þó vera nokkuð snúnir ef hrossið er algerlega óágripið og engin einkenni um óeðlilegt álag koma fram í fótum.

7,0:
-Sjá upptalningu við einkunn 6,5 og lægra en hér er ekki um eins alvarlega galla að ræða.

6,5 og lægra:
-Mjög illa snúnir liðir fram- og / eða afurfóta.
-Mjög mikill vindingur í hæklum.
-Mjög mikil nágengni.
-Mjög skæld fótstaða á fram- og / eða afturfótum ; kiðfætt, hjólbeinótt, kýrfætt.

Við einkunnagjöf skal taka tillit til fjölda galla og hversu miklir þeir eru.

Við dóma á réttleika skal taka tillit til hvort hross grípi á sig eða einkenni um óeðlilegt álag komi fram.
Sú venja skal viðhöfð við dóma á nágengum hrossum að þau séu teymd á brokki auk þess sem þau eru teymd á feti eins og venja er. Mjög mikil gleiðgengni að aftan, svo að lýti sé af, getur haft áhrif á einkunnagjöf réttleika.

back to top